450 milljónir í ný verkefni hjá Reykjavíkurborg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2016 19:00 Reykjavíkurborg áætlar að verja um fjögur hundruð og fimmtíu milljónum króna í verkefni sem íbúar í hverfum borgarinnar greiddu atkvæði um í rafrænum kosningum sem lauk aðfaranótt fimmtudags. Um er að ræða smærri nýframkvæmdir og ýmis viðhaldsverkefni sem koma til framkvæmda á næsta ári. Á kjörskrá voru um 99.000 íbúar en af þeim auðkenndu sig rúmlega 9.000 til þátttöku. Þátttakan jókst töluvert frá fyrra ári en 9.4% tóku þátt samanborið við 7.3% árið 2015 þegar fjöldi þátttakenda var tæplega 6500. Kosið var í gegnum vef Reykjavíkurborgar en tillögurnar sem settar voru í kjör voru um 170 verkefni og verða 112 þeirra sett í framkvæmd næsta sumar. Verkefnin eru af ýmsum toga. „Ég get sagt að það frumlegasta sem hlaut kosningu að mínu mati hefur verið þessi ljóð á gangstéttirnar. Þannig að þegar að það rignir þá birtist ljóð á gangstéttum á Ægissíðunni,“ segir Sonja Wiium, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg Miðað við niðurstöður kosninganna er borgarbúum umhugað um umhverfi sitt því því í mörgum hverfum var óskað eftir því að fjölga ruslatunnum og laga göngustíga. Til ráðstöfunar eru um 450 milljónir sem er 50% meira fjármagn en á síðasta ári. Fjármunum er skipt milli hverfa eftir reiknireglu sem tekur mið af fjölda íbúa í hverju hverfi. Eitt fjárfrekasta verkefnið verður ný vatnsrennibraut í sundlauginni Grafarvogi. „Þetta eru bæði nýframkvæmdir og viðhald og skemmtileg afþreying inn í hverfin. Til dæmis eins og heit vaðlaug í Hljómskálagarðinn og svo líka alls konar viðhald og gangstéttar, ný umferðarljós á Ánanaustum og við Lönguhlíð. Allt sem fékk kosningu það fer í framkvæmd næsta sumar og á að vera lokið fyrir árslok 2017,“ segir Sonja. Fleiri konur tóku þátt í könnuninni eða um 58% og er mynstrið svipað eftir öllum hverfum borgarinnar. Sonja segir að verkefnið sé skemmtilegt og krefjandi og reynslan af því að taka íbúa borgarinnar inn í ákvarðanir af þessu tagi hefur reynst góð. „Lýðræðið býður upp á samtal mjög margra og við erum að ryðja brautina fyrir önnur sveitarfélög. En auðvitað erum við að hleypa öllum að borðinu og íbúar hafa skoðun á því hvernig hverfin sín eiga að vera og þar af leiðandi er þetta svolítið stórt umstang. Þetta er stór verkefni,“ segir Sonja. Nánar má kynna sér niðurstöður kosninganna á vef Reykjavíkurborgar. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Reykjavíkurborg áætlar að verja um fjögur hundruð og fimmtíu milljónum króna í verkefni sem íbúar í hverfum borgarinnar greiddu atkvæði um í rafrænum kosningum sem lauk aðfaranótt fimmtudags. Um er að ræða smærri nýframkvæmdir og ýmis viðhaldsverkefni sem koma til framkvæmda á næsta ári. Á kjörskrá voru um 99.000 íbúar en af þeim auðkenndu sig rúmlega 9.000 til þátttöku. Þátttakan jókst töluvert frá fyrra ári en 9.4% tóku þátt samanborið við 7.3% árið 2015 þegar fjöldi þátttakenda var tæplega 6500. Kosið var í gegnum vef Reykjavíkurborgar en tillögurnar sem settar voru í kjör voru um 170 verkefni og verða 112 þeirra sett í framkvæmd næsta sumar. Verkefnin eru af ýmsum toga. „Ég get sagt að það frumlegasta sem hlaut kosningu að mínu mati hefur verið þessi ljóð á gangstéttirnar. Þannig að þegar að það rignir þá birtist ljóð á gangstéttum á Ægissíðunni,“ segir Sonja Wiium, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg Miðað við niðurstöður kosninganna er borgarbúum umhugað um umhverfi sitt því því í mörgum hverfum var óskað eftir því að fjölga ruslatunnum og laga göngustíga. Til ráðstöfunar eru um 450 milljónir sem er 50% meira fjármagn en á síðasta ári. Fjármunum er skipt milli hverfa eftir reiknireglu sem tekur mið af fjölda íbúa í hverju hverfi. Eitt fjárfrekasta verkefnið verður ný vatnsrennibraut í sundlauginni Grafarvogi. „Þetta eru bæði nýframkvæmdir og viðhald og skemmtileg afþreying inn í hverfin. Til dæmis eins og heit vaðlaug í Hljómskálagarðinn og svo líka alls konar viðhald og gangstéttar, ný umferðarljós á Ánanaustum og við Lönguhlíð. Allt sem fékk kosningu það fer í framkvæmd næsta sumar og á að vera lokið fyrir árslok 2017,“ segir Sonja. Fleiri konur tóku þátt í könnuninni eða um 58% og er mynstrið svipað eftir öllum hverfum borgarinnar. Sonja segir að verkefnið sé skemmtilegt og krefjandi og reynslan af því að taka íbúa borgarinnar inn í ákvarðanir af þessu tagi hefur reynst góð. „Lýðræðið býður upp á samtal mjög margra og við erum að ryðja brautina fyrir önnur sveitarfélög. En auðvitað erum við að hleypa öllum að borðinu og íbúar hafa skoðun á því hvernig hverfin sín eiga að vera og þar af leiðandi er þetta svolítið stórt umstang. Þetta er stór verkefni,“ segir Sonja. Nánar má kynna sér niðurstöður kosninganna á vef Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira