Innlent

Björt: „Munum alltaf standa á okkar prinsippum“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Björt Ólafsdóttir, þingmaður.
Björt Ólafsdóttir, þingmaður. vísir/anton brink
„Við i Bjartri Framtíð vissum vel að það voru ýmsir (aðallega samt kjósendur annarra flokka) sem voru ekki par sáttir við okkur vegna þess að þeim hinum sömu finnst svo gott að hata Sjálfstæðisflokkinn. Ekki kaus ég þann flokk, en það gerðu hinsvegar ýmsir aðrir. Og þannig fengu þeir stjórnarmyndunarumboðið.“ Þetta skrifar Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar á Facebook síðu sinni.

Björt var einn fjögurra fulltrúa Bjartrar framtíðar í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Hún segir að málefni sem fram þurfa að ganga skipta öllu máli og nefnir þar umhverfismál, auðlindamál og sjálfbærni til framtíðar.

„Ef hægt er að draga fólk og flokka í rétta átt þarna, þá á maður að gera það. Það er einfaldlega best fyrir massann. En, það tókst þó ekki alveg í þetta skipti,“ skrifar Björt.

„Við í Bjartri Framtíð munum alltaf standa á okkar prinsippum. Við viljum víkja frá stóriðjustefnunni, við viljum opið, frjáls og gott samfélag, við viljum að þjóðin fái sanngjarnan arð að auðlindum sínum, Við viljum vernda náttúru landsins. Við viljum að fjölskyldum geti liðið vel hérna.”

Stöðuuppfærslu Bjartar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×