Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Þorgeir Helgason skrifar 3. desember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fól Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum í gær. Vísir/Eyþór „Við höfum átt gott samtal við hina flokkana að undanförnu og við viljum taka þráðinn upp á ný,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboð fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni í gær. Áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fengið umboðið en ekki haft erindi sem erfiði við myndun ríkisstjórnar. „Það er búið að reyna til þrautar önnur stjórnarmyndunarform. Ég held að það sem hafi aðallega breyst frá því að við reyndum síðast sé að fólk hefur haft rými til að fara dýpra ofan í þessi málefni sem fólk hefur upplifað óbrúanleg,“ segir Birgitta. Píratar séu opnir fyrir því að leiðtogi annars flokks í viðræðunum yrði forsætisráðherra. Sá yrði að geta leitt fimm flokka samstarf. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara strax í þessi mál sem standa út af og sjá hvort það sé hægt að ná einhverri lendingu þar. Ef það er ekki hægt fer ég og skila umboðinu til forsetans,“ segir Birgitta. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn vera bjartsýnan í garð viðræðnanna. „Við höfum lagt til að halda áfram viðræðum við hina fjóra flokkana vegna þess að okkur finnst eins og þær viðræður hafi ekki verið fullreyndar,“ segir Björt. Logi Már Einarsson er sama sinnis og Björt og segir Samfylkinguna ætla að nálgast viðræðurnar til þess að klára þær. „Ég gat ekki séð á þeim tíma að það væri ómögulegt að komast að niðurstöðu. Þetta er að mörgu leyti ágætt skref,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir segist ekki átta sig á því hvaða forsendur hafi breyst síðan slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm síðast þegar þegar þeir létu reyna á stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir Vinstri græn þó ætla að nálgast viðræðurnar af opnum hug. „Það er búið að reyna nokkrar útfærslur af stjórnarmyndun án árangurs. Ég hefði talið mjög eðlilegt að fólk settist niður og ræddi möguleikann á myndun þjóðstjórnar til skemmri tíma svo hægt væri að kjósa á ný. Öðrum finnst það hins vegar ekki tímabært,“ segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna. „Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
„Við höfum átt gott samtal við hina flokkana að undanförnu og við viljum taka þráðinn upp á ný,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboð fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni í gær. Áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fengið umboðið en ekki haft erindi sem erfiði við myndun ríkisstjórnar. „Það er búið að reyna til þrautar önnur stjórnarmyndunarform. Ég held að það sem hafi aðallega breyst frá því að við reyndum síðast sé að fólk hefur haft rými til að fara dýpra ofan í þessi málefni sem fólk hefur upplifað óbrúanleg,“ segir Birgitta. Píratar séu opnir fyrir því að leiðtogi annars flokks í viðræðunum yrði forsætisráðherra. Sá yrði að geta leitt fimm flokka samstarf. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara strax í þessi mál sem standa út af og sjá hvort það sé hægt að ná einhverri lendingu þar. Ef það er ekki hægt fer ég og skila umboðinu til forsetans,“ segir Birgitta. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn vera bjartsýnan í garð viðræðnanna. „Við höfum lagt til að halda áfram viðræðum við hina fjóra flokkana vegna þess að okkur finnst eins og þær viðræður hafi ekki verið fullreyndar,“ segir Björt. Logi Már Einarsson er sama sinnis og Björt og segir Samfylkinguna ætla að nálgast viðræðurnar til þess að klára þær. „Ég gat ekki séð á þeim tíma að það væri ómögulegt að komast að niðurstöðu. Þetta er að mörgu leyti ágætt skref,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir segist ekki átta sig á því hvaða forsendur hafi breyst síðan slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm síðast þegar þegar þeir létu reyna á stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir Vinstri græn þó ætla að nálgast viðræðurnar af opnum hug. „Það er búið að reyna nokkrar útfærslur af stjórnarmyndun án árangurs. Ég hefði talið mjög eðlilegt að fólk settist niður og ræddi möguleikann á myndun þjóðstjórnar til skemmri tíma svo hægt væri að kjósa á ný. Öðrum finnst það hins vegar ekki tímabært,“ segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna. „Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira