Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2016 12:08 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Eyþór Þingmaður Vinstri grænna segir að það gæti verið spennandi kostur að reyna myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Pírötum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. Engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram síðan Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar. Forystufólk flokkanna var sammála um að gærdagurinn hefði verið rólegur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði á Bessastöðum fyrir helgi að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum.Skynsamlegast að þing komi samanBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir alla flokka vera að ræða saman.„Þó að fólk hafi haft hægt um sig í gær að þá auðvitað áttu sér stað samtöl og allt slíkt en óformlegt með öllu. En ég auðvitað tel og hef sagt það að það væri skynsamlegast að þingið komi saman og fari að vinna við fjárlög. Skipað verði í nefndir til bráðabirgða burtséð frá því hvort það verði búið að mynda ríkisstjórn hér eftir helgina. Mér finnst óþarfi að bíða til 6. desember,” segir Bjarkey. Það gæti orðið til þess að hraða myndun nýrrar ríkisstjórnar að kalla saman Alþingi. Vilji er til þess innan Pírata og Samfylkingar að hefja aftur viðræður um myndun fimm flokka ríkisstjórnar með Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarkey segir það hins vegar ekki raunhæft. „Mér finnst það endurspeglast í orðum Benedikt Jóhannssonar í gær þar sem að hann segir að það hafi verið lengra á milli þessara fimm flokka heldur en þeirra og sjálfstæðismanna. Það finnst mér eiginlega segja meira en margt annað. Þannig að ég sé ekki að það gæti gengið,“ segir Bjarkey og vísar til ummæla Benedikt Jóhannssonar, formanns Viðreisnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær.Spennandi kosturVarðandi framhaldið sé allt opið.„Það er auðvitað hægt að gera ýmislegt. Ég hef sagt að það gæti verið spennandi kostur, og kannski ákall eftir því með niðurstöðum kosninganna þar sem þær eru flóknar, að sjá saman Vinstri græn, Pírata og Sjálfstæðisflokkinn. Þó að það virðist vera útilokað, það er að segja bæði Sjálfstæðisflokkur og Píratar hafa útilokað hvorn annan. En þá gæti það verið svona spennandi niðurstaða,” segir Bjarkey.Skoða samstarf við VG ef annað gengur ekki uppGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir þá flokka sem ætla að starfa saman í ríkisstjórn þurfa að gefa eftir sínar ítrustu kröfur. „Auðvitað snýst þetta um að ná annars vegar þeim málefnum sem að við leggjum áherslu á, ná þeim fram í stjórnarsáttmála, og hins vegar að það sé stjórnarmeirihluti sem að þoli þá ágjöf sem að verður alltaf þegar að ríkisstjórn starfar,” segir Guðlaugur.Telur þú líklegt að það gæti orðið sátt um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og þriðja flokks?„Það er einn af valkostunum. Ef að önnur módel ganga ekki saman að þá verða menn að skoða þann þáttinn, það segir sig sjálft,” segir Guðlaugur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar. 26. nóvember 2016 07:00 Ekki bara málefnin sem stóðu í vegi fyrir viðræðunum heldur einnig „menningarmunur“ flokkanna "Ég hefði talið að við hefðum átt að geta náð saman um þetta“ segir Katrín Jakobsdóttir sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í hádeginu. 26. nóvember 2016 13:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir að það gæti verið spennandi kostur að reyna myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Pírötum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. Engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram síðan Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar. Forystufólk flokkanna var sammála um að gærdagurinn hefði verið rólegur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði á Bessastöðum fyrir helgi að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum.Skynsamlegast að þing komi samanBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir alla flokka vera að ræða saman.„Þó að fólk hafi haft hægt um sig í gær að þá auðvitað áttu sér stað samtöl og allt slíkt en óformlegt með öllu. En ég auðvitað tel og hef sagt það að það væri skynsamlegast að þingið komi saman og fari að vinna við fjárlög. Skipað verði í nefndir til bráðabirgða burtséð frá því hvort það verði búið að mynda ríkisstjórn hér eftir helgina. Mér finnst óþarfi að bíða til 6. desember,” segir Bjarkey. Það gæti orðið til þess að hraða myndun nýrrar ríkisstjórnar að kalla saman Alþingi. Vilji er til þess innan Pírata og Samfylkingar að hefja aftur viðræður um myndun fimm flokka ríkisstjórnar með Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarkey segir það hins vegar ekki raunhæft. „Mér finnst það endurspeglast í orðum Benedikt Jóhannssonar í gær þar sem að hann segir að það hafi verið lengra á milli þessara fimm flokka heldur en þeirra og sjálfstæðismanna. Það finnst mér eiginlega segja meira en margt annað. Þannig að ég sé ekki að það gæti gengið,“ segir Bjarkey og vísar til ummæla Benedikt Jóhannssonar, formanns Viðreisnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær.Spennandi kosturVarðandi framhaldið sé allt opið.„Það er auðvitað hægt að gera ýmislegt. Ég hef sagt að það gæti verið spennandi kostur, og kannski ákall eftir því með niðurstöðum kosninganna þar sem þær eru flóknar, að sjá saman Vinstri græn, Pírata og Sjálfstæðisflokkinn. Þó að það virðist vera útilokað, það er að segja bæði Sjálfstæðisflokkur og Píratar hafa útilokað hvorn annan. En þá gæti það verið svona spennandi niðurstaða,” segir Bjarkey.Skoða samstarf við VG ef annað gengur ekki uppGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir þá flokka sem ætla að starfa saman í ríkisstjórn þurfa að gefa eftir sínar ítrustu kröfur. „Auðvitað snýst þetta um að ná annars vegar þeim málefnum sem að við leggjum áherslu á, ná þeim fram í stjórnarsáttmála, og hins vegar að það sé stjórnarmeirihluti sem að þoli þá ágjöf sem að verður alltaf þegar að ríkisstjórn starfar,” segir Guðlaugur.Telur þú líklegt að það gæti orðið sátt um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og þriðja flokks?„Það er einn af valkostunum. Ef að önnur módel ganga ekki saman að þá verða menn að skoða þann þáttinn, það segir sig sjálft,” segir Guðlaugur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar. 26. nóvember 2016 07:00 Ekki bara málefnin sem stóðu í vegi fyrir viðræðunum heldur einnig „menningarmunur“ flokkanna "Ég hefði talið að við hefðum átt að geta náð saman um þetta“ segir Katrín Jakobsdóttir sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í hádeginu. 26. nóvember 2016 13:05 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar. 26. nóvember 2016 07:00
Ekki bara málefnin sem stóðu í vegi fyrir viðræðunum heldur einnig „menningarmunur“ flokkanna "Ég hefði talið að við hefðum átt að geta náð saman um þetta“ segir Katrín Jakobsdóttir sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í hádeginu. 26. nóvember 2016 13:05