Stefnir í stjórnarkreppu Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. vísir/Anton Brink Hæpið er að Björt framtíð fari í ríkisstjórnarsamstarf án Viðreisnar, þrátt fyrir að tvennar stjórnarmyndunarviðræður þar sem flokkarnir hafa gengið samhliða, hafi runnið út í sandinn. Einörð afstaða Viðreisnar í sjávarútvegs-, og Evrópumálum annars vegar og skattamálum hinsvegar hefur komið í veg fyrir að til ríkisstjórnarsamstarfs hafi verið stofnað. „Björt framtíð er auðvitað ekkert í hjónabandi með Viðreisn, en samstarfið við þau hefur verið gott og verið á málefnalegum grundvelli. Við erum tveir flokkar sem sameinast á miðjunni og út frá frjálslyndum viðhorfum. Við höfum gert þá rödd sterkari saman, og það er fyrst og fremst það sem okkur í Bjartri framtíð finnst mjög mikilvægt,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka undir stjórn Vinstri grænna slitnaði seinni partinn í gær þegar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, á tveggja manna fundi þeirra að hann hefði ekki sannfæringu fyrir samstarfinu. Ákvörðun Katrínar um að viðræðunum væri þar með sjálfhætt var tilkynnt á fundi formannanna fimm skömmu síðar. Hugmyndir VG um aukinn fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt og hátekjuskatt stóðu í Viðreisn en heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð hafi ekki gengið alveg í takt við Viðreisn þegar kom að því að slíta stjórnarmyndunarviðræðunum. Björt segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórnarsamstarf sem hafni forræðishyggju og hafi frjálslyndi og framsýni að leiðarljósi. „Hingað til hafa flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri ekki staðsett sig þar.“ Katrín Jakobsdóttir kemur til með að ræða við forseta Íslands í dag um framhaldið og hvort henni beri að skila stjórnarmyndunarumboðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrst verði gerð tilraun til að ræða við Framsóknarflokkinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Hæpið er að Björt framtíð fari í ríkisstjórnarsamstarf án Viðreisnar, þrátt fyrir að tvennar stjórnarmyndunarviðræður þar sem flokkarnir hafa gengið samhliða, hafi runnið út í sandinn. Einörð afstaða Viðreisnar í sjávarútvegs-, og Evrópumálum annars vegar og skattamálum hinsvegar hefur komið í veg fyrir að til ríkisstjórnarsamstarfs hafi verið stofnað. „Björt framtíð er auðvitað ekkert í hjónabandi með Viðreisn, en samstarfið við þau hefur verið gott og verið á málefnalegum grundvelli. Við erum tveir flokkar sem sameinast á miðjunni og út frá frjálslyndum viðhorfum. Við höfum gert þá rödd sterkari saman, og það er fyrst og fremst það sem okkur í Bjartri framtíð finnst mjög mikilvægt,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka undir stjórn Vinstri grænna slitnaði seinni partinn í gær þegar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, á tveggja manna fundi þeirra að hann hefði ekki sannfæringu fyrir samstarfinu. Ákvörðun Katrínar um að viðræðunum væri þar með sjálfhætt var tilkynnt á fundi formannanna fimm skömmu síðar. Hugmyndir VG um aukinn fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt og hátekjuskatt stóðu í Viðreisn en heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð hafi ekki gengið alveg í takt við Viðreisn þegar kom að því að slíta stjórnarmyndunarviðræðunum. Björt segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórnarsamstarf sem hafni forræðishyggju og hafi frjálslyndi og framsýni að leiðarljósi. „Hingað til hafa flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri ekki staðsett sig þar.“ Katrín Jakobsdóttir kemur til með að ræða við forseta Íslands í dag um framhaldið og hvort henni beri að skila stjórnarmyndunarumboðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrst verði gerð tilraun til að ræða við Framsóknarflokkinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira