Aðsókn nýnema í kennaranám hrunin Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Ágúst Tómasson kennari Fjöldi þeirra nýnema sem voru innritaðir í B.Ed. grunnskólakennaranám í ár er einungis þriðjungur af því sem var fyrir áratug. Árið 2006 voru 244 nemendur innritaðir, árið 2011 voru þeir 160 en voru 79 í ár. Í dag þarf að ljúka meistaranámi til þess að hljóta réttindi sem grunnskólakennari. Í ár voru 70 nemendur innritaðir í M.Ed. nám. Búast má við að einungis hluti þeirra útskrifist. Kennarar eru samningslausir og hafa tvisvar fellt nýlega kjarasamninga, í júní og í byrjun september. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudaginn jók úrskurður kjararáðs, um launahækkun alþingismanna og ráðherra, mjög á óánægju þeirra. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að í skólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið rætt um að grípa til einhvers konar aðgerða, jafnvel vinnustöðvunar. Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla, segir stöðu kennara snúast um meira en kaup og kjör þeirra núna. „Meðalaldur kennara er 48 ár, skilst mér. Stærstur hluti af kennurum er búinn að afsala sér kennsluafslætti og ef meðalaaldurinn er 48 ár eru margir sem eru komnir á sjötugsaldur og nýliðun er mjög lítil,“ segir hann. Ágúst segir að á meðan innan við 100 nemendur séu að hefja grunnskólakennaranám séu um 300 kennarar sem hætti störfum. „Þannig að á næstu örfáum árum verður meðalkennarinn kona á sjötugsaldri með 20-30 krakka fyrir framan sig kennandi 26 tíma á viku. Það er stóra myndin,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst segir hefur leiðbeinendum í grunnskólum fjölgað.. „Yfirleitt hefur verið hægt að manna skóla í Reykjavík með menntuðum kennurum, en það er ekki alveg lengur. Við sem höfum kosið þetta að ævistarfi sjáum ekki bara fram á léleg laun heldur líka að sjálft kerfið er að brotna niður,“ segir Ágúst Tómasson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fjöldi þeirra nýnema sem voru innritaðir í B.Ed. grunnskólakennaranám í ár er einungis þriðjungur af því sem var fyrir áratug. Árið 2006 voru 244 nemendur innritaðir, árið 2011 voru þeir 160 en voru 79 í ár. Í dag þarf að ljúka meistaranámi til þess að hljóta réttindi sem grunnskólakennari. Í ár voru 70 nemendur innritaðir í M.Ed. nám. Búast má við að einungis hluti þeirra útskrifist. Kennarar eru samningslausir og hafa tvisvar fellt nýlega kjarasamninga, í júní og í byrjun september. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á föstudaginn jók úrskurður kjararáðs, um launahækkun alþingismanna og ráðherra, mjög á óánægju þeirra. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að í skólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið rætt um að grípa til einhvers konar aðgerða, jafnvel vinnustöðvunar. Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla, segir stöðu kennara snúast um meira en kaup og kjör þeirra núna. „Meðalaldur kennara er 48 ár, skilst mér. Stærstur hluti af kennurum er búinn að afsala sér kennsluafslætti og ef meðalaaldurinn er 48 ár eru margir sem eru komnir á sjötugsaldur og nýliðun er mjög lítil,“ segir hann. Ágúst segir að á meðan innan við 100 nemendur séu að hefja grunnskólakennaranám séu um 300 kennarar sem hætti störfum. „Þannig að á næstu örfáum árum verður meðalkennarinn kona á sjötugsaldri með 20-30 krakka fyrir framan sig kennandi 26 tíma á viku. Það er stóra myndin,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst segir hefur leiðbeinendum í grunnskólum fjölgað.. „Yfirleitt hefur verið hægt að manna skóla í Reykjavík með menntuðum kennurum, en það er ekki alveg lengur. Við sem höfum kosið þetta að ævistarfi sjáum ekki bara fram á léleg laun heldur líka að sjálft kerfið er að brotna niður,“ segir Ágúst Tómasson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira