Viðhald situr á hakanum á yfirfullum deildum Landspítala Svavar Hávarðsson skrifar 26. nóvember 2016 07:15 Svo þröngt er setið á LSH að viðhald eldra húsnæðis er háð uppbyggingu nýja spítalans. Vísir/Pjetur Viðhald á mörgum af legudeildum Landspítalans er orðið mjög aðkallandi, enda húsnæðið áratuga gamalt. Allt húsnæði spítalans er hins vegar svo gjörnýtt að erfitt er að koma við viðhaldi innanstokks, því það er ekki hægt að flytja starfsemi legudeildanna annað. Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans, segir viðhald utanhúss á mörgum af stærri húsum Landspítalans hafa staðið yfir undanfarin ár. Það er ekki beinlínis tengt fréttum af myglu og heilsutengdum vanda starfsmanna spítalans en þekkt mygluvandamál hafa verið í aðalbyggingu og á geðdeild spítalans við Hringbraut, endurhæfingardeildinni á Grensás og víðar. Þá hefur viðhald innanhúss einnig verið í gangi undanfarin ár, þar á meðal í aðalbyggingunni, einni álmu kvennadeildar og geðdeildarbyggingunni við Hringbraut, Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut og í húsnæði endurhæfingardeildarinnar við Grensás. „Síðan erum við að vinna ýmis smærri verkefni vegna lagna sem hafa gefið sig. Skýringin er sú að stærsti hluti okkar húseigna er fimmtíu til áttatíu ára gamall – og fermetrarnir eru um 150.000. Því hefur mátt rekja staðbundnar rakaskemmdir til bilana í lagnakerfum. Uppbygging húsanna frá þessum árum er þannig að leki getur hafa verið að grassera í langan tíma áður en hann kemur fram,“ segir Aðalsteinn og bætir við að oft þurfi að ljúka framkvæmdum utanhúss áður en viðhald hefst innanhúss – en það viðhald er langt á eftir áætlun eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Er þar búið að framkvæma fjórðung af því sem áætlun verkfræðistofunnar Eflu gerði ráð fyrir árin 2014 til 2016. „Vandinn hjá okkur er að spítalinn er svo yfirfullur af starfsemi að erfitt eða útilokað er að loka af heilu hæðunum í nægilega langan tíma til að sinna viðhaldi. Það setur okkur afar þröngar skorður. Nefna má átta til níu af legudeildum okkar sem við höfum skoðað sérstaklega með tilliti til aldurs og ástands. Þar erum við með starfsemi allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þær ættu að vera komnar í endurnýjun fyrir nokkru síðan, enda orðnar 35 til 40 ára gamlar og hafa ekki fengið æskilega endurnýjun, og þar er því allt orðið slitið hvort sem það eru innréttingar eða hreinlætistæki og slíkt. Við erum að lenda í því að skólp- og vatnslagnir eru að gefa sig eins og vænta mátti,“ segir Aðalsteinn og játar því að hendur þeirra sem sinna viðhaldi séu í raun bundnar þangað til nýtt húsnæði spítalans rís. „Við gátum þetta fyrst eftir sameiningu spítalanna – þá var borð fyrir báru. Síðan hefur starfsemi spítalans fyllt upp í hvert rými sem gerir viðhaldsvinnuna erfiðari. Þess vegna safnast verkefnin upp. Þó að fjármunir til viðhaldsins fáist þá komumst við illa að, vegna þess hversu mikil starfsemi er í húsunum,“ segir Aðalsteinn. „Þessi sala á eignum FM-húsa kom okkur hjá Hafnarfjarðarbæ á óvart og vissum við ekki um söluna á þessum eignum fyrr en búið var að selja fyrirtækið,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Í framhaldinu munum við skoða öll málsskjöl og fara ítarlega ofan í málið. Að öðrum kosti get ég ekki tjáð mig um þessa sölu núna.“ Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir samningana sem Hafnarfjarðarbær eigi við FM-hús vera mjög hagstæða fyrir bæjarfélagið. Nú muni fara í hönd endurskipulagning á fyrirtækinu og eignir hreinsaðar úr því þannig að aðeins standi eftir skólahúsin fjögur, þrjú í Hafnarfirði og eitt í Garðabæ. „Reginn hefur sérhæft sig í samstarfi við opinbera aðila um rekstur fasteigna. Það hefur gengið mjög vel til að mynda með Egilshöll í Reykjavík þar sem við erum í góðu sambandi við borgina,“ segir Helgi. Helgi segir það ekki útilokað að selja Hafnarfjarðarbæ þessar eignir í fyllingu tímans. „Það kemur allt til greina í þessum efnum,“ segir Helgi.110% nýting – 85% er æskilegtRúmanýting á Landspítalanum er komin langt yfir þau viðmið sem alþjóðlega teljast ásættanleg.Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er um 85 prósent rúmanýting.Samkvæmt samantekt sem unnin var fyrir Fréttablaðið hefur rúmanýtingin nú í nóvember hins vegar verið 100 prósent á spítalanum í heild og farið svo hátt sem 102 til 110 prósent á einstökum sviðum og hæst á flæði-, lyflækninga- og skurðlækningasviði.Þessar tölur þýða í raun gangainnlagnir, verri þjónustu og minna öryggi – ekki síst vegna aukinnar sýkingarhættu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Viðhald á mörgum af legudeildum Landspítalans er orðið mjög aðkallandi, enda húsnæðið áratuga gamalt. Allt húsnæði spítalans er hins vegar svo gjörnýtt að erfitt er að koma við viðhaldi innanstokks, því það er ekki hægt að flytja starfsemi legudeildanna annað. Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans, segir viðhald utanhúss á mörgum af stærri húsum Landspítalans hafa staðið yfir undanfarin ár. Það er ekki beinlínis tengt fréttum af myglu og heilsutengdum vanda starfsmanna spítalans en þekkt mygluvandamál hafa verið í aðalbyggingu og á geðdeild spítalans við Hringbraut, endurhæfingardeildinni á Grensás og víðar. Þá hefur viðhald innanhúss einnig verið í gangi undanfarin ár, þar á meðal í aðalbyggingunni, einni álmu kvennadeildar og geðdeildarbyggingunni við Hringbraut, Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut og í húsnæði endurhæfingardeildarinnar við Grensás. „Síðan erum við að vinna ýmis smærri verkefni vegna lagna sem hafa gefið sig. Skýringin er sú að stærsti hluti okkar húseigna er fimmtíu til áttatíu ára gamall – og fermetrarnir eru um 150.000. Því hefur mátt rekja staðbundnar rakaskemmdir til bilana í lagnakerfum. Uppbygging húsanna frá þessum árum er þannig að leki getur hafa verið að grassera í langan tíma áður en hann kemur fram,“ segir Aðalsteinn og bætir við að oft þurfi að ljúka framkvæmdum utanhúss áður en viðhald hefst innanhúss – en það viðhald er langt á eftir áætlun eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Er þar búið að framkvæma fjórðung af því sem áætlun verkfræðistofunnar Eflu gerði ráð fyrir árin 2014 til 2016. „Vandinn hjá okkur er að spítalinn er svo yfirfullur af starfsemi að erfitt eða útilokað er að loka af heilu hæðunum í nægilega langan tíma til að sinna viðhaldi. Það setur okkur afar þröngar skorður. Nefna má átta til níu af legudeildum okkar sem við höfum skoðað sérstaklega með tilliti til aldurs og ástands. Þar erum við með starfsemi allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þær ættu að vera komnar í endurnýjun fyrir nokkru síðan, enda orðnar 35 til 40 ára gamlar og hafa ekki fengið æskilega endurnýjun, og þar er því allt orðið slitið hvort sem það eru innréttingar eða hreinlætistæki og slíkt. Við erum að lenda í því að skólp- og vatnslagnir eru að gefa sig eins og vænta mátti,“ segir Aðalsteinn og játar því að hendur þeirra sem sinna viðhaldi séu í raun bundnar þangað til nýtt húsnæði spítalans rís. „Við gátum þetta fyrst eftir sameiningu spítalanna – þá var borð fyrir báru. Síðan hefur starfsemi spítalans fyllt upp í hvert rými sem gerir viðhaldsvinnuna erfiðari. Þess vegna safnast verkefnin upp. Þó að fjármunir til viðhaldsins fáist þá komumst við illa að, vegna þess hversu mikil starfsemi er í húsunum,“ segir Aðalsteinn. „Þessi sala á eignum FM-húsa kom okkur hjá Hafnarfjarðarbæ á óvart og vissum við ekki um söluna á þessum eignum fyrr en búið var að selja fyrirtækið,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Í framhaldinu munum við skoða öll málsskjöl og fara ítarlega ofan í málið. Að öðrum kosti get ég ekki tjáð mig um þessa sölu núna.“ Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir samningana sem Hafnarfjarðarbær eigi við FM-hús vera mjög hagstæða fyrir bæjarfélagið. Nú muni fara í hönd endurskipulagning á fyrirtækinu og eignir hreinsaðar úr því þannig að aðeins standi eftir skólahúsin fjögur, þrjú í Hafnarfirði og eitt í Garðabæ. „Reginn hefur sérhæft sig í samstarfi við opinbera aðila um rekstur fasteigna. Það hefur gengið mjög vel til að mynda með Egilshöll í Reykjavík þar sem við erum í góðu sambandi við borgina,“ segir Helgi. Helgi segir það ekki útilokað að selja Hafnarfjarðarbæ þessar eignir í fyllingu tímans. „Það kemur allt til greina í þessum efnum,“ segir Helgi.110% nýting – 85% er æskilegtRúmanýting á Landspítalanum er komin langt yfir þau viðmið sem alþjóðlega teljast ásættanleg.Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er um 85 prósent rúmanýting.Samkvæmt samantekt sem unnin var fyrir Fréttablaðið hefur rúmanýtingin nú í nóvember hins vegar verið 100 prósent á spítalanum í heild og farið svo hátt sem 102 til 110 prósent á einstökum sviðum og hæst á flæði-, lyflækninga- og skurðlækningasviði.Þessar tölur þýða í raun gangainnlagnir, verri þjónustu og minna öryggi – ekki síst vegna aukinnar sýkingarhættu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira