Innlent

Lokatölur í Suðvestur: Vilhjálmur Bjarnason nær endurkjöri

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ljóst er að Vilhjálmur Bjarnason nær endurkjöri sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins nú þegar lokatölur liggja fyrir í Suðvesturkjördæmi.
Ljóst er að Vilhjálmur Bjarnason nær endurkjöri sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins nú þegar lokatölur liggja fyrir í Suðvesturkjördæmi. Vísir/GVA
Ljóst er að Vilhjálmur Bjarnason nær endurkjöri sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins nú þegar lokatölur liggja fyrir í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn hlaut 18049 atkvæði eða 33,9 prósent í kjördæminu.

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi var 80,1% og eru Píratar næst stærsti flokkurinn í kjördæminu með 13,6% og tvo kjörna þingmenn.

Eins og staðan er núna er Samfylkingin ekki með neinn þingmann í kjördæminu en Árni Páll Árnason oddviti flokksins gæti dottið inn á lokametrunu sem jöfnunarþingmaður. 

Eins og tölurnar standa núna er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi með 29 prósent atkvæða á landsvísu. Vinstri græn koma þar á eftir með 16,2 prósent atkvæða á landinu öllu og þá koma Píratar með 14,6 prósent. Framsókn og Samfylkingin tapa miklu á landsvísu og hljóta nú sína verstu kosningu í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×