Benedikt og Birgitta hikandi þegar talið barst að stjórnarmyndunarumboði Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 18:47 „Það var kannski breiðast bilið í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og svo virtust skattamálin erfið,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 spurður hvað varð til þess að Katrín Jakobsdóttir ákvað að slíta viðræðum Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Benedikt sagði að það hefði einnig komið á óvart að staðan í ríkisfjármálum væri ekki betri en áður hafði verið haldið fram. Til dæmis hefðu verið ákveðin útgjöld á síðasta þingi sem ekki rúmast fyrir á ríkisfjárlögum. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að það hefði verið vitað fyrir fram að langt væri á milli þessara fimm flokka sem allir eru með ólíkar áherslur. Hann sagðist samt að menn hefðu verið jákvæðir fyrir þessari vinnu en því miður hefði hún ekki gengið. Benedikt var spurður hvort Viðreisn myndi óska eftir stjórnarmyndunarumboðinu en hann svaraði því til að hann væri ekki viss um það. „Staðan er mjög snúin og nú er það bara hver getur gert mest gagn í því að ná flokkunum sama. Menn verða að láta málefnin ráða og svo þarf að vera starfhæfur meirihluti,“ sagði Benedikt. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ekki átta sig á því hvers vegna viðræðunum var slitið því verið var að finna málamiðlanir varðandi skattstofna og sjávarútvegsmálin. Náðst hafði sátt um stjórnarskrármálið en ekki var búið að fara yfir landbúnaðarmálinu. Hún hrósaði Vinstri grænum fyrir að málefnavinnuna en hún sagði það ekki vera sína skynjun að þessir fimm flokkar væru svo langt frá hver öðrum. Birgitta var spurð hvort Píratar myndu þiggja stjórnarmyndunarumboðið úr hendi forseta Íslands. „Við vorum búin að upplýsa Guðna að ef röðin kæmi að okkur værum við tilbúin að leiða,“ svaraði Birgitta. Hún sagði að nú sé staðan þannig að engir af þessum flokkum virðast geta unnið saman alla leið og þá þurfi kannski að gera eitthvað öðruvísi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
„Það var kannski breiðast bilið í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og svo virtust skattamálin erfið,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 spurður hvað varð til þess að Katrín Jakobsdóttir ákvað að slíta viðræðum Vinstri grænna, Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Benedikt sagði að það hefði einnig komið á óvart að staðan í ríkisfjármálum væri ekki betri en áður hafði verið haldið fram. Til dæmis hefðu verið ákveðin útgjöld á síðasta þingi sem ekki rúmast fyrir á ríkisfjárlögum. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að það hefði verið vitað fyrir fram að langt væri á milli þessara fimm flokka sem allir eru með ólíkar áherslur. Hann sagðist samt að menn hefðu verið jákvæðir fyrir þessari vinnu en því miður hefði hún ekki gengið. Benedikt var spurður hvort Viðreisn myndi óska eftir stjórnarmyndunarumboðinu en hann svaraði því til að hann væri ekki viss um það. „Staðan er mjög snúin og nú er það bara hver getur gert mest gagn í því að ná flokkunum sama. Menn verða að láta málefnin ráða og svo þarf að vera starfhæfur meirihluti,“ sagði Benedikt. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagðist ekki átta sig á því hvers vegna viðræðunum var slitið því verið var að finna málamiðlanir varðandi skattstofna og sjávarútvegsmálin. Náðst hafði sátt um stjórnarskrármálið en ekki var búið að fara yfir landbúnaðarmálinu. Hún hrósaði Vinstri grænum fyrir að málefnavinnuna en hún sagði það ekki vera sína skynjun að þessir fimm flokkar væru svo langt frá hver öðrum. Birgitta var spurð hvort Píratar myndu þiggja stjórnarmyndunarumboðið úr hendi forseta Íslands. „Við vorum búin að upplýsa Guðna að ef röðin kæmi að okkur værum við tilbúin að leiða,“ svaraði Birgitta. Hún sagði að nú sé staðan þannig að engir af þessum flokkum virðast geta unnið saman alla leið og þá þurfi kannski að gera eitthvað öðruvísi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41