Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2016 19:03 Lilja Rafney, Björt Ólafsdóttir, Jón Steindór og Jón Þór Ólafsson eru öll í málefnahópum um atvinnuvegamál í meirihltuaviðræðum VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar ásamt Gunnari Tryggvasyni. Vísir „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem situr í málefnahóp um atvinnuvegamál í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/eyþórKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær við fréttastofu Ríkisútvarpsins að sjávarútvegsmálin og skattamál væru helstu ágreiningsmál flokkanna. Lilja Rafney Magnúsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna í málefnahópnum um atvinnuvegamál, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata, Jón Steindór Valdimarsson fyrir Viðreisn, Gunnar Tryggvason fyrir Samfylkinguna og fyrrnefnd Björt fyrir Bjarta framtíð. Björt segir í samtali við Vísi að það liggi fyrir að Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin hafi talað fyrir markaðslausnum. „Og hafa talað dálítið heilt yfir á svipuðum nótum,“ segir Björt. „Eftir daginn í dag finnst mér tilefni til að halda viðræðunum áfram því mér finnst fólk vera opið fyrir því að finna lendingu í þessum málum.“Píratar, Björt framtíð, Samfylkingin og Viðreisn hafa talað fyrir markaðslausnum en Vinstri græn hafa ekki verið eins hlynnt þeirri leið.vísir/vilhelmHún segist finna fyrir vilja til að hlusta á aðrar hugmyndir og að mæta ýmsum sjónarmiðum. „Það fólk sem var ekki að ræða áður markaðslausnir og var kannski hrætt við þær, er tilbúið að hlusta hvernig er hægt að mæta ýmsum sjónarmiðum, eins og byggðasjónarmiðum með þessum leiðum. Það veit á gott.“ Jón Steindór hjá Viðreisn segir það liggja ljóst fyrir hverjir vilja fara markaðsleið og Vinstri græn hafi ekki verið þeirrar skoðunar að það sé leiðin sem á að fara. „Hins vegar höfum við verið að ræða þetta fram og til baka og það er ekkert útséð hvernig það endar. Við skulum segja að það sé meiningarmunur á aðferðum og ýmsu sem tengist fyrirkomulagi kvótamála, sérstaklega hvað varðar byggðarkvóta og byggðapotta og þess háttar sem við erum kannski ekki sammála. En það eru kannski stærsta atriðið í málinu, með markaðstenginguna,“ segir Jón Steindór. Hann segir flokkanna hafa þokast nær í viðræðunum í dag. „Við fórum í aðra umferð sjávarútvegsmálunum og menn viðruðu hugmyndir og hugsanlega einhverjar leiðir til að reyna að nálgast meira. Það gekk í sjálfu sér ekkert illa en það er langt í land ennþá. En menn þokuðust nær.“ Formlegum viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar var slitið í síðustu viku vegna þess að flokkarnir náðu ekki saman í Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Viðreisn vildi fara uppboðsleiðina og Björt framtíð talaði á svipuðum nótum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi óbreytt kerfi. Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem situr í málefnahóp um atvinnuvegamál í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/eyþórKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær við fréttastofu Ríkisútvarpsins að sjávarútvegsmálin og skattamál væru helstu ágreiningsmál flokkanna. Lilja Rafney Magnúsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna í málefnahópnum um atvinnuvegamál, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata, Jón Steindór Valdimarsson fyrir Viðreisn, Gunnar Tryggvason fyrir Samfylkinguna og fyrrnefnd Björt fyrir Bjarta framtíð. Björt segir í samtali við Vísi að það liggi fyrir að Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin hafi talað fyrir markaðslausnum. „Og hafa talað dálítið heilt yfir á svipuðum nótum,“ segir Björt. „Eftir daginn í dag finnst mér tilefni til að halda viðræðunum áfram því mér finnst fólk vera opið fyrir því að finna lendingu í þessum málum.“Píratar, Björt framtíð, Samfylkingin og Viðreisn hafa talað fyrir markaðslausnum en Vinstri græn hafa ekki verið eins hlynnt þeirri leið.vísir/vilhelmHún segist finna fyrir vilja til að hlusta á aðrar hugmyndir og að mæta ýmsum sjónarmiðum. „Það fólk sem var ekki að ræða áður markaðslausnir og var kannski hrætt við þær, er tilbúið að hlusta hvernig er hægt að mæta ýmsum sjónarmiðum, eins og byggðasjónarmiðum með þessum leiðum. Það veit á gott.“ Jón Steindór hjá Viðreisn segir það liggja ljóst fyrir hverjir vilja fara markaðsleið og Vinstri græn hafi ekki verið þeirrar skoðunar að það sé leiðin sem á að fara. „Hins vegar höfum við verið að ræða þetta fram og til baka og það er ekkert útséð hvernig það endar. Við skulum segja að það sé meiningarmunur á aðferðum og ýmsu sem tengist fyrirkomulagi kvótamála, sérstaklega hvað varðar byggðarkvóta og byggðapotta og þess háttar sem við erum kannski ekki sammála. En það eru kannski stærsta atriðið í málinu, með markaðstenginguna,“ segir Jón Steindór. Hann segir flokkanna hafa þokast nær í viðræðunum í dag. „Við fórum í aðra umferð sjávarútvegsmálunum og menn viðruðu hugmyndir og hugsanlega einhverjar leiðir til að reyna að nálgast meira. Það gekk í sjálfu sér ekkert illa en það er langt í land ennþá. En menn þokuðust nær.“ Formlegum viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar var slitið í síðustu viku vegna þess að flokkarnir náðu ekki saman í Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Viðreisn vildi fara uppboðsleiðina og Björt framtíð talaði á svipuðum nótum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi óbreytt kerfi.
Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00
Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47
Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16