Innlent

Forsetinn fer á Facebook til að útskýra hvað hann átti við með móðir Teresu ummælunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, steig fram á ritvöllinn rétt í þessu til að árétta orð sem hann lét falla á blaðamannafundi á Bessastöðum fyrr í dag. Þar útskýrði Guðni ákvörðun sína að veita Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, stjórnarmyndunarumboðið en var jafnframt spurður í leiðinni hvað honum finnst um ákvörðun kjararáð að hækka laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar, og þar á meðal hans.

Guðni sagðist ekki hafa beðið um þessa launahækkun á blaðamannafundinum og að hann þurfi hana ekki.

Hann nefnir hins vegar á Facebook að hann geri sér grein fyrir að meðlimir kjararáðs sé gefið ákveðið hlutverk. „Meðlimir kjararáðs eru ekki vont fólk.“

Á fundinum sagði Guðni að hann ætti von á að Alþingi myndi vinda ofan af þessum kauphækkunum þingmanna og æðstu stjórnenda landsins en sagði að þangað til myndi hann láta þessa launahækkun sína renna annað. 

 Þegar hann var spurður hvert hann myndi láta hana renna svaraði Guðni spurningunni með spurningu þegar hann sagði: „Á ég að vera einhver móðir Teresa sem gortar sig af því? 

Guðni segir á Facebook að góður vinur hans hefði bent honum á að þó það þurfi einbeittan brotavilja til þess þá mætti skilja þessa spurningu hans á þann veg að hann telji móður Teresu hafa stært sig af góðverkum sínum.

„Ó nei, ég átti við að maður á ekki að vera gorta sig ef maður er í þeirri stöðu að geta hæglega látið fé af hendi rakna en verið vel stæður samt sem áður.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×