Flokkarnir á öndverðum meiði um skattamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 1. desember 2016 15:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið málefnalegur grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum við Sjálfstæðisflokk, enda sé sýn flokkanna tveggja á ýmis mál afar ólík. Hún segir flokkana meðal annars hafa verið á öndverðum meiði um hátekjuskatt á laun hærri en ein og hálf milljón. „Við höfum talað fyrir ákveðnum leiðum í þessum efnum og talað mjög sterkt fyrir því hvernig megi styrkja innviðina í samfélaginu og hvaða leiðir þurfi að fara til þess [...] Við höfum að sjálfsögðu haldið til haga okkar stefnu að nýta skattkerfið til tekjuöflunar og það er auðvitað mikilvægur þáttur í okkar stefnu,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Hún tekur þó fram að ekki hafi steytt á neinu ákveðnu máli. „Við vorum auðvitað bara að ræða saman óformlega þannig að það er ekki eins og það hafi steytt á einhverju tilteknu máli. En það liggur auðvitað fyrir að sýn og nálgun þessara flokka, til dæmis þegar kemur að efnahagsmálum, ríkisútgjöldum, og tekjuöflun ríkisins, er mjög ólík, svo dæmi séu tekin. En ég vil ekki segja að það hafi steytt á neinu atriði heldur má segja að það sé ansi langt á milli flokka.“ Grundvöllur fyrir þjóðstjórn Aðspurð hvert framhaldið sé segir hún að mögulega sé kominn grundvöllur fyrir þjóðstjórn. „Ég hef sagt að allir flokkar þurfi að fara að velta því fyrir sér hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í því að slá af sínum kröfum. Hvort það sé jafnvel orðinn grundvöllur fyrir því að fara jafnvel í einhvers konar þjóðstjórn ef ekki tekst að mynda hefðbundna meirihlutastjórn með hugmyndafræðilegar áherslur.“Og þá kjósa aftur? „Ja, einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan fyrr.“ Katrín segir nú ákveðna óvissu ríkja en tekur fram að samtöl flokkanna tveggja verði dýrmætt veganesti inn í samstarfið á Alþingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal Þorbjörns Þórðarsonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem hann tók við Katrínu á Alþingi í dag. Tengdar fréttir Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið málefnalegur grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum við Sjálfstæðisflokk, enda sé sýn flokkanna tveggja á ýmis mál afar ólík. Hún segir flokkana meðal annars hafa verið á öndverðum meiði um hátekjuskatt á laun hærri en ein og hálf milljón. „Við höfum talað fyrir ákveðnum leiðum í þessum efnum og talað mjög sterkt fyrir því hvernig megi styrkja innviðina í samfélaginu og hvaða leiðir þurfi að fara til þess [...] Við höfum að sjálfsögðu haldið til haga okkar stefnu að nýta skattkerfið til tekjuöflunar og það er auðvitað mikilvægur þáttur í okkar stefnu,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Hún tekur þó fram að ekki hafi steytt á neinu ákveðnu máli. „Við vorum auðvitað bara að ræða saman óformlega þannig að það er ekki eins og það hafi steytt á einhverju tilteknu máli. En það liggur auðvitað fyrir að sýn og nálgun þessara flokka, til dæmis þegar kemur að efnahagsmálum, ríkisútgjöldum, og tekjuöflun ríkisins, er mjög ólík, svo dæmi séu tekin. En ég vil ekki segja að það hafi steytt á neinu atriði heldur má segja að það sé ansi langt á milli flokka.“ Grundvöllur fyrir þjóðstjórn Aðspurð hvert framhaldið sé segir hún að mögulega sé kominn grundvöllur fyrir þjóðstjórn. „Ég hef sagt að allir flokkar þurfi að fara að velta því fyrir sér hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í því að slá af sínum kröfum. Hvort það sé jafnvel orðinn grundvöllur fyrir því að fara jafnvel í einhvers konar þjóðstjórn ef ekki tekst að mynda hefðbundna meirihlutastjórn með hugmyndafræðilegar áherslur.“Og þá kjósa aftur? „Ja, einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan fyrr.“ Katrín segir nú ákveðna óvissu ríkja en tekur fram að samtöl flokkanna tveggja verði dýrmætt veganesti inn í samstarfið á Alþingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal Þorbjörns Þórðarsonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem hann tók við Katrínu á Alþingi í dag.
Tengdar fréttir Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46