Félögin í efstu deild vilja ítarlegt uppgjör á EM-peningunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 16:15 Íslendingar unnu frækinn 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í sumar. Leikurinn var stórskemmtilegur og hádramatískur. Vísir/Vilhelm Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa óskað eftir því við Knattspyrnusamband Íslands að fá ítarlegt uppgjör á tekjum og útgjöldum vegna Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að óskað hafi verið eftir uppgjörinu og forsvarsmenn KSÍ spurðir út í það hvers vegna það hafi ekki verið birt. Þau svör hafi fengist að unnið væri í því að gera upp Evrópumótið í desember. Hefðu strákarnir okkar farið alla leið á EM hefðu tekjurnar orðið tæplega 3,6 milljarður íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í sumar.Vísir 1,9 milljarður króna inn Fyrir liggur að KSÍ fékk um 1,9 milljarð króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM. KSÍ fékk 1,1 milljarð króna fyrir að komast á EM og við bættust um 830 milljónir vegna árangursins í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ í fyrra kom fram að 300 milljónir króna af EM-peningunum myndu fara til aðildarfélaganna. Í ágúst var svo tilkynnt að upphæðin yrði 453 milljónir vegna aukinna tekna vegna góðs árangurs liðsins í Frakklandi. Eftir standa því um 1450 milljónir króna. Ljóst er að hluti þeirrar upphæðar fer til leikmanna og þjálfara í bónusgreiðslur auk kostnaðar við dvöl og ferðalög landsliðshópsins í Frakklandi í aðdraganda EM og vikurnar á meðan mótinu stóð. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bónusgreiðslur mega vera í einum pakka „Þetta þarf að vera miklu sundurliðaðra en tekjur og gjöld,“ segir Borghildur aðspurð um hvernig uppgjör ÍTF vilji sjá frá KSÍ. „Greiðslur til þjálfara og leikmanna mega vera í einni tölu þó svo allir viti hvað þeir hafa verið að fá,“ segir Borghildur en mikilvægt sé að sundurliðun á öðrum kostnaði sé skýr. „Það hefur gengið fjöllunum hærra að hinum og þessum hafi verið boðið út. Við bendum á að því gagnsærra sem uppgjörið er því minni verður tortryggnin,“ segir Borghildur. Hún á von á uppgjörinu á allra næstu dögum. „Það eina sem okkar var sagt, þegar við gengum á eftir því, var að uppgjörið yrði tilbúið í desember,“ segir Borghildur. Hún hefði vonast eftir því að uppgjörið yrði lagt fyrir stjórnarfund sem fram fór um mánaðarmótin nóvember/desember. Fundargerðin vegna þess stjórnarfundar hafi hins vegar ekki verið birt á heimasíðu KSÍ enn sem komið er. EM 2016 í Frakklandi KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa óskað eftir því við Knattspyrnusamband Íslands að fá ítarlegt uppgjör á tekjum og útgjöldum vegna Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að óskað hafi verið eftir uppgjörinu og forsvarsmenn KSÍ spurðir út í það hvers vegna það hafi ekki verið birt. Þau svör hafi fengist að unnið væri í því að gera upp Evrópumótið í desember. Hefðu strákarnir okkar farið alla leið á EM hefðu tekjurnar orðið tæplega 3,6 milljarður íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í sumar.Vísir 1,9 milljarður króna inn Fyrir liggur að KSÍ fékk um 1,9 milljarð króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM. KSÍ fékk 1,1 milljarð króna fyrir að komast á EM og við bættust um 830 milljónir vegna árangursins í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ í fyrra kom fram að 300 milljónir króna af EM-peningunum myndu fara til aðildarfélaganna. Í ágúst var svo tilkynnt að upphæðin yrði 453 milljónir vegna aukinna tekna vegna góðs árangurs liðsins í Frakklandi. Eftir standa því um 1450 milljónir króna. Ljóst er að hluti þeirrar upphæðar fer til leikmanna og þjálfara í bónusgreiðslur auk kostnaðar við dvöl og ferðalög landsliðshópsins í Frakklandi í aðdraganda EM og vikurnar á meðan mótinu stóð. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bónusgreiðslur mega vera í einum pakka „Þetta þarf að vera miklu sundurliðaðra en tekjur og gjöld,“ segir Borghildur aðspurð um hvernig uppgjör ÍTF vilji sjá frá KSÍ. „Greiðslur til þjálfara og leikmanna mega vera í einni tölu þó svo allir viti hvað þeir hafa verið að fá,“ segir Borghildur en mikilvægt sé að sundurliðun á öðrum kostnaði sé skýr. „Það hefur gengið fjöllunum hærra að hinum og þessum hafi verið boðið út. Við bendum á að því gagnsærra sem uppgjörið er því minni verður tortryggnin,“ segir Borghildur. Hún á von á uppgjörinu á allra næstu dögum. „Það eina sem okkar var sagt, þegar við gengum á eftir því, var að uppgjörið yrði tilbúið í desember,“ segir Borghildur. Hún hefði vonast eftir því að uppgjörið yrði lagt fyrir stjórnarfund sem fram fór um mánaðarmótin nóvember/desember. Fundargerðin vegna þess stjórnarfundar hafi hins vegar ekki verið birt á heimasíðu KSÍ enn sem komið er.
EM 2016 í Frakklandi KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira