Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 19:22 Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins í dag þegar borgarstjóra var afhent áskorun um að bregðast skjótt við fólksflótta úr stéttinni og lítilli nýliðun, vegna bágra kjara grunnskólakennara. Á þremur dögum skrifuðu ríflega þrjú þúsund kennarar undir áskorunina, eða tæplega sjötíu prósent allra grunnskólakennara á landinu. Félag grunnskólakennara fundaði í dag með Sambandi sveitarfélaga en engar fregnir hafa borist um að samningar hafi náðst. Grunnskólakennarar krefjast þess að sveitarfélögin bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna lélegra launa stéttarinnar en samningar kennara hafa verið lausir frá því í september. Ef ekki verði gripið í taumana sé ljóst grunnþjónustan muni bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum og íslenskt menntakerfi er komið að þolmörkum. Það þarf að bregðast við þessum vanda,” segir Erla Súsanna Þórisdóttir, kennari. „Það þarf fyrir það fyrsta að bæta laun kennara í samræmi við menntun og ábyrgð. Einnig að skoða kennaranámið í heild sinni því aðsóknin í kennaranámið er dapurleg. Það þarf líka meira fjármagn í skólana til að styðja við nemendur og starfið í heild sinni.“ Þriðjungur kennaranema á Íslandi skrifuðu einnig undir lista sem var afhentur borgarstjóra til að styðja við kröfur kennara en fáir nýnemar í kennaranámi eru mikið áhyggjuefni. Á tíu árum hefur til að mynda orðið sjötíu prósent fækkun nýnema í kennaranámi við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Nú eru eingöngu áttatíu kennaranemar á fyrsta ári. Reynslan sýnir að um helmingur kennaranema skilar sér í kennarastarfið þannig að gera má ráð fyrir að fjörutíu kennarar menntaðir við HÍ hefji störf á ári hverju. Þess má þó geta að kennaramenntun er einnig við Háskólann á Akureyri. Á sama tíma er kennarastéttin að eldast og á næstu árum munu um 113 kennarar fara á eftirlaun á ári. Hér eru kennarar sem hverfa til annarra starfa ekki teknir með en þeir eru fjölmargir og fer fjölgandi. Þetta þýðir að óhjákvæmilega muni sveitarfélögin þurfa að ráða ómenntað fólk til starfa í grunnskólunum á næstu árum. Borgarstjóri tekur undir að staðan sé alvarleg og telur kröfur kennara vera eitt dæmi af mörgum um hvernig úrskurður kjararáðs hefur hleypt illu blóði í kjaradeilur. „Ég tek bara undir það. Það hlýtur að vera eitt fyrsta verkefni Alþingis að grípa inn í og tryggja að þetta verði ekki. Það getur ekki gengið að það gangi eitt yfir toppana í samfélaginu og annað um þá sem eru að semja um kaup og kjör,” segir Dagur. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins í dag þegar borgarstjóra var afhent áskorun um að bregðast skjótt við fólksflótta úr stéttinni og lítilli nýliðun, vegna bágra kjara grunnskólakennara. Á þremur dögum skrifuðu ríflega þrjú þúsund kennarar undir áskorunina, eða tæplega sjötíu prósent allra grunnskólakennara á landinu. Félag grunnskólakennara fundaði í dag með Sambandi sveitarfélaga en engar fregnir hafa borist um að samningar hafi náðst. Grunnskólakennarar krefjast þess að sveitarfélögin bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna lélegra launa stéttarinnar en samningar kennara hafa verið lausir frá því í september. Ef ekki verði gripið í taumana sé ljóst grunnþjónustan muni bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum og íslenskt menntakerfi er komið að þolmörkum. Það þarf að bregðast við þessum vanda,” segir Erla Súsanna Þórisdóttir, kennari. „Það þarf fyrir það fyrsta að bæta laun kennara í samræmi við menntun og ábyrgð. Einnig að skoða kennaranámið í heild sinni því aðsóknin í kennaranámið er dapurleg. Það þarf líka meira fjármagn í skólana til að styðja við nemendur og starfið í heild sinni.“ Þriðjungur kennaranema á Íslandi skrifuðu einnig undir lista sem var afhentur borgarstjóra til að styðja við kröfur kennara en fáir nýnemar í kennaranámi eru mikið áhyggjuefni. Á tíu árum hefur til að mynda orðið sjötíu prósent fækkun nýnema í kennaranámi við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Nú eru eingöngu áttatíu kennaranemar á fyrsta ári. Reynslan sýnir að um helmingur kennaranema skilar sér í kennarastarfið þannig að gera má ráð fyrir að fjörutíu kennarar menntaðir við HÍ hefji störf á ári hverju. Þess má þó geta að kennaramenntun er einnig við Háskólann á Akureyri. Á sama tíma er kennarastéttin að eldast og á næstu árum munu um 113 kennarar fara á eftirlaun á ári. Hér eru kennarar sem hverfa til annarra starfa ekki teknir með en þeir eru fjölmargir og fer fjölgandi. Þetta þýðir að óhjákvæmilega muni sveitarfélögin þurfa að ráða ómenntað fólk til starfa í grunnskólunum á næstu árum. Borgarstjóri tekur undir að staðan sé alvarleg og telur kröfur kennara vera eitt dæmi af mörgum um hvernig úrskurður kjararáðs hefur hleypt illu blóði í kjaradeilur. „Ég tek bara undir það. Það hlýtur að vera eitt fyrsta verkefni Alþingis að grípa inn í og tryggja að þetta verði ekki. Það getur ekki gengið að það gangi eitt yfir toppana í samfélaginu og annað um þá sem eru að semja um kaup og kjör,” segir Dagur.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira