Leynd ríkir um kostnað sem þingmenn rukka Sveinn Arnarson skrifar 19. desember 2016 07:00 Allir reikningar breskra þingmanna sem hið opinbera greiðir eru opinberir almenningi. Því er öfugt farið hér á landi. Vísir/GVA Árið 2015 lögðu þingmenn fram reikninga vegna starfskostnaðar upp á 7,3 milljónir króna. Fyrstu tíu mánuði þessa árs, kosningaárs, hljóðuðu reikningarnir upp á 8,7 milljónir. Ekki fæst uppgefið frá þinginu í hvað þessir fjármunir fara. Samkvæmt reglum sem forsætisnefnd þingsins setur sjálf geta þingmenn lagt fram reikninga fyrir vinnu sína. Hver þingmaður fær greiddar um 90 þúsund krónur í starfskostnað sem greiddur er skattur af. Leggi þingmenn fram reikninga fyrir kostnaði minnkar skattstofn starfskostnaðar sem því nemur. Ekki er hægt að sjá hvernig þingmenn nýttu sér þennan möguleika og hver ástæðan er fyrir því að reikningarnir hækka um eina og hálfa milljón á kosningaári. „Við þurfum að auka tiltrú á Alþingi og því er um að gera að gera þessa reikninga opinbera,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Sumir þingmenn nýta sér ekki að leggja fram reikninga og eru mjög latir í því á meðan aðrir nýta sér þetta form nokkuð vel. En til að auka gegnsæið er enginn vandi að gera þessar upplýsingar opinberar.“ Fréttablaðið hefur einnig óskað eftir gögnum um akstur þingmanna en þingmenn fá greidda aksturspeninga. Þessar greiðslur hafa ekki fengist sundurliðaðar á þingmenn en heildargreiðslur í fyrra vegna aksturs voru um 38,5 milljónir króna. Forsætisnefnd þingsins mun á næstu vikum fara yfir það hvort breytinga sé þörf á þessu kerfi eftir að þingfararkaup var hækkað um 44 prósent á sunnudeginum eftir kosningar. Birgitta vonast eftir að laun þingmanna verði straumlínulöguð á næstu vikum. „Við vitum að það er dýrara fyrir þingmenn landsbyggðarkjördæma að vera þingmenn og því er eðlilegt að kostnaður við þeirra störf sé meiri. En við þurfum að opna bókhaldið okkar enn frekar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sveinn Arnarson Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Árið 2015 lögðu þingmenn fram reikninga vegna starfskostnaðar upp á 7,3 milljónir króna. Fyrstu tíu mánuði þessa árs, kosningaárs, hljóðuðu reikningarnir upp á 8,7 milljónir. Ekki fæst uppgefið frá þinginu í hvað þessir fjármunir fara. Samkvæmt reglum sem forsætisnefnd þingsins setur sjálf geta þingmenn lagt fram reikninga fyrir vinnu sína. Hver þingmaður fær greiddar um 90 þúsund krónur í starfskostnað sem greiddur er skattur af. Leggi þingmenn fram reikninga fyrir kostnaði minnkar skattstofn starfskostnaðar sem því nemur. Ekki er hægt að sjá hvernig þingmenn nýttu sér þennan möguleika og hver ástæðan er fyrir því að reikningarnir hækka um eina og hálfa milljón á kosningaári. „Við þurfum að auka tiltrú á Alþingi og því er um að gera að gera þessa reikninga opinbera,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Sumir þingmenn nýta sér ekki að leggja fram reikninga og eru mjög latir í því á meðan aðrir nýta sér þetta form nokkuð vel. En til að auka gegnsæið er enginn vandi að gera þessar upplýsingar opinberar.“ Fréttablaðið hefur einnig óskað eftir gögnum um akstur þingmanna en þingmenn fá greidda aksturspeninga. Þessar greiðslur hafa ekki fengist sundurliðaðar á þingmenn en heildargreiðslur í fyrra vegna aksturs voru um 38,5 milljónir króna. Forsætisnefnd þingsins mun á næstu vikum fara yfir það hvort breytinga sé þörf á þessu kerfi eftir að þingfararkaup var hækkað um 44 prósent á sunnudeginum eftir kosningar. Birgitta vonast eftir að laun þingmanna verði straumlínulöguð á næstu vikum. „Við vitum að það er dýrara fyrir þingmenn landsbyggðarkjördæma að vera þingmenn og því er eðlilegt að kostnaður við þeirra störf sé meiri. En við þurfum að opna bókhaldið okkar enn frekar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sveinn Arnarson
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira