Nýr þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar nú í Valhöll eftir að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar.
Þingflokkurinn er sá stærsti á þingi en í honum eru 21 þingmaður. Þar á meðal mörg ný andlit sem aldrei hafa setið á þingi áður. Ber þar helst að nefna Áslaugu Örnu Sigurbjörsdóttur, ritara flokksins og Pál Magnússon, oddvita flokksins í Suðurkjördæmi.
Bjarni sagði fyrr í dag að hann væri ekki búinn að útiloka neitt stjórnarmynstur. Hann myndi reyna að heyra í formönnum annarra flokka í dag til þess að sjá hvernig landið lægi.
Líkt og komið hefur fram þýða úrslit kosninganna að ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn og þarf að lágmarki þrjá flokka til þess.
Nýr þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Valhöll

Tengdar fréttir

Katrín Jakobs um ákvörðun Guðna: „Þetta kemur mér ekkert á óvart“
„Forsetinn hefur málefnaleg rök fyrir þessu,“ segir formaður VG.

Bjarni Benediktsson fær umboðið
Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku.

Bjarni um nýtt stjórnarmynstur: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi við fjölmiðla eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veitti honum umboð til stjórnarmyndunar á Bessastöðum fyrir stundu

Óttarr Proppé: Ekkert augljóst í stöðunni
Flókin staða, segir formaður Bjartrar framtíðar.

Þorgerður Katrín um ákvörðun Guðna: „Ég treysti forsetanum“
„Við förum ekki í stjórn nema málefnin ráði.“

Birgitta um ákvörðun Guðna: „Frjálst að leyfa Bjarna að spreyta sig“
Kom henni ekki á óvart að Bjarni hafi fengið umboðið.