Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 10:53 Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppé takast í hendur. vísir/anton brink Eins og Vísir greindi frá í morgun munu þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar mæta saman á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins síðdegis í dag vegna stjórnarmyndunarviðræðna en Bjarni fékk umboð til þeirra frá forseta Íslands í gær. Óttarr segir að Björt framtíð og Viðreisn gangi samsíða í öllum viðræðum um mögulega ríkisstjórn til að rödd hinnar frjálslyndu miðju heyrist vel, en segir að það geti reynst erfitt fyrir þessa tvo flokka að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í viðtali við Stundina í gær sagði Óttarr að ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum væri „ekki neitt sérstaklega spennandi kostur“ og að honum hugnaðist betur „fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að.“Ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks sterkust með BF og Viðreisn Aðspurður hvernig þetta komi allt heim og saman við það að Björt framtíð gangi nú með Viðreisn í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum segir Óttarr að þegar hann tali um ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þá líti hann svo á að hún sé sterkust með bæði Bjartri framtíð og Viðreisn innan borðs. En hvað á hann þá við þegar hann segir að honum finnist ekki spennandi kostur að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn og mynda þannig það sem hafi verið kallað DAC-stjórn? „Það er nú kannski aðallega það, og þar er ég sammála Bjarna Benediktssyni og öðrum, að sú stjórn stæði mjög tæpt með eins manns meirihluta. Þá hef ég líka sagt að það er í ýmsum málum sem hefur borið ansi mikið á milli okkar og Sjálfstæðisflokks og svo sem líka Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Það gæti því reynst erfitt að mynda þannig ríkisstjórn og hún yrði allavega ekki sú sterkasta sem gæti komið út úr þessari óljósu og flóknu stöðu.“Björt framtíð ekki byrjuð að ræða hvaða málamiðlanir hún myndi gera í ríkisstjórn Vegna þess hversu tæpan meirihluta DAC-stjórn myndi hafa hefur það verið nefnt að hún gæti notið óbeins stuðnings Framsóknarflokksins á þingi, en gæti Óttarr hugsað sér að vera í ríkisstjórn sem myndi njóta stuðnings þess flokks? „Ég er ekki kominn svo langt að ímynda mér setu í ríkisstjórn. Það er þó engin launung að Framsóknarflokkurinn hefur átt í miklum vanda sem hann er ekki enn búinn að leysa og það bara eins og annað flækir stöðuna.“ Þá segir Óttarr að aðkoma Bjartrar framtíðar að ríkisstjórn myndi verða utan um sterk málefni og umbætur en segir flokkinn þó ekki kominn það langt í að ræða það hvaða málamiðlanir hann væri til í að gera í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson fundar með leiðtogum fimm stjórnmálaflokka í dag vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni og Lilju Alfreðsdóttur leiðtogum Framsóknarflokksins í gær. Nú situr Bjarni á fundi með Katrínu Jakobsdóttur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun munu þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar mæta saman á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins síðdegis í dag vegna stjórnarmyndunarviðræðna en Bjarni fékk umboð til þeirra frá forseta Íslands í gær. Óttarr segir að Björt framtíð og Viðreisn gangi samsíða í öllum viðræðum um mögulega ríkisstjórn til að rödd hinnar frjálslyndu miðju heyrist vel, en segir að það geti reynst erfitt fyrir þessa tvo flokka að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í viðtali við Stundina í gær sagði Óttarr að ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum væri „ekki neitt sérstaklega spennandi kostur“ og að honum hugnaðist betur „fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að.“Ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks sterkust með BF og Viðreisn Aðspurður hvernig þetta komi allt heim og saman við það að Björt framtíð gangi nú með Viðreisn í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum segir Óttarr að þegar hann tali um ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þá líti hann svo á að hún sé sterkust með bæði Bjartri framtíð og Viðreisn innan borðs. En hvað á hann þá við þegar hann segir að honum finnist ekki spennandi kostur að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn og mynda þannig það sem hafi verið kallað DAC-stjórn? „Það er nú kannski aðallega það, og þar er ég sammála Bjarna Benediktssyni og öðrum, að sú stjórn stæði mjög tæpt með eins manns meirihluta. Þá hef ég líka sagt að það er í ýmsum málum sem hefur borið ansi mikið á milli okkar og Sjálfstæðisflokks og svo sem líka Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Það gæti því reynst erfitt að mynda þannig ríkisstjórn og hún yrði allavega ekki sú sterkasta sem gæti komið út úr þessari óljósu og flóknu stöðu.“Björt framtíð ekki byrjuð að ræða hvaða málamiðlanir hún myndi gera í ríkisstjórn Vegna þess hversu tæpan meirihluta DAC-stjórn myndi hafa hefur það verið nefnt að hún gæti notið óbeins stuðnings Framsóknarflokksins á þingi, en gæti Óttarr hugsað sér að vera í ríkisstjórn sem myndi njóta stuðnings þess flokks? „Ég er ekki kominn svo langt að ímynda mér setu í ríkisstjórn. Það er þó engin launung að Framsóknarflokkurinn hefur átt í miklum vanda sem hann er ekki enn búinn að leysa og það bara eins og annað flækir stöðuna.“ Þá segir Óttarr að aðkoma Bjartrar framtíðar að ríkisstjórn myndi verða utan um sterk málefni og umbætur en segir flokkinn þó ekki kominn það langt í að ræða það hvaða málamiðlanir hann væri til í að gera í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson fundar með leiðtogum fimm stjórnmálaflokka í dag vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni og Lilju Alfreðsdóttur leiðtogum Framsóknarflokksins í gær. Nú situr Bjarni á fundi með Katrínu Jakobsdóttur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05