Innlent

Rjúpnaskytturnar látið vita af sér en eru enn ófundnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Skytturnar héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit.
Skytturnar héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit. Vísir/Loftmyndir
Rjúpnaskytturnar tvær sem leitað hefur verið á Snæfellsnesi frá því í gærkvöldi hafa í morgun verið í símasambandi og gátu látið Neyðarlínuna vita af sér. Þeir geta þó ekki sagt til um hvar nákvæmlega þeir eru.

Leitin hófst um klukkan hálfellefu í gærkvöldi og eru nú um 120 manns sem taka þátt í henni. Mennirnir tveir héldu af stað til veiða í gærmorgun frá sumarbústaði í Staðarsveit sem er í eigu fjölskyldu annars mannsins.

Mennirnir hafa verið í sambandi við Neyðarlínuna í morgun en ekki getað sagt til um hvar nákvæmlega þeir eru staddir. Þeir eru ekki illa slasaðir, en kaldir og hraktir.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er skyggni á leitarsvæðinu nánast ekkert og veðurspá gerir frekar ráð fyrir því að veðrið versni eftir því sem líður á daginn. Þá er leitað í bröttu fjalllendi og björgunarsveitarmenn komast því ekki hratt yfir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×