Forsetinn með hugann við stjórnarmyndun: „Í tíð Kristjáns virtist sumum stjórnmálaleiðtogum ... ósárt um að enginn árangur næðist“ Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2016 18:30 Forseti Íslands segir að nú sé lag að bæta vinnubrögð á Alþingi og endurreisa virðingu þess því fleira hafi hrunið en bankar haustið 2008. Eftir síðustu kosningar hefðu miklar breytingar átt sér stað á samsetningu Alþingis og endurheimt trausts væri bæði möguleg og brýn. Það er mjög hátíðleg athöfn í hvert skipti sem Alþingi er sett. Meðal gesta eru sendiherrar allra þeirra ríkja sem eru með sendiráð í Reykjavík. Setning Alþingis hófst að venju með því að flestir þingmenn gengu til messu í Dómkirkjunni þar sem Sr. Hjálmar Jónsson predikaði, Sr. Sveinn Valgeirsson þjónaði og Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands fór með bæn og blessun. Þetta var fyrsta þingsetning nýkjörins forseta og eiginkonu hans Elízu Reid. Guðni sýndi enn og aftur að hann er mjög óformlegur. Þegar hann sá að sitjandi heilbrigðisráðherra hafði misst messuskrána á gólfið gekk forsetinn fram kirkjugólfið og teygði sig eftir skránni og rétti ráðherra sem þakkaði pent fyrir sig. Að lokinni messu var gengið frá Dómkirkjunni í Alþingishúsið og þar sameinuðust þeir þingmenn sem ekki sóttu messu kirkjugestum og hlýddu á forseta Íslands setja þingið. Forsetinn minntist endurreisnar Alþingis árið 1845 um hálfri öld eftir að þinghald lagðist af á þingvöllum. Íslendingar litu enn með virðingu til Alþingis á þjóðveldisöld það sem sú viska væri kominn að ef menn slitu í sundur lögin slitu þeir friðinn. „Og sömuleiðis þau sannindi að málamiðlanir eru nauðsynlegar á Alþingi,“ sagði Guðni.Nánast stöðug stjórnarkreppa í tíð Kristjáns Eldjárn Frá þessari áminningu hélt forsetinn inn í nútímann og minntist þess að í forsetatíð Kristjáns Eldjárns hafi oft verið erftitt að mynda ríkisstjórnir. Nánast hafi til dæmis ríkt stöðug stjórnarkreppa á árunum 1978 til 1980. „Auk þess bættist annar vandi við. Í tíð Kristjáns virtist sumum stjórnmálaleiðtogum sem stóðu í stjórnarmyndunarviðræðum ósárt um að enginn árangur næðist. Því þá kæmi röðin um síðir að þeim sjálfum að leiða þær. Heiðurinn yrði svo þeirra ef vel tækist til,“ sagði forsetinn. Ekki er ljóst hvort hann var með þessum orðum að vísa til leiðtoga stjórnmálaflokkanna í dag. Hins vegar sagði hann að þrátt fyrir stjórnarkreppur á fyrri tíð hafi menn þó almennt treyst Alþingi. „Sú er því miður ekki raunin um okkar daga. Fleira hrundi en bankar haustið 2008. Fólki fannst þingið hafa brugðist. Þótt margt hafi breyst til batnaðar er ljóst að ekki hefur skapast á ný það traust sem þarf að ríkja milli þings og þjóðar,“ sagði Guðni. Þótt störf Alþingis færu að mesu fram í nefndum fengju umræður í þingsal mesta athygli í fjölmiðlum og þar þyrfti að laga ýmislegt. Brýndi forsetinn nýtt þing til dáða í þeim efnum.Aldrei jafnmargir nýliðar á Alþingi Guðni vakti athygli á að aldrei hefðu jafnmargir nýliðar sest á Alþingi og nú eða rúmur helmingur þingmanna, meðalaldur hefði aldrei verið lægri eða 46 ár, þingreynsla væri að meðaltali fjögur ár og aldrei verið minni og aldrei hefðu fleiri konur sest á Alþingi en þær væru nú um 47 prósent þingmanna. „Endurheimt trausts er í senn möguleg og brýn. Nú er lag að auka vegsemd þingsins og virðingu. Takast vissulega á í þingsal. Deila hart ef svo ber undir en bæta vinnubrögðin, viðmótið, reglur og þingsköp,“ sagði Guðni. Í lokin óskaði forsetinn öllum þingmönnum velfarnaðar og sagðist vona að störf þingsins í þágu þjóðarinnar verði gifturík. „Að þeir miðli málum þannig að allir hafi nakkvað til síns máls og glæði um leið vonir hins komanda tíma. Að svo mæltu bið ég alþingismenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum,“ sagði forsetinn. Samkvæmt hefðinni tók þá Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra til máls og mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð, Ísland lifi, húrra, húrra, húrra, húrra.“ Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Forseti Íslands segir að nú sé lag að bæta vinnubrögð á Alþingi og endurreisa virðingu þess því fleira hafi hrunið en bankar haustið 2008. Eftir síðustu kosningar hefðu miklar breytingar átt sér stað á samsetningu Alþingis og endurheimt trausts væri bæði möguleg og brýn. Það er mjög hátíðleg athöfn í hvert skipti sem Alþingi er sett. Meðal gesta eru sendiherrar allra þeirra ríkja sem eru með sendiráð í Reykjavík. Setning Alþingis hófst að venju með því að flestir þingmenn gengu til messu í Dómkirkjunni þar sem Sr. Hjálmar Jónsson predikaði, Sr. Sveinn Valgeirsson þjónaði og Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands fór með bæn og blessun. Þetta var fyrsta þingsetning nýkjörins forseta og eiginkonu hans Elízu Reid. Guðni sýndi enn og aftur að hann er mjög óformlegur. Þegar hann sá að sitjandi heilbrigðisráðherra hafði misst messuskrána á gólfið gekk forsetinn fram kirkjugólfið og teygði sig eftir skránni og rétti ráðherra sem þakkaði pent fyrir sig. Að lokinni messu var gengið frá Dómkirkjunni í Alþingishúsið og þar sameinuðust þeir þingmenn sem ekki sóttu messu kirkjugestum og hlýddu á forseta Íslands setja þingið. Forsetinn minntist endurreisnar Alþingis árið 1845 um hálfri öld eftir að þinghald lagðist af á þingvöllum. Íslendingar litu enn með virðingu til Alþingis á þjóðveldisöld það sem sú viska væri kominn að ef menn slitu í sundur lögin slitu þeir friðinn. „Og sömuleiðis þau sannindi að málamiðlanir eru nauðsynlegar á Alþingi,“ sagði Guðni.Nánast stöðug stjórnarkreppa í tíð Kristjáns Eldjárn Frá þessari áminningu hélt forsetinn inn í nútímann og minntist þess að í forsetatíð Kristjáns Eldjárns hafi oft verið erftitt að mynda ríkisstjórnir. Nánast hafi til dæmis ríkt stöðug stjórnarkreppa á árunum 1978 til 1980. „Auk þess bættist annar vandi við. Í tíð Kristjáns virtist sumum stjórnmálaleiðtogum sem stóðu í stjórnarmyndunarviðræðum ósárt um að enginn árangur næðist. Því þá kæmi röðin um síðir að þeim sjálfum að leiða þær. Heiðurinn yrði svo þeirra ef vel tækist til,“ sagði forsetinn. Ekki er ljóst hvort hann var með þessum orðum að vísa til leiðtoga stjórnmálaflokkanna í dag. Hins vegar sagði hann að þrátt fyrir stjórnarkreppur á fyrri tíð hafi menn þó almennt treyst Alþingi. „Sú er því miður ekki raunin um okkar daga. Fleira hrundi en bankar haustið 2008. Fólki fannst þingið hafa brugðist. Þótt margt hafi breyst til batnaðar er ljóst að ekki hefur skapast á ný það traust sem þarf að ríkja milli þings og þjóðar,“ sagði Guðni. Þótt störf Alþingis færu að mesu fram í nefndum fengju umræður í þingsal mesta athygli í fjölmiðlum og þar þyrfti að laga ýmislegt. Brýndi forsetinn nýtt þing til dáða í þeim efnum.Aldrei jafnmargir nýliðar á Alþingi Guðni vakti athygli á að aldrei hefðu jafnmargir nýliðar sest á Alþingi og nú eða rúmur helmingur þingmanna, meðalaldur hefði aldrei verið lægri eða 46 ár, þingreynsla væri að meðaltali fjögur ár og aldrei verið minni og aldrei hefðu fleiri konur sest á Alþingi en þær væru nú um 47 prósent þingmanna. „Endurheimt trausts er í senn möguleg og brýn. Nú er lag að auka vegsemd þingsins og virðingu. Takast vissulega á í þingsal. Deila hart ef svo ber undir en bæta vinnubrögðin, viðmótið, reglur og þingsköp,“ sagði Guðni. Í lokin óskaði forsetinn öllum þingmönnum velfarnaðar og sagðist vona að störf þingsins í þágu þjóðarinnar verði gifturík. „Að þeir miðli málum þannig að allir hafi nakkvað til síns máls og glæði um leið vonir hins komanda tíma. Að svo mæltu bið ég alþingismenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum,“ sagði forsetinn. Samkvæmt hefðinni tók þá Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra til máls og mælti: „Heill forseta vorum og fósturjörð, Ísland lifi, húrra, húrra, húrra, húrra.“
Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira