Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2016 13:00 Notalegt er nýtt jólalag með Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius. Lagið er hluti af hefð sem hefur skapast í kringum árlega Hátíðartónleika Sigurðar og Sigríðar í Hörpu, sem fara nú fram í þriðja sinn þann 20. desember næstkomandi. Áður hafa komið út lögin Hjarta mitt og Freistingar en bæði lögin nutu mikilla vinsælda. Notalegt er lag sem sannarlega stendur undir nafni og myndbandið, teiknað af Rán Flygenring, klæðir lagið í hinn notalegasta búning. Lag og texti er eftir Sigurð Guðmundsson sjálfan. Sigríður segir að lagið hafi fengið sitt eigið líf í stúdíóinu og orðið stærra en áætlað var. „Við fórum bara í stúdíóið og ætluðum að gera eitthvað lítið og sætt með bara píanó og söng. Áður en við vissum af var útsetningin orðin miklu stærri og við farin að taka upp strengi og með því.“ Sigríður segir jafnframt að í kjölfarið hafi þau viljað að gera laginu enn hærra undir höfði með viðeigandi myndbandi. „Við höfðum því samband við Rán sem leist strax vel á lagið og hugmyndir okkar. Hún skilaði síðan af sér þessu yndislega myndbandi sem okkur finnst passa fullkomnlega við lagið.“ „Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara."Lagið og myndbandið er að finna í spilaranum að ofan. Jólafréttir Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Notalegt er nýtt jólalag með Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius. Lagið er hluti af hefð sem hefur skapast í kringum árlega Hátíðartónleika Sigurðar og Sigríðar í Hörpu, sem fara nú fram í þriðja sinn þann 20. desember næstkomandi. Áður hafa komið út lögin Hjarta mitt og Freistingar en bæði lögin nutu mikilla vinsælda. Notalegt er lag sem sannarlega stendur undir nafni og myndbandið, teiknað af Rán Flygenring, klæðir lagið í hinn notalegasta búning. Lag og texti er eftir Sigurð Guðmundsson sjálfan. Sigríður segir að lagið hafi fengið sitt eigið líf í stúdíóinu og orðið stærra en áætlað var. „Við fórum bara í stúdíóið og ætluðum að gera eitthvað lítið og sætt með bara píanó og söng. Áður en við vissum af var útsetningin orðin miklu stærri og við farin að taka upp strengi og með því.“ Sigríður segir jafnframt að í kjölfarið hafi þau viljað að gera laginu enn hærra undir höfði með viðeigandi myndbandi. „Við höfðum því samband við Rán sem leist strax vel á lagið og hugmyndir okkar. Hún skilaði síðan af sér þessu yndislega myndbandi sem okkur finnst passa fullkomnlega við lagið.“ „Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara."Lagið og myndbandið er að finna í spilaranum að ofan.
Jólafréttir Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira