Óþekktur aðili kannar vindmyllugarð á Mosfellsheiði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Mannvirkin gætu orðið enn stærri en nú tíðkast ef verkefni með vindmyllur á Mosfellsheiði dregst á langinn. Myllurnar á myndinni eru nærri Búrfellsvirkjun. Vísir/Valli Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og kunnur áhugamaður og bloggari um orkumál til margra ára, er talsmaður óþekktra aðila sem vilja reisa vindmyllugarð á Mosfellsheiði. Ketill hefur sent forsætisráðuneytinu, Mosfellsbæ, Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi erindi fyrir hönd þeirra sem standa að verkefninu. Málið hefur verið tekið fyrir hjá Mosfellsbæ en þar sem Ketill óskaði trúnaðar vegna viðskiptahagsmuna fylgdu málinu engin gögn fyrir almenning að skoða við umfjöllun nefnda og ráða bæjarins. Fréttablaðið fékk þó bréfið afhent með því að strikað var fyrir upphæð áætlaðar fjárfestingar í verkefninu. „Um er að ræða óvenju umhverfisvæna aðferð til raforkuframleiðslu, enda fylgja henni hvorki miðlunarlón, stíflur né brennisteinsmengun. Umhverfisáhrifin eru því með allra minnsta móti,“ segir í bréfi Ketils sem segir um áhugavert tækifæri að ræða. Mögulegt könnunarsvæði nær inn fyrir lögsögu allra þriggja fyrrnefndra sveitarfélaga. „Nánari staðsetning vindlundar innan svæðisins ræðst af margvíslegum þáttum sem þarfnast nánari athugana og rannsókna. Við Fréttablaðið segir Ketill um verkefni til margra ára að ræða. Stærð vindmyllanna ráðist af þeirri tækniþróun sem orðin verði ef og þegar orkuverið verður byggt. „Ef verkefnið dregst lengi er líklegt að tækniþróunin myndi verða til þess að mannvirkin yrðu jafnvel enn þá stærri en þau eru í dag. En miðað við það sem gengur og gerist í dag má ætla að þetta verði 80 til 90 metra há mannvirki.“ Aðspurður um staðarvalið segir Ketill svæðið áhugavert út frá hagkvæmni. „Þar spila saman annars vegar veðurfarsaðstæður og nálægð við flutningsnet og svo atriði sem er erfiðara að mæla – sem eru þessi sjónrænu áhrif sem svona mannvirki valda fólki,“ útskýrir hann. Nesjavallaleið liggur í gegn um svæðið. „Þetta er alls ekki úr allri sjónlínu frá fólki en það sést ekki í þetta frá þéttbýlinu.“ Að sögn Ketils er málið enn til athugunar hjá sveitarfélögunum þremur og forsætisráðuneytinu sem fer með eignarhald á þeim hluta svæðisins sem fellur undir þjóðlendur. „Mér sýnist þessar sveitarstjórnir taka mjög faglega á málinu,“ segir hann um stöðuna. „Það mundi verða sett upp vindmælistöð sem mælir vindinn í mjög mikilli hæð til að staðreyna hversu góð skilyrðin eru,“ segir Ketill um næsta skref. Ketill vill ekkert segja um hverjir standi að baki verkefninu. „Það verður ekki gefið upp fyrr en málið kemst aðeins lengra,“ segir hann. „Ég myndi ekki fara að vinna með einhverjum vafasömum,“ bætir hann við aðspurður hvort um áreiðanlega aðila sé að ræða. Varðandi stærð verkefnisins bendir hann á tvö vindmylluverkefni Landsvirkjunar; við Búrfell og Blöndu sem eru annars vegar 100 MW og hins vegar 200 MW virkjanir. Hann bendir einnig á fyrirtækið Biocraft sem skoðar uppsetningu á 45 MW vindorkuveri í Þykkvabæ. Það mál er nú í umhverfismati. „Þetta verður að minnsta kosti upp á tugi megavatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og kunnur áhugamaður og bloggari um orkumál til margra ára, er talsmaður óþekktra aðila sem vilja reisa vindmyllugarð á Mosfellsheiði. Ketill hefur sent forsætisráðuneytinu, Mosfellsbæ, Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi erindi fyrir hönd þeirra sem standa að verkefninu. Málið hefur verið tekið fyrir hjá Mosfellsbæ en þar sem Ketill óskaði trúnaðar vegna viðskiptahagsmuna fylgdu málinu engin gögn fyrir almenning að skoða við umfjöllun nefnda og ráða bæjarins. Fréttablaðið fékk þó bréfið afhent með því að strikað var fyrir upphæð áætlaðar fjárfestingar í verkefninu. „Um er að ræða óvenju umhverfisvæna aðferð til raforkuframleiðslu, enda fylgja henni hvorki miðlunarlón, stíflur né brennisteinsmengun. Umhverfisáhrifin eru því með allra minnsta móti,“ segir í bréfi Ketils sem segir um áhugavert tækifæri að ræða. Mögulegt könnunarsvæði nær inn fyrir lögsögu allra þriggja fyrrnefndra sveitarfélaga. „Nánari staðsetning vindlundar innan svæðisins ræðst af margvíslegum þáttum sem þarfnast nánari athugana og rannsókna. Við Fréttablaðið segir Ketill um verkefni til margra ára að ræða. Stærð vindmyllanna ráðist af þeirri tækniþróun sem orðin verði ef og þegar orkuverið verður byggt. „Ef verkefnið dregst lengi er líklegt að tækniþróunin myndi verða til þess að mannvirkin yrðu jafnvel enn þá stærri en þau eru í dag. En miðað við það sem gengur og gerist í dag má ætla að þetta verði 80 til 90 metra há mannvirki.“ Aðspurður um staðarvalið segir Ketill svæðið áhugavert út frá hagkvæmni. „Þar spila saman annars vegar veðurfarsaðstæður og nálægð við flutningsnet og svo atriði sem er erfiðara að mæla – sem eru þessi sjónrænu áhrif sem svona mannvirki valda fólki,“ útskýrir hann. Nesjavallaleið liggur í gegn um svæðið. „Þetta er alls ekki úr allri sjónlínu frá fólki en það sést ekki í þetta frá þéttbýlinu.“ Að sögn Ketils er málið enn til athugunar hjá sveitarfélögunum þremur og forsætisráðuneytinu sem fer með eignarhald á þeim hluta svæðisins sem fellur undir þjóðlendur. „Mér sýnist þessar sveitarstjórnir taka mjög faglega á málinu,“ segir hann um stöðuna. „Það mundi verða sett upp vindmælistöð sem mælir vindinn í mjög mikilli hæð til að staðreyna hversu góð skilyrðin eru,“ segir Ketill um næsta skref. Ketill vill ekkert segja um hverjir standi að baki verkefninu. „Það verður ekki gefið upp fyrr en málið kemst aðeins lengra,“ segir hann. „Ég myndi ekki fara að vinna með einhverjum vafasömum,“ bætir hann við aðspurður hvort um áreiðanlega aðila sé að ræða. Varðandi stærð verkefnisins bendir hann á tvö vindmylluverkefni Landsvirkjunar; við Búrfell og Blöndu sem eru annars vegar 100 MW og hins vegar 200 MW virkjanir. Hann bendir einnig á fyrirtækið Biocraft sem skoðar uppsetningu á 45 MW vindorkuveri í Þykkvabæ. Það mál er nú í umhverfismati. „Þetta verður að minnsta kosti upp á tugi megavatta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent