Reyna allt svo Eyjólfur verði ekki sendur burt Snærós Sindradóttir skrifar 26. október 2016 07:00 Elva Christina og sonur hennar, Eyjólfur Kristinn Elvuson, komu hingað til lands í sumar þegar norsk yfirvöld höfðu svipt Elvu forræði yfir drengnum. Hún hafði þá verið í neyslu fíkniefna. Hér á landi hefur hún farið í regluleg próf sem benda til þess að hún sé ekki lengur í neyslu. vísir/anton brink Barnaverndaryfirvöld á Íslandi leggja allt kapp á að Eyjólfur Kristinn Elvuson, fimm ára drengur, verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. Komið var saman á Austurvelli í gær til að mótmæla yfirvofandi brottflutningi. Forsaga málsins er sú að norsk barnaverndaryfirvöld sviptu Elvu Christinu forsjá yfir drengnum, en hún var búsett þar í landi ásamt móður sinni. Þegar úrskurður yfirvalda kom tók fjölskyldan saman föggur sínar og flúði til Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í málinu í byrjun mánaðarins. Tvennum sögum fer af því hvað úrskurðurinn þýðir en sagt hefur verið frá því í fjölmiðlum að senda eigi drenginn til Noregs á fósturheimili næstu þrettán árin. Dómurinn þýði að móðir drengsins, Elva Christina, komi aðeins til með að hitta drenginn tvisvar á ári undir eftirliti. Starfsfólk Barnaverndarstofu sem Fréttablaðið ræddi við segir málið ekki svo klippt og skorið. Úrskurður héraðsdóms merki að norsk barnaverndaryfirvöld fari með forsjá drengsins og hann eigi að vera í umsjá þeirra. Hins vegar sé ekkert í dómnum sem komi í veg fyrir að norsk barnaverndaryfirvöld velji barninu fósturheimili hér á landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að viðræður séu þegar hafnar við norsk yfirvöld og bjartsýni ríki á niðurstöðu málsins. Dómur héraðsdóms byggir á Haag-samningnum um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings á milli landa. Á vefsíðu Barnaverndarstofu kemur fram að markmið samningsins sé fyrst og fremst að leysa úr því ef annað foreldri barns flytur barn með ólögmætum hætti til annars lands. Honum hefur verið beitt þegar um forræðisdeilu foreldra er að ræða en þeir starfsmenn Barnaverndarstofu sem Fréttablaðið ræddi við minntust þess ekki að samningnum hefði verið beitt til að senda íslenskt barn út til erlendra barnaverndaryfirvalda. Það væri ekki venjan. Oddgeir Einarsson, lögmaður móður drengsins, segir úrskurð héraðsdóms skýran um að afhenda eigi barnið norskum barnaverndaryfirvöldum. Fyrir liggi norskur úrskurður um að barnið eigi að vista á fósturheimili. Málið sé er til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands sem eigi eftir að dæma í málinu. „Ég hef ekkert fast í hendi um að það náist samningur þarna á milli. Ef maður horfir á þetta burt séð frá öllum lagaákvæðum þá er þarna strákur sem er fæddur á Íslandi, talar íslensku og á íslenska foreldra, hann er á leikskóla hérna og gengur vel og barnaverndaryfirvöld í Reykjavík hafa haft eftirlit með heimilinu. Manni finnst þetta öskra á að þetta eigi ekki að geta gerst. Það sé ekki í samræmi við mannréttindi stráksins og friðhelgi fjölskyldu hans.“ Oddgeir segir mikinn fjölda af ættingjum hér á landi geta tekið við drengnum. Faðir drengsins, sem er búsettur í Danmörku, undirbýr nú mál gegn norska ríkinu til að fá forræði drengsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29 Dómarinn telur drengnum engin hætta búin í Noregi Í dómi þar sem Elvu Christinu er gert að senda son sinn fimm ára til Noregs er ekki litið til vilja drengsins. 7. október 2016 13:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Barnaverndaryfirvöld á Íslandi leggja allt kapp á að Eyjólfur Kristinn Elvuson, fimm ára drengur, verði ekki sendur til Noregs á fósturheimili. Komið var saman á Austurvelli í gær til að mótmæla yfirvofandi brottflutningi. Forsaga málsins er sú að norsk barnaverndaryfirvöld sviptu Elvu Christinu forsjá yfir drengnum, en hún var búsett þar í landi ásamt móður sinni. Þegar úrskurður yfirvalda kom tók fjölskyldan saman föggur sínar og flúði til Íslands. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í málinu í byrjun mánaðarins. Tvennum sögum fer af því hvað úrskurðurinn þýðir en sagt hefur verið frá því í fjölmiðlum að senda eigi drenginn til Noregs á fósturheimili næstu þrettán árin. Dómurinn þýði að móðir drengsins, Elva Christina, komi aðeins til með að hitta drenginn tvisvar á ári undir eftirliti. Starfsfólk Barnaverndarstofu sem Fréttablaðið ræddi við segir málið ekki svo klippt og skorið. Úrskurður héraðsdóms merki að norsk barnaverndaryfirvöld fari með forsjá drengsins og hann eigi að vera í umsjá þeirra. Hins vegar sé ekkert í dómnum sem komi í veg fyrir að norsk barnaverndaryfirvöld velji barninu fósturheimili hér á landi. Heimildir Fréttablaðsins herma að viðræður séu þegar hafnar við norsk yfirvöld og bjartsýni ríki á niðurstöðu málsins. Dómur héraðsdóms byggir á Haag-samningnum um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings á milli landa. Á vefsíðu Barnaverndarstofu kemur fram að markmið samningsins sé fyrst og fremst að leysa úr því ef annað foreldri barns flytur barn með ólögmætum hætti til annars lands. Honum hefur verið beitt þegar um forræðisdeilu foreldra er að ræða en þeir starfsmenn Barnaverndarstofu sem Fréttablaðið ræddi við minntust þess ekki að samningnum hefði verið beitt til að senda íslenskt barn út til erlendra barnaverndaryfirvalda. Það væri ekki venjan. Oddgeir Einarsson, lögmaður móður drengsins, segir úrskurð héraðsdóms skýran um að afhenda eigi barnið norskum barnaverndaryfirvöldum. Fyrir liggi norskur úrskurður um að barnið eigi að vista á fósturheimili. Málið sé er til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands sem eigi eftir að dæma í málinu. „Ég hef ekkert fast í hendi um að það náist samningur þarna á milli. Ef maður horfir á þetta burt séð frá öllum lagaákvæðum þá er þarna strákur sem er fæddur á Íslandi, talar íslensku og á íslenska foreldra, hann er á leikskóla hérna og gengur vel og barnaverndaryfirvöld í Reykjavík hafa haft eftirlit með heimilinu. Manni finnst þetta öskra á að þetta eigi ekki að geta gerst. Það sé ekki í samræmi við mannréttindi stráksins og friðhelgi fjölskyldu hans.“ Oddgeir segir mikinn fjölda af ættingjum hér á landi geta tekið við drengnum. Faðir drengsins, sem er búsettur í Danmörku, undirbýr nú mál gegn norska ríkinu til að fá forræði drengsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29 Dómarinn telur drengnum engin hætta búin í Noregi Í dómi þar sem Elvu Christinu er gert að senda son sinn fimm ára til Noregs er ekki litið til vilja drengsins. 7. október 2016 13:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Senda á drenginn út til Noregs eigi síðar en 4. desember Blásið hefur verið til samstöðufundar og búið er að áfrýja málinu til hæstaréttar. 21. október 2016 14:20
„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30
Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn. 5. október 2016 19:29
Dómarinn telur drengnum engin hætta búin í Noregi Í dómi þar sem Elvu Christinu er gert að senda son sinn fimm ára til Noregs er ekki litið til vilja drengsins. 7. október 2016 13:30