Formaður Sjálfstæðisflokksins segir galla hvað meirihluti með Viðreisn og Bjartri framtíð yrði knappur Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2016 19:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefði heldur lítinn meirihluta að hans mati. Hann ætlar að ræða við forystufólk allra flokka á Alþingi um mögulega stjórnarmyndun eftir að forseti Íslands fól honum umboð til stjórnarmyndunar í dag. Forsetinn væntir skýrslu frá formanninum um eða upp úr helgi um gang viðræðna. Eftir að hafa fundað með forystufólki flokkanna sjö sem fengu fulltrúa kjörna á Alþingi á mánudag kallaði forsetinn formann Sjálfstæðisflokksins á fund sinn í dag til að veita honum stjórnarmyndunarumboðið. Bjarni vildi ekki leggja mat á hvort fljótt gengi að mynda ríkisstjórn áður en hann fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta. „Ég skal ekki segja. Það er dálítið flókið með þessi úrslit. En ég tel að aðstæður í landinu, verkefnin fram undan og þessi niðurstaða kosninganna eigi að gera það að verkum að það takist að mynda sterka ríkisstjórn. Þá er ég að vísa til þess að á margan hátt er stöðugleiki og nokkuð bjart fram undan. Þetta er í fyrsta skipti í níu ár sem formanni Sjálfstæðisflokksins er falið að mynda ríkisstjórn eða frá því Geir H. Haarde myndaði hina afdrifaríku stjórn með Samfylkingunni árið 2007, sem margir kalla hrunstjórnina. Bjarni sagðist ætla að eiga fundi með forystumönnum allra flokka á þingi eftir að forsetinn hefði veitt honum umboðið. Fundur forseta og formanns Sjálfstæðisflokksins stóð í tæpar tuttugu mínútur. Að þeim fundi loknum las forsetinn yfirlýsingu þar sem hann færði rök fyrir ákvörðun sinni. En hann sagðist í gær hafa rætt við formenn allra þeirra flokka sem nefndir hefðu verið við hann til að fá umboð til stjórnarmyndunar; þau Bjarna Benediktsson, Katrínu Jakobsdóttur og Benedikt Jóhannesson. Í dag hefði hann veitt Bjarna umboð til að mynda stjórn sem hefði meirihluta á bak við sig á Alþingi.Forseti væntir skýrslu um eða upp úr helgi „Það er ljóst að í stöðunni eins og hún er núna er þessi kostur vænlegastur til árangurs. Það er greinilegt eftir viðræður síðast liðna daga að þetta er vænlegasta leiðin til til myndunar ríkisstjórnar, eins og sakir standa,“ sagði forsetinn m.a. í yfirlýsingu sinni. Umboðinu væri hins vegar ekki deilt eins og verðlaunagrip og með því að veita umboðið væri hann ekki að skipa í embætti forsætisráðherra. Bjarni muni gefa honum skýrslu um helgina eða í byrjun næstu viku um hvernig viðræðurnar gengju.Kom ekki til greina að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sem vann góðan sigur í kosningunum fengi umboðið? „Hann æskti þess og þá þurfti ég að taka afstöðu til þess. En eins og ég sagði tel ég þetta vænlegra til árangurs og þykist vita að formaður Viðreisnar sjái það. Svo eru líka sanngirnissjónarmið þegar horft er til stærðar þessara flokka á þingi. Annar hefur tuttugu og einn þingmann hinn hefur sjö,“ sagði forsetinn. Bjarni Benediktsson sagðist ætla að nýta tímann vel og hann gæfi sér ekki neina fyrir fram gefna niðurstöðu í viðræðum við hina flokkanna. „Eftir því sem dagarnir líða eru menn aðeins að verða afslappaðri finnst mér. Mér hefur þótt vera ákveðin þversögn í því að menn segi annars vegar að það séu skilaboð í þessum kosningum um að menn vilji breiðara samstarfen síðan eru menn uppteknir við að útiloka hvern annan,“ sagði Bjarni á Bessastöðum. Ekki er hægt að mynda meirihlutastjórn tveggja flokka en augljósasti kosturinn á þriggja flokka stjórn í stöðunni nú er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Þætti þér það vera of knappur meirihluti eða gæti stjórn starfað með slíkan meirihluta? Það er mjög knappur meirihluti. Ég verð að segja það alveg eins og það er.“Þá eru eiginlega bara fjögurra flokka stjórnir eftir í stöðunni? „Já, nú ætla ég ekki að láta leiða mig út í að tala um alla möguleika. En þetta er augljóslega einn möguleiki og gallinn við þennan möguleika er hversu knappur meirihlutinn er,“ sagði Bjarni. Eftir fundinn með forsetanum hélt Bjarni á fund með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og klukkan fimm síðdegis fundaði hann með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins í Ráðherrabústaðnum um mögulegt stjórnarsamstarf. Hann mun síðan funda með formönnum annarra flokka á morgun. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefði heldur lítinn meirihluta að hans mati. Hann ætlar að ræða við forystufólk allra flokka á Alþingi um mögulega stjórnarmyndun eftir að forseti Íslands fól honum umboð til stjórnarmyndunar í dag. Forsetinn væntir skýrslu frá formanninum um eða upp úr helgi um gang viðræðna. Eftir að hafa fundað með forystufólki flokkanna sjö sem fengu fulltrúa kjörna á Alþingi á mánudag kallaði forsetinn formann Sjálfstæðisflokksins á fund sinn í dag til að veita honum stjórnarmyndunarumboðið. Bjarni vildi ekki leggja mat á hvort fljótt gengi að mynda ríkisstjórn áður en hann fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta. „Ég skal ekki segja. Það er dálítið flókið með þessi úrslit. En ég tel að aðstæður í landinu, verkefnin fram undan og þessi niðurstaða kosninganna eigi að gera það að verkum að það takist að mynda sterka ríkisstjórn. Þá er ég að vísa til þess að á margan hátt er stöðugleiki og nokkuð bjart fram undan. Þetta er í fyrsta skipti í níu ár sem formanni Sjálfstæðisflokksins er falið að mynda ríkisstjórn eða frá því Geir H. Haarde myndaði hina afdrifaríku stjórn með Samfylkingunni árið 2007, sem margir kalla hrunstjórnina. Bjarni sagðist ætla að eiga fundi með forystumönnum allra flokka á þingi eftir að forsetinn hefði veitt honum umboðið. Fundur forseta og formanns Sjálfstæðisflokksins stóð í tæpar tuttugu mínútur. Að þeim fundi loknum las forsetinn yfirlýsingu þar sem hann færði rök fyrir ákvörðun sinni. En hann sagðist í gær hafa rætt við formenn allra þeirra flokka sem nefndir hefðu verið við hann til að fá umboð til stjórnarmyndunar; þau Bjarna Benediktsson, Katrínu Jakobsdóttur og Benedikt Jóhannesson. Í dag hefði hann veitt Bjarna umboð til að mynda stjórn sem hefði meirihluta á bak við sig á Alþingi.Forseti væntir skýrslu um eða upp úr helgi „Það er ljóst að í stöðunni eins og hún er núna er þessi kostur vænlegastur til árangurs. Það er greinilegt eftir viðræður síðast liðna daga að þetta er vænlegasta leiðin til til myndunar ríkisstjórnar, eins og sakir standa,“ sagði forsetinn m.a. í yfirlýsingu sinni. Umboðinu væri hins vegar ekki deilt eins og verðlaunagrip og með því að veita umboðið væri hann ekki að skipa í embætti forsætisráðherra. Bjarni muni gefa honum skýrslu um helgina eða í byrjun næstu viku um hvernig viðræðurnar gengju.Kom ekki til greina að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sem vann góðan sigur í kosningunum fengi umboðið? „Hann æskti þess og þá þurfti ég að taka afstöðu til þess. En eins og ég sagði tel ég þetta vænlegra til árangurs og þykist vita að formaður Viðreisnar sjái það. Svo eru líka sanngirnissjónarmið þegar horft er til stærðar þessara flokka á þingi. Annar hefur tuttugu og einn þingmann hinn hefur sjö,“ sagði forsetinn. Bjarni Benediktsson sagðist ætla að nýta tímann vel og hann gæfi sér ekki neina fyrir fram gefna niðurstöðu í viðræðum við hina flokkanna. „Eftir því sem dagarnir líða eru menn aðeins að verða afslappaðri finnst mér. Mér hefur þótt vera ákveðin þversögn í því að menn segi annars vegar að það séu skilaboð í þessum kosningum um að menn vilji breiðara samstarfen síðan eru menn uppteknir við að útiloka hvern annan,“ sagði Bjarni á Bessastöðum. Ekki er hægt að mynda meirihlutastjórn tveggja flokka en augljósasti kosturinn á þriggja flokka stjórn í stöðunni nú er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Þætti þér það vera of knappur meirihluti eða gæti stjórn starfað með slíkan meirihluta? Það er mjög knappur meirihluti. Ég verð að segja það alveg eins og það er.“Þá eru eiginlega bara fjögurra flokka stjórnir eftir í stöðunni? „Já, nú ætla ég ekki að láta leiða mig út í að tala um alla möguleika. En þetta er augljóslega einn möguleiki og gallinn við þennan möguleika er hversu knappur meirihlutinn er,“ sagði Bjarni. Eftir fundinn með forsetanum hélt Bjarni á fund með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og klukkan fimm síðdegis fundaði hann með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins í Ráðherrabústaðnum um mögulegt stjórnarsamstarf. Hann mun síðan funda með formönnum annarra flokka á morgun.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira