„Staðan er svolítið snúin" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2016 18:45 Unnið er að því að reyna að afstýra verkfallinu, sem hefjast á að óbreyttu annað kvöld. Vísir/vilhelm Um þúsund sjómenn eru enn án kjarasamnings og verða áfram í verkfalli þrátt fyrir að Sjómannasamband Íslands hafi undirritað nýjan kjarasamning við útgerðarmenn í nótt. Tvö aðildarfélaga Sjómannasambandsins drógu sig frá viðræðunum seint í gærkvöldi. Kjarasamningur sjómanna og útgerðarmanna sem undirritaður var í nótt er til tveggja ára og nær til um 2500 sjómanna. Staðan er hins vegar svolítið snúin. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur ákvað á elleftu stundu að draga samningsumboð Sjómannasambands Íslands til baka og ásamt þeim gengur Sjómannafélag Íslands af fundi. Því eru enn þúsund sjómenn án kjarasamnings. „Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóma nema þeir um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands skömmu eftir undirritun kjarasamningsins í nótt. Nýr kjarasamningur sjómanna sem eiga aðild að Sjómannasambandi Íslands verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og verður verkfalli þeirra aflýst á þriðjudagskvöld klukkan átta. Kosning um nýjan kjarasamning mun svo fara fram og mun standa þar til um miðjan desember „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðiákvæði. Umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hjá embættinu. Þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í nótt. Í tveimur þessum félögum sem ekki hafa náð samningum við útgerðarmenn eru um þúsund sjómenn sem standa utan við nýgerða kjarasamninga og eru því enn í verkfalli. „Við munum halda áfram viðræðum strax á morgun við Sjómannafélag Íslands. Hvað gerist með Sjómannafélag Grindavíkur sem að dró samningsumboð sitt til baka og er auðvitað hluti af Sjómannasambandinu sem gerðu samning hér í kvöld. Það á eftir að koma í ljós. En við bindum hins vegar vonir við og við teljum að nokkur hluti skipaflotans geti haldið á veiðar á næstu dögum,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi einnig í nótt. Formaður Sjómannafélags Íslands segir að sú ákvörðun að taka ekki þátt í undirritun kjarasamningsins í nótt flæki örlítið stöðuna í þeirra viðræðum. „Það var nú þannig að það var kominn fullskapaður kjarasamningur til undirritunar og við yfirlestur á honum þá sjáum við að það væri búið að skerða veikindarétt sjómanna verulega. Við skrifum ekki undir kjarasamning með skerðingu á veikindarétti til okkar manna,“ sagði Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands í dag. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur stóð upp frá samningaborðinu í nótt og gæti það orðið til þess að einhver skip þurfi áfram að liggja við landfestar. 14. nóvember 2016 12:06 Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45 Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Um þúsund sjómenn eru enn án kjarasamnings og verða áfram í verkfalli þrátt fyrir að Sjómannasamband Íslands hafi undirritað nýjan kjarasamning við útgerðarmenn í nótt. Tvö aðildarfélaga Sjómannasambandsins drógu sig frá viðræðunum seint í gærkvöldi. Kjarasamningur sjómanna og útgerðarmanna sem undirritaður var í nótt er til tveggja ára og nær til um 2500 sjómanna. Staðan er hins vegar svolítið snúin. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur ákvað á elleftu stundu að draga samningsumboð Sjómannasambands Íslands til baka og ásamt þeim gengur Sjómannafélag Íslands af fundi. Því eru enn þúsund sjómenn án kjarasamnings. „Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóma nema þeir um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands skömmu eftir undirritun kjarasamningsins í nótt. Nýr kjarasamningur sjómanna sem eiga aðild að Sjómannasambandi Íslands verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og verður verkfalli þeirra aflýst á þriðjudagskvöld klukkan átta. Kosning um nýjan kjarasamning mun svo fara fram og mun standa þar til um miðjan desember „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðiákvæði. Umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hjá embættinu. Þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í nótt. Í tveimur þessum félögum sem ekki hafa náð samningum við útgerðarmenn eru um þúsund sjómenn sem standa utan við nýgerða kjarasamninga og eru því enn í verkfalli. „Við munum halda áfram viðræðum strax á morgun við Sjómannafélag Íslands. Hvað gerist með Sjómannafélag Grindavíkur sem að dró samningsumboð sitt til baka og er auðvitað hluti af Sjómannasambandinu sem gerðu samning hér í kvöld. Það á eftir að koma í ljós. En við bindum hins vegar vonir við og við teljum að nokkur hluti skipaflotans geti haldið á veiðar á næstu dögum,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi einnig í nótt. Formaður Sjómannafélags Íslands segir að sú ákvörðun að taka ekki þátt í undirritun kjarasamningsins í nótt flæki örlítið stöðuna í þeirra viðræðum. „Það var nú þannig að það var kominn fullskapaður kjarasamningur til undirritunar og við yfirlestur á honum þá sjáum við að það væri búið að skerða veikindarétt sjómanna verulega. Við skrifum ekki undir kjarasamning með skerðingu á veikindarétti til okkar manna,“ sagði Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands í dag.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur stóð upp frá samningaborðinu í nótt og gæti það orðið til þess að einhver skip þurfi áfram að liggja við landfestar. 14. nóvember 2016 12:06 Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45 Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur stóð upp frá samningaborðinu í nótt og gæti það orðið til þess að einhver skip þurfi áfram að liggja við landfestar. 14. nóvember 2016 12:06
Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45
Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37
„Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39