Lögreglan á Suðurlandi segir í tilkynningu á Facebook síðu sinni þar sem hún vill vara vegfarendur sem hyggjast aka hjá Lóni, austan Hornafjarðar, eigi að halda sig frá svæðinu.
Þar er að þeirra sögn mjög hvasst í veðri sem stendur og hætta á að bifreiðar fjúki út af veginum í hviðum. Fólki er því ráðlagt að vera ekki á ferðinni á þessu svæði á meðan veðrið gengur yfir.

