Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Ágúst Tómasson kennari Fjöldi þeirra nýnema sem voru innritaðir í B.Ed. grunnskólakennaranám í ár er einungis þriðjungur af því sem var fyrir áratug. Árið 2006 voru 244 nemendur innritaðir, árið 2011 voru þeir 160 en voru 79 í ár. Í dag þarf að ljúka meistaranámi til þess að hljóta réttindi sem grunnskólakennari. Í ár voru 70 nemendur innritaðir í M.Ed. nám. Búast má við að einungis hluti þeirra útskrifist. Kennarar eru samningslausir og hafa tvisvar fellt nýlega kjarasamninga, í júní og í byrjun september. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudaginn jók úrskurður kjararáðs, um launahækkun alþingismanna og ráðherra, mjög á óánægju þeirra. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að í skólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið rætt um að grípa til einhvers konar aðgerða, jafnvel vinnustöðvunar. Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla, segir stöðu kennara snúast um meira en kaup og kjör þeirra núna. „Meðalaldur kennara er 48 ár, skilst mér. Stærstur hluti af kennurum er búinn að afsala sér kennsluafslætti og ef meðalaaldurinn er 48 ár eru margir sem eru komnir á sjötugsaldur og nýliðun er mjög lítil,“ segir hann. Ágúst segir að á meðan innan við 100 nemendur séu að hefja grunnskólakennaranám séu um 300 kennarar sem hætti störfum. „Þannig að á næstu örfáum árum verður meðalkennarinn kona á sjötugsaldri með 20-30 krakka fyrir framan sig kennandi 26 tíma á viku. Það er stóra myndin,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst segir hefur leiðbeinendum í grunnskólum fjölgað.. „Yfirleitt hefur verið hægt að manna skóla í Reykjavík með menntuðum kennurum, en það er ekki alveg lengur. Við sem höfum kosið þetta að ævistarfi sjáum ekki bara fram á léleg laun heldur líka að sjálft kerfið er að brotna niður,“ segir Ágúst Tómasson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Fjöldi þeirra nýnema sem voru innritaðir í B.Ed. grunnskólakennaranám í ár er einungis þriðjungur af því sem var fyrir áratug. Árið 2006 voru 244 nemendur innritaðir, árið 2011 voru þeir 160 en voru 79 í ár. Í dag þarf að ljúka meistaranámi til þess að hljóta réttindi sem grunnskólakennari. Í ár voru 70 nemendur innritaðir í M.Ed. nám. Búast má við að einungis hluti þeirra útskrifist. Kennarar eru samningslausir og hafa tvisvar fellt nýlega kjarasamninga, í júní og í byrjun september. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudaginn jók úrskurður kjararáðs, um launahækkun alþingismanna og ráðherra, mjög á óánægju þeirra. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að í skólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið rætt um að grípa til einhvers konar aðgerða, jafnvel vinnustöðvunar. Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla, segir stöðu kennara snúast um meira en kaup og kjör þeirra núna. „Meðalaldur kennara er 48 ár, skilst mér. Stærstur hluti af kennurum er búinn að afsala sér kennsluafslætti og ef meðalaaldurinn er 48 ár eru margir sem eru komnir á sjötugsaldur og nýliðun er mjög lítil,“ segir hann. Ágúst segir að á meðan innan við 100 nemendur séu að hefja grunnskólakennaranám séu um 300 kennarar sem hætti störfum. „Þannig að á næstu örfáum árum verður meðalkennarinn kona á sjötugsaldri með 20-30 krakka fyrir framan sig kennandi 26 tíma á viku. Það er stóra myndin,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst segir hefur leiðbeinendum í grunnskólum fjölgað.. „Yfirleitt hefur verið hægt að manna skóla í Reykjavík með menntuðum kennurum, en það er ekki alveg lengur. Við sem höfum kosið þetta að ævistarfi sjáum ekki bara fram á léleg laun heldur líka að sjálft kerfið er að brotna niður,“ segir Ágúst Tómasson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira