Sigurður Pálsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 16:00 Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2016, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. vísir/anton brink Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2016, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Sigurði Pálssyni rithöfundi verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Þá hlaut Ævar vísindamaður sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 2016, fyrir starf sitt í þágu íslenskrar tungu. Sigurður Pálsson er fæddur 30. Júlí 1948 á Skinnastað. Han lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og nam leikhúsfræði og bókmenntir í Sorbonne og lauk þaðan maîtrise-gráðu og D.E.A. (fyrri hluti doktorsgráðu). Sigurður kenndi við Leiklistarskóla Íslands 1975–1978 en hefur síðustu ár sinnt kennslu við ritlistardeild Háskóla Íslands. Fyrsta ljóðabók Sigurðar, Ljóð vega salt, kom út árið 1975.Sigurður alltaf ljóðskáld Í rökstuðningi ráðgjafanefndar segir um Sigurð Pálsson:Á löngum ferli hefur Sigurður fengist við tungumálið úr öllum áttum, af dirfsku og frumleika. Fyrir fyrstu bókina í endurminningaþríleik sínum, Minnisbók (2007), hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin. Sigurður er einnig eitt vinsælasta leikskáld þjóðarinnar en hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir handrit sitt að Utan gátta (2008). Þá hefur Sigurður alla tíð verið mikilvirkur þýðandi og eru þýðingar hans úr frönsku ómetanlegt innlegg í flóru íslenskra bókmennta. Hér má nefna ljóð eftir Paul Éluard og Jacques Prévert og nú síðast skáldsögu franska Nóbelsverðlaunahafans Patricks Modiano. Árið 2007 sæmdi Frakklandsforseti Sigurð riddarakrossi Frönsku Heiðursorðunnar (Chevalier de l’Ordre National du Mérite) fyrir framlag hans við kynningu á franskri menningu á Íslandi.En það er sama hvort Sigurður Pálsson skrifar skáldsögur, leikrit eða gengur upp Bankastræti: Hann er alltaf ljóðskáld. Ljóðabækur hans eru nú orðnar 16 talsins og heitir sú nýjasta Ljóð muna rödd. Strax í þeim fyrstu orti skáldið um ljóðvegina. En ólíkt venjulegri vegagerð sem stefnir að því að fletja út og fara stystu leið taka vegirnir sem Sigurður hefur lagt um tungumálið óvænta stefnu.Sjá einnig:Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Verðlaunahafi fær í verðlaun 700 þúsund krónur, Íslensku teiknibókina og skrautritað verðlaunaskjal.Ævar vísindamaður hlaut sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 2016, fyrir starf sitt í þágu íslenskrar tungu.Vísir/Anton BrinkLestrarátak Ævars mikilvæg hvatning Að tillögu ráðgjafanefndarinnar var einnig veitt ein viðurkenning í tilefni dagsins. Hana hlaut Ævar vísindamaður og í greinargerð nefndarinnar segir:Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) er landsþekktur fyrir hugsjónastarf í þágu barna og unglinga, t.d. vísindaþætti í útvarpi og sjónvarpi og lestrarátak í skólum. Þannig er hvatning til skapandi hugsunar og bóklesturs áberandi þáttur í starfi Ævars Þórs. Í anda vísindaþáttanna eru vísindabækur Ævars, t.d. Umhverfis Ísland í 30 tilraunum, þar sem lesendurnir sjálfir fá tilraunaverkefni í hendur. Lestrarátak Ævars er mikilvæg hvatning til eflingar lesskilnings grunnskólanemenda. Þennan þátt í starfi hans má tengja útgefnum verkum hans sjálfs, t.d. bókunum Þín eigin þjóðsaga og Þín eigin goðsaga, þar sem farnar eru óhefðbundnar leiðir til að efla sköpunargleði barna og styrkja tilfinningu þeirra fyrir máli og stíl. Það er samdóma álit nefndarinnar að Ævar Þór Benediktsson hafi unnið afar mikilvægt starf í þágu móðurmálsins og skapandi hugsunar meðal barna og unglinga. Menning Tengdar fréttir Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Sigurður Pálsson sendi nýverið frá sér sína sextándu ljóðabók, þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, skáldinu sem bylti ljóðinu, auk þýðinga á ljóðum Willem M. Roggeman. Mögnuð afköst hjá manni sem stendur andspænis dauðleika sínum en syngur áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til. 5. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2016, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Sigurði Pálssyni rithöfundi verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Þá hlaut Ævar vísindamaður sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 2016, fyrir starf sitt í þágu íslenskrar tungu. Sigurður Pálsson er fæddur 30. Júlí 1948 á Skinnastað. Han lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og nam leikhúsfræði og bókmenntir í Sorbonne og lauk þaðan maîtrise-gráðu og D.E.A. (fyrri hluti doktorsgráðu). Sigurður kenndi við Leiklistarskóla Íslands 1975–1978 en hefur síðustu ár sinnt kennslu við ritlistardeild Háskóla Íslands. Fyrsta ljóðabók Sigurðar, Ljóð vega salt, kom út árið 1975.Sigurður alltaf ljóðskáld Í rökstuðningi ráðgjafanefndar segir um Sigurð Pálsson:Á löngum ferli hefur Sigurður fengist við tungumálið úr öllum áttum, af dirfsku og frumleika. Fyrir fyrstu bókina í endurminningaþríleik sínum, Minnisbók (2007), hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin. Sigurður er einnig eitt vinsælasta leikskáld þjóðarinnar en hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir handrit sitt að Utan gátta (2008). Þá hefur Sigurður alla tíð verið mikilvirkur þýðandi og eru þýðingar hans úr frönsku ómetanlegt innlegg í flóru íslenskra bókmennta. Hér má nefna ljóð eftir Paul Éluard og Jacques Prévert og nú síðast skáldsögu franska Nóbelsverðlaunahafans Patricks Modiano. Árið 2007 sæmdi Frakklandsforseti Sigurð riddarakrossi Frönsku Heiðursorðunnar (Chevalier de l’Ordre National du Mérite) fyrir framlag hans við kynningu á franskri menningu á Íslandi.En það er sama hvort Sigurður Pálsson skrifar skáldsögur, leikrit eða gengur upp Bankastræti: Hann er alltaf ljóðskáld. Ljóðabækur hans eru nú orðnar 16 talsins og heitir sú nýjasta Ljóð muna rödd. Strax í þeim fyrstu orti skáldið um ljóðvegina. En ólíkt venjulegri vegagerð sem stefnir að því að fletja út og fara stystu leið taka vegirnir sem Sigurður hefur lagt um tungumálið óvænta stefnu.Sjá einnig:Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Verðlaunahafi fær í verðlaun 700 þúsund krónur, Íslensku teiknibókina og skrautritað verðlaunaskjal.Ævar vísindamaður hlaut sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 2016, fyrir starf sitt í þágu íslenskrar tungu.Vísir/Anton BrinkLestrarátak Ævars mikilvæg hvatning Að tillögu ráðgjafanefndarinnar var einnig veitt ein viðurkenning í tilefni dagsins. Hana hlaut Ævar vísindamaður og í greinargerð nefndarinnar segir:Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) er landsþekktur fyrir hugsjónastarf í þágu barna og unglinga, t.d. vísindaþætti í útvarpi og sjónvarpi og lestrarátak í skólum. Þannig er hvatning til skapandi hugsunar og bóklesturs áberandi þáttur í starfi Ævars Þórs. Í anda vísindaþáttanna eru vísindabækur Ævars, t.d. Umhverfis Ísland í 30 tilraunum, þar sem lesendurnir sjálfir fá tilraunaverkefni í hendur. Lestrarátak Ævars er mikilvæg hvatning til eflingar lesskilnings grunnskólanemenda. Þennan þátt í starfi hans má tengja útgefnum verkum hans sjálfs, t.d. bókunum Þín eigin þjóðsaga og Þín eigin goðsaga, þar sem farnar eru óhefðbundnar leiðir til að efla sköpunargleði barna og styrkja tilfinningu þeirra fyrir máli og stíl. Það er samdóma álit nefndarinnar að Ævar Þór Benediktsson hafi unnið afar mikilvægt starf í þágu móðurmálsins og skapandi hugsunar meðal barna og unglinga.
Menning Tengdar fréttir Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Sigurður Pálsson sendi nýverið frá sér sína sextándu ljóðabók, þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, skáldinu sem bylti ljóðinu, auk þýðinga á ljóðum Willem M. Roggeman. Mögnuð afköst hjá manni sem stendur andspænis dauðleika sínum en syngur áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til. 5. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Sigurður Pálsson sendi nýverið frá sér sína sextándu ljóðabók, þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, skáldinu sem bylti ljóðinu, auk þýðinga á ljóðum Willem M. Roggeman. Mögnuð afköst hjá manni sem stendur andspænis dauðleika sínum en syngur áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til. 5. nóvember 2016 08:00