Forstjóri Barnaverndarstofu telur alla hafa skilning á því að Eyjólfur fái tækifæri til að alast upp á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 19:41 Eyjólfur ásamt móður sinni Elvu Christinu. vísir/anton brink Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. Dómurinn sé í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms og í raun það sem búist var við í málinu. Þrátt fyrir það vinna íslensk barnayfirvöld nú að því að finna leiðir til þess að drengurinn fari ekki úr landi. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið sem snýst um það að Elva Christina, móðir fimm ára gamals drengs, var svipt forræði yfir syni sínum Eyjólfi úti í Noregi. Til stóð og til stendur að senda hann til vandalausra norskra í fóstur. Amma drengsins og Elva flúðu til Íslands í kjölfar þess úrskurðar. Faðir drengsins er búsettur úti í Danmörku og hefur ekki haft bein afskipti af málinu til þessa. Rætt var við Braga í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann kannaðist við önnur sambærileg mál þar sem norsk barnaverndaryfirvöld hafi þurft að knýja á um svipaða hluti annars staðar í heiminum sagði hann: „Ég held að þetta sé mjög sérstakt mál og ég þekki ekki hliðstætt mál. [...] Þetta er í sjálfu sér brottnámsmál sem þýðir að barnið er tekið og það er farið með það úr landi með ólögmætum hætti. Þar kemur þetta flækjustig og þess vegna eiga menn svo erfitt með að skilja þetta. Í raun og veru fjallar málið bara um það afmarkaða atriði. Það fjallar ekkert um hvar barnið býr í framtíðinni, hverjir annast um barnið í framtíðinni og annað þess háttar.“ Bragi vonast til þess að það séu möguleikar í stöðunni til að leysa málið á annan hátt en þann að drengurinn verði sendur til Noregs. „Það er bara einfaldlega samræða í gangi á milli Barnaverndarstofu og norskra barnaverndaryfirvalda um að finna bestu leiðina í þágu barnsins. Ég held að allir hafi skilning á því að þessi drengur fái tækifæri til þess að alast upp á Íslandi og í íslensku samfélagi en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Norðmenn séu því sammála en það á bara eftir að koma í ljós hvernig okkur gengur að finna lausn,“ segir Bragi og bætir við að að öllu óbreyttu þyrftu íslensk yfirvöld að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. „En það er vinna í gangi sem miðar að því að finna aðra lausn.“Hlusta má á viðtalið við Braga í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20 Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að dómur Hæstaréttar í dag þess efnis að fimm ára íslenskur skuli sendur til Noregs eftir þrjár vikur komi sér ekki á óvart. Dómurinn sé í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms og í raun það sem búist var við í málinu. Þrátt fyrir það vinna íslensk barnayfirvöld nú að því að finna leiðir til þess að drengurinn fari ekki úr landi. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið sem snýst um það að Elva Christina, móðir fimm ára gamals drengs, var svipt forræði yfir syni sínum Eyjólfi úti í Noregi. Til stóð og til stendur að senda hann til vandalausra norskra í fóstur. Amma drengsins og Elva flúðu til Íslands í kjölfar þess úrskurðar. Faðir drengsins er búsettur úti í Danmörku og hefur ekki haft bein afskipti af málinu til þessa. Rætt var við Braga í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort hann kannaðist við önnur sambærileg mál þar sem norsk barnaverndaryfirvöld hafi þurft að knýja á um svipaða hluti annars staðar í heiminum sagði hann: „Ég held að þetta sé mjög sérstakt mál og ég þekki ekki hliðstætt mál. [...] Þetta er í sjálfu sér brottnámsmál sem þýðir að barnið er tekið og það er farið með það úr landi með ólögmætum hætti. Þar kemur þetta flækjustig og þess vegna eiga menn svo erfitt með að skilja þetta. Í raun og veru fjallar málið bara um það afmarkaða atriði. Það fjallar ekkert um hvar barnið býr í framtíðinni, hverjir annast um barnið í framtíðinni og annað þess háttar.“ Bragi vonast til þess að það séu möguleikar í stöðunni til að leysa málið á annan hátt en þann að drengurinn verði sendur til Noregs. „Það er bara einfaldlega samræða í gangi á milli Barnaverndarstofu og norskra barnaverndaryfirvalda um að finna bestu leiðina í þágu barnsins. Ég held að allir hafi skilning á því að þessi drengur fái tækifæri til þess að alast upp á Íslandi og í íslensku samfélagi en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að Norðmenn séu því sammála en það á bara eftir að koma í ljós hvernig okkur gengur að finna lausn,“ segir Bragi og bætir við að að öllu óbreyttu þyrftu íslensk yfirvöld að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. „En það er vinna í gangi sem miðar að því að finna aðra lausn.“Hlusta má á viðtalið við Braga í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20 Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20
Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Íslensk barnaverndaryfirvöld reyna nú að ná samningum við norsk yfirvöld svo íslenski drengurinn Eyjólfur Kristinn Elvuson verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. 26. október 2016 07:00