Bjarni greindi forsetanum frá stöðu mála í dag Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2016 19:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með forseta Íslands í dag og gerði honum grein fyrir stöðu mála og þeirri fyrirætlan sinni að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir lok þessarar viku. Bjarni vill þriggja flokka stjórn með rúman meirihluta. Bjarni Benediktsson hefur nú haft stjórnarmyndunarumboðið í sex daga. Hann heldur en öllum mögleikum opnum varðandi samstarf við aðra flokka. Bjarni hefur fundað með formönnum annarra flokka og metið stöðuna með þingflokki sínum. Honum þætti best að það kæmu ekki fleiri en þrír flokkar að ríkisstjórn. Hann telji meirihlut með Viðreisn og Bjatri framtíð og veikan en það málefnin ráði ferðinni.Ertu að bera víurnar svolítið í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar. En á hinn bóginn væri það ríkisstjórn sem myndi spanna meiri breidd í pólitíkinni. Og kannski við þær aðstæður sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru tveir stærstu flokkar á þingivisir/anton brinkVon á formlegum viðræðum í þessari viku Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru enn ekki hafnar en Bjarni segir að þær hljóti að hefjast í þessari viku. „Það gæti hrokkið í það hvenær sem er ef ég og viðkomandi komumst að þeirri niðurstöðu að við séum tilbúin að láta á það reyna. En ég ætla líka að vera búinn að gera forsetanum grein fyrir því hvernig ég met stöðuna,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann hitt síðan forsetann eftir hádegi í dag. Það er greinilegt að Bjarni hefur áhuga á samstarfi við Vinstri græn en Katrín Jakobsdóttir formaður VG hefur ekki tekið vel í slíkt samstarf opinberlega og lýst vilja til að mynda vinstristjórn. Það er því ekki sjálfgefið að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn. „Það er ekkert gefið í þessu. Ég og minn þingflokkur erum ekki að hugsa um það að mynda bara einhvern veginn stjórn til þess eins að mynda stjórn,“ segir Bjarni. Það þurfi að mynda sterka ríkisstjórn til að taka á stöðunni á vinnumarkaði og það þurfi að finna leiðir til að setja fjármuni í uppbyggingu innviða án þess að fara framúr sér í nýjum útgjöldum. „Að mynda sterka stjórn er markmiðið og ég er enn vongóður um að það geti tekist,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með forseta Íslands í dag og gerði honum grein fyrir stöðu mála og þeirri fyrirætlan sinni að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir lok þessarar viku. Bjarni vill þriggja flokka stjórn með rúman meirihluta. Bjarni Benediktsson hefur nú haft stjórnarmyndunarumboðið í sex daga. Hann heldur en öllum mögleikum opnum varðandi samstarf við aðra flokka. Bjarni hefur fundað með formönnum annarra flokka og metið stöðuna með þingflokki sínum. Honum þætti best að það kæmu ekki fleiri en þrír flokkar að ríkisstjórn. Hann telji meirihlut með Viðreisn og Bjatri framtíð og veikan en það málefnin ráði ferðinni.Ertu að bera víurnar svolítið í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar. En á hinn bóginn væri það ríkisstjórn sem myndi spanna meiri breidd í pólitíkinni. Og kannski við þær aðstæður sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru tveir stærstu flokkar á þingivisir/anton brinkVon á formlegum viðræðum í þessari viku Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru enn ekki hafnar en Bjarni segir að þær hljóti að hefjast í þessari viku. „Það gæti hrokkið í það hvenær sem er ef ég og viðkomandi komumst að þeirri niðurstöðu að við séum tilbúin að láta á það reyna. En ég ætla líka að vera búinn að gera forsetanum grein fyrir því hvernig ég met stöðuna,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann hitt síðan forsetann eftir hádegi í dag. Það er greinilegt að Bjarni hefur áhuga á samstarfi við Vinstri græn en Katrín Jakobsdóttir formaður VG hefur ekki tekið vel í slíkt samstarf opinberlega og lýst vilja til að mynda vinstristjórn. Það er því ekki sjálfgefið að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn. „Það er ekkert gefið í þessu. Ég og minn þingflokkur erum ekki að hugsa um það að mynda bara einhvern veginn stjórn til þess eins að mynda stjórn,“ segir Bjarni. Það þurfi að mynda sterka ríkisstjórn til að taka á stöðunni á vinnumarkaði og það þurfi að finna leiðir til að setja fjármuni í uppbyggingu innviða án þess að fara framúr sér í nýjum útgjöldum. „Að mynda sterka stjórn er markmiðið og ég er enn vongóður um að það geti tekist,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15
„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19
Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05