Oddný ætlar ekki að segja af sér formennsku Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 31. október 2016 07:00 Oddný Harðardóttir segir flokksmenn ætla að fara yfir stöðuna vísir/hanna Samfylkingin galt afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þingmenn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins náði kjöri, auk Loga Einarssonar varaformanns og Guðjóns S Brjánssonar oddvita Norðausturkjördæmis. Einungis Logi er kjördæmakjörinn en hin tvö jöfnunarþingmenn. Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir náðu ekki kjöri. Stjórn Samfylkingarinnar fundaði um stöðu flokksins í gær. Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar og segir Oddný að hún muni ekki stíga til hliðar sem formaður um sinn. „Við skoðum það í samhengi við annað, hvað við teljum heppilegt að gera. Það hefur engin krafa komið fram um það að ég fari að stíga til hliðar daginn eftir kosningar. Ég held að menn séu sammála um að við tökum ákvörðun um það saman. Ég geri það sem er flokknum fyrir bestu,“ segir Oddný. Fréttablaðið hafði samband við áhrifafólk innan Samfylkingarinnar og er mismunandi í þeim tónninn varðandi stöðu formannsins. Nokkrir voru þeirrar skoðunar að Oddný þyrfti að segja af sér í ljósi stöðunnar og einn hafði á orði að ef Samfylkingin ætti að taka stöðu sína alvarlega þyrfti Oddný að segja af sér. Aðrir töldu rétt að leyfa rykinu að setjast áður en einhver róttæk ákvörðun yrði tekin. „Í dag er maður náttúrulega svo hundfúll,“ segir Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins. „Tökum tvo daga í að anda inn og út og síðan þarf hver og einn að íhuga sína stöðu.“ Líkt og fram hefur komið missti Samfylkingin alla sína þingmenn í Reykjavík á sama tíma og borgarstjóri kemur úr röðum flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að borgarstjórnarfulltrúar og nefndamenn flokksins hafi fundað í gærkvöldi til að ræða stöðu flokksins. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir uppstokkun blasa við á vinstri vængnum. Fylgi félagshyggjufólks sé að dreifast mjög víða. „Það er einhver blæbrigðamunur á milli framboða og margir voru að tala fyrir því sama í aðdraganda kosninga. Þetta strandar ekki á málefnastöðunni, frekar á einhverjum persónum,“ segir hann. „Mér finnst skylda að félagshyggjufólk hugi að því með einhverjum hætti hvernig væri best að gera þetta. Nú er VG með góðan sigur en samt verður flokkurinn hugsanlega bara meðalstór stjórnarandstöðuflokkur af því vinstrið er eins og það er,“ segir Magnús. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Samfylkingin galt afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þingmenn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins náði kjöri, auk Loga Einarssonar varaformanns og Guðjóns S Brjánssonar oddvita Norðausturkjördæmis. Einungis Logi er kjördæmakjörinn en hin tvö jöfnunarþingmenn. Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir náðu ekki kjöri. Stjórn Samfylkingarinnar fundaði um stöðu flokksins í gær. Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar og segir Oddný að hún muni ekki stíga til hliðar sem formaður um sinn. „Við skoðum það í samhengi við annað, hvað við teljum heppilegt að gera. Það hefur engin krafa komið fram um það að ég fari að stíga til hliðar daginn eftir kosningar. Ég held að menn séu sammála um að við tökum ákvörðun um það saman. Ég geri það sem er flokknum fyrir bestu,“ segir Oddný. Fréttablaðið hafði samband við áhrifafólk innan Samfylkingarinnar og er mismunandi í þeim tónninn varðandi stöðu formannsins. Nokkrir voru þeirrar skoðunar að Oddný þyrfti að segja af sér í ljósi stöðunnar og einn hafði á orði að ef Samfylkingin ætti að taka stöðu sína alvarlega þyrfti Oddný að segja af sér. Aðrir töldu rétt að leyfa rykinu að setjast áður en einhver róttæk ákvörðun yrði tekin. „Í dag er maður náttúrulega svo hundfúll,“ segir Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins. „Tökum tvo daga í að anda inn og út og síðan þarf hver og einn að íhuga sína stöðu.“ Líkt og fram hefur komið missti Samfylkingin alla sína þingmenn í Reykjavík á sama tíma og borgarstjóri kemur úr röðum flokksins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að borgarstjórnarfulltrúar og nefndamenn flokksins hafi fundað í gærkvöldi til að ræða stöðu flokksins. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir uppstokkun blasa við á vinstri vængnum. Fylgi félagshyggjufólks sé að dreifast mjög víða. „Það er einhver blæbrigðamunur á milli framboða og margir voru að tala fyrir því sama í aðdraganda kosninga. Þetta strandar ekki á málefnastöðunni, frekar á einhverjum persónum,“ segir hann. „Mér finnst skylda að félagshyggjufólk hugi að því með einhverjum hætti hvernig væri best að gera þetta. Nú er VG með góðan sigur en samt verður flokkurinn hugsanlega bara meðalstór stjórnarandstöðuflokkur af því vinstrið er eins og það er,“ segir Magnús. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira