Desemberspá Siggu Kling - Bogmaðurinn: Þú skalt venja þig á það að tuða ekki í ástinni þinni 2. desember 2016 09:00 Elsku hjartans bogmaðurinn minn. Það kemur stundum fyrir þótt þú sért búinn að vinna vinnuna þína alveg eins og þú átt að gera hana, að sótt er að þér úr öllum áttum með álagi og leiðindum. Alls kyns álag og leiðindi sem þú átt alls ekki skilið. Þó að það sé hægt að segja með sanni að þú sért góðverk, þá þarft þú að læra aðeins betur að herða orkuna þína og brynja þig gagnvart rugli sem í raun og veru kemur þér ekkert við. Á þínu máli heitir þetta að forgangsraða. Desember er algjörlega þinn mánuður, þar sem þú átt afmæli í kringum hann, það eru miklar breytingar í vændum og þér gæti fundist það erfitt, en þá segi ég þér þessa auðveldu setningu: Af auðveldu verður ekkert, svo þakkaðu alheiminum fyrir að gefa þér áskoranir í lífinu, því að það gerir þig svo miklu sterkari fyrir vikið. Þú skalt venja þig á það að tuða ekki í ástinni þinni né heldur reyna að breyta þeim sem þú ert ástfanginn af. Ef þér finnst að tilfinningar hafi verið að dofna hjá þér, en þú hafir einu sinni verið ástfangin af þessari persónu, þá getur þú alltaf náð í þær tilfinningar tilbaka, því að tilfinningar eyðast ekki, heldur gleymast frekar og spennan minnkar með árunum. Ef þú ert á lausu , þá skaltu ekki sætta þig við það næstbesta. Þú skalt frekar efla orku þína og útlit. Því að þú ert fyrirtæki og þú myndir eyða miklu meira í fyrirtækið heldur en sjálfan þig, svo skapaðu þig sem fyrirtæki. Á þessum merkilegu tímum, nóvember, desember og janúar, kemur þú auga á nýja möguleika og þú þarft að vera óhræddur að standa með sjálfum þér. Hreinskilni skiptir öllu máli. Ef þér finnst að þú þurfir að ljúga að einhverjum þá hefur hver lygi sjö vini, það þýðir að það mun vinda upp á sig og gera vesen, miklu meira vesen en þig hefur órað fyrir. Þú ert í eðli þínu jarðýta og ýtir á undan þér hlutunum en stundum finnst þér eins og risa stórt fjall standi í vegi fyrir þér og þú komist ekki fram hjá því, en það er nú bara bull og vitleysa. Þú verður að athuga að þú ert bogmaður og hefur þar af leiðandi meiri kraft og hugrekki en flest önnur merki. Láttu ekki vitleysuna draga þig niður í þungann, því að þú átt það til og þá hverfur allt þitt afl. Þú átt eftir að koma svo mörgu mikilvægu til leiðar, sem sérstaklega snertir fjölskyldu þína og ástina, sem er allt í kringum þig. Ekki berjast við neinn, leggðu frekar niður vopnin og steinhættu að tala við þá manneskju sem þér finnst að sé að berjast við þig. Stríðinu mun ljúka þegar þú hættir að einblína á þær persónur sem þér finnst vera fyrirstaða í lífi þínu. Nýjar hugmyndir munu koma til þín til þess að leysa úr þeim erfiðleikum sem þér finnst þú standa í. Þú skalt því taka áhættu því að Júpíter er þín pláneta sem gefur þér gott gengi, svo að gakktu skrefi lengra en þú þorir. Desemberskilaboðin: Hamingjan býr heima hjá þér.Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
Elsku hjartans bogmaðurinn minn. Það kemur stundum fyrir þótt þú sért búinn að vinna vinnuna þína alveg eins og þú átt að gera hana, að sótt er að þér úr öllum áttum með álagi og leiðindum. Alls kyns álag og leiðindi sem þú átt alls ekki skilið. Þó að það sé hægt að segja með sanni að þú sért góðverk, þá þarft þú að læra aðeins betur að herða orkuna þína og brynja þig gagnvart rugli sem í raun og veru kemur þér ekkert við. Á þínu máli heitir þetta að forgangsraða. Desember er algjörlega þinn mánuður, þar sem þú átt afmæli í kringum hann, það eru miklar breytingar í vændum og þér gæti fundist það erfitt, en þá segi ég þér þessa auðveldu setningu: Af auðveldu verður ekkert, svo þakkaðu alheiminum fyrir að gefa þér áskoranir í lífinu, því að það gerir þig svo miklu sterkari fyrir vikið. Þú skalt venja þig á það að tuða ekki í ástinni þinni né heldur reyna að breyta þeim sem þú ert ástfanginn af. Ef þér finnst að tilfinningar hafi verið að dofna hjá þér, en þú hafir einu sinni verið ástfangin af þessari persónu, þá getur þú alltaf náð í þær tilfinningar tilbaka, því að tilfinningar eyðast ekki, heldur gleymast frekar og spennan minnkar með árunum. Ef þú ert á lausu , þá skaltu ekki sætta þig við það næstbesta. Þú skalt frekar efla orku þína og útlit. Því að þú ert fyrirtæki og þú myndir eyða miklu meira í fyrirtækið heldur en sjálfan þig, svo skapaðu þig sem fyrirtæki. Á þessum merkilegu tímum, nóvember, desember og janúar, kemur þú auga á nýja möguleika og þú þarft að vera óhræddur að standa með sjálfum þér. Hreinskilni skiptir öllu máli. Ef þér finnst að þú þurfir að ljúga að einhverjum þá hefur hver lygi sjö vini, það þýðir að það mun vinda upp á sig og gera vesen, miklu meira vesen en þig hefur órað fyrir. Þú ert í eðli þínu jarðýta og ýtir á undan þér hlutunum en stundum finnst þér eins og risa stórt fjall standi í vegi fyrir þér og þú komist ekki fram hjá því, en það er nú bara bull og vitleysa. Þú verður að athuga að þú ert bogmaður og hefur þar af leiðandi meiri kraft og hugrekki en flest önnur merki. Láttu ekki vitleysuna draga þig niður í þungann, því að þú átt það til og þá hverfur allt þitt afl. Þú átt eftir að koma svo mörgu mikilvægu til leiðar, sem sérstaklega snertir fjölskyldu þína og ástina, sem er allt í kringum þig. Ekki berjast við neinn, leggðu frekar niður vopnin og steinhættu að tala við þá manneskju sem þér finnst að sé að berjast við þig. Stríðinu mun ljúka þegar þú hættir að einblína á þær persónur sem þér finnst vera fyrirstaða í lífi þínu. Nýjar hugmyndir munu koma til þín til þess að leysa úr þeim erfiðleikum sem þér finnst þú standa í. Þú skalt því taka áhættu því að Júpíter er þín pláneta sem gefur þér gott gengi, svo að gakktu skrefi lengra en þú þorir. Desemberskilaboðin: Hamingjan býr heima hjá þér.Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira