Allt að því marautt á Íslandi á meðan snjóar í Skandinavíu Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2016 13:36 Hiti hefur náð sautján stigum á Skjaldaþingsstöðum það sem af er degi og er spáð áframhaldandi hlýindum út vikuna. Vísir/Eyþór „Meðan staða veðrakerfanna er eins og hún er þá liggjum við til þess að gera inni í frekar hlýju lofti,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um hlýindin, miðað við árstíma, sem eru yfir landinu. Hiti hefur náð sautján stigum á Skjaldaþingsstöðum það sem af er degi og er spáð áframhaldandi hlýindum út vikuna. Meðan tiltölulega milt veður er yfir Íslandi þá er hins vegar mikið um snjó í Skandinavíu, þá sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. „Ég held að Norðmennirnir gráti það ekki, þeir vilja örugglega komast á skíðin sín. Við grátum það ekki heldur að hafa snjólaust. Þetta er mismunandi hvað fólk vill,“ segir Óli en fremur algengt að þegar milt er í veðri á Íslandi sé mikið um snjó og kulda í Skandinavíu. Spurður hvað stýri því segir Óli afar tilviljanakennt hvernig veðrakerfin raðast upp. „Lægðirnar eru að rúlla beint á okkur og meðan þær fara fyrir vestan land fáum við mikið af hlýju lofti yfir okkur, þannig að að því leytinu til þá liggjum við í þessum hlýja straumi sem er að draga loft langt sunnan úr hafi og hérna norður eftir. Það er hæð vestur af Spáni sem er að stýra lægðum upp í áttina að okkur. Meðan þær fara vestan við land fáum við þetta hlýja loft,“ segir Óli. Hann býst við að það muni lengja á milli lægða og þá sé ekki langt í kalda loftið og slydduél í kjölfar lægða. „En svo er ekki að sjá fyrr en næstu viku að ein og ein lægð skríði fyrir austan land og þá styttist í norðaustanáttina, en það er samt ekki fyrirsjáanlegt alveg á næstu dögum,“ segir Óli.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Sunnan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Rigning og súld, en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Gengur í suðaustan 15-23 í kvöld með talsverðri úrkomu sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast norðaustantil. Snýst í minnkandi suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum í fyrramálið, fyrst suðvestantil, en léttir til um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Sunnan 5-13 annað kvöld, hvassast vestantil.Veðurhorfur næstu dagaÁ miðvikudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum norðan- og vestanlands. Annars stöku skúrir eða él, en úrkomumeira á Suðausturlandi. Vægt frost, en hiti víða 0 til 5 stig við ströndina.Á fimmtudag:Breytileg átt 3-8, skýjað með köflum og stöku él, en vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Allhvöss eða hvöss austan- og suðaustanátt og rigning eða jafnvel slydda sunnan- og vestanlands, en þurrt norðaustantil. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir norðaustlæga átt með slyddu eða snjókomu fyrir norðan, en vestlægari og léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig að deginum.Á sunnudag:Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestantil og hlýnandi veðri. Veður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
„Meðan staða veðrakerfanna er eins og hún er þá liggjum við til þess að gera inni í frekar hlýju lofti,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um hlýindin, miðað við árstíma, sem eru yfir landinu. Hiti hefur náð sautján stigum á Skjaldaþingsstöðum það sem af er degi og er spáð áframhaldandi hlýindum út vikuna. Meðan tiltölulega milt veður er yfir Íslandi þá er hins vegar mikið um snjó í Skandinavíu, þá sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. „Ég held að Norðmennirnir gráti það ekki, þeir vilja örugglega komast á skíðin sín. Við grátum það ekki heldur að hafa snjólaust. Þetta er mismunandi hvað fólk vill,“ segir Óli en fremur algengt að þegar milt er í veðri á Íslandi sé mikið um snjó og kulda í Skandinavíu. Spurður hvað stýri því segir Óli afar tilviljanakennt hvernig veðrakerfin raðast upp. „Lægðirnar eru að rúlla beint á okkur og meðan þær fara fyrir vestan land fáum við mikið af hlýju lofti yfir okkur, þannig að að því leytinu til þá liggjum við í þessum hlýja straumi sem er að draga loft langt sunnan úr hafi og hérna norður eftir. Það er hæð vestur af Spáni sem er að stýra lægðum upp í áttina að okkur. Meðan þær fara vestan við land fáum við þetta hlýja loft,“ segir Óli. Hann býst við að það muni lengja á milli lægða og þá sé ekki langt í kalda loftið og slydduél í kjölfar lægða. „En svo er ekki að sjá fyrr en næstu viku að ein og ein lægð skríði fyrir austan land og þá styttist í norðaustanáttina, en það er samt ekki fyrirsjáanlegt alveg á næstu dögum,“ segir Óli.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Sunnan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Rigning og súld, en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Gengur í suðaustan 15-23 í kvöld með talsverðri úrkomu sunnan- og vestanlands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast norðaustantil. Snýst í minnkandi suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum í fyrramálið, fyrst suðvestantil, en léttir til um landið norðaustanvert. Kólnar í veðri. Sunnan 5-13 annað kvöld, hvassast vestantil.Veðurhorfur næstu dagaÁ miðvikudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum norðan- og vestanlands. Annars stöku skúrir eða él, en úrkomumeira á Suðausturlandi. Vægt frost, en hiti víða 0 til 5 stig við ströndina.Á fimmtudag:Breytileg átt 3-8, skýjað með köflum og stöku él, en vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Allhvöss eða hvöss austan- og suðaustanátt og rigning eða jafnvel slydda sunnan- og vestanlands, en þurrt norðaustantil. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir norðaustlæga átt með slyddu eða snjókomu fyrir norðan, en vestlægari og léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig að deginum.Á sunnudag:Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestantil og hlýnandi veðri.
Veður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent