Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Sæunn Gísladóttir skrifar 31. október 2016 09:30 Írar og Skotar skáru út næpur og settu kerti í þær á Hrekkjavöku, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker, sem er miklu stærra sem lukt. Vísir/Getty Hrekkjavaka gengur formlega í garð í dag, þó að margir hafi orðið varir við Hrekkjavökupartí um nýliðna helgi. Flestir tengja Hrekkjavöku við Bandaríkin, en siðurinn er mun eldri og barst til Bandaríkjanna með Írum og Skotum sem fluttu þangað á 19. öld. „Þetta er fyrst og fremst hátíð sem á rætur sínar að rekja til keltneskra þjóða, sem voru víðast hvar í Norður-Evrópu til dæmis í Frakklandi og Bretlandi og í Skotlandi og á Írlandi. Þetta á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá því á fyrstu öld fyrir Krist og hét þá Samhaim,“ segir Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Nafnið Halloween kemur frá því að þegar kirkjan yfirtekur þennan sið, þá verður þetta að Allraheilagramessu. Þetta er stytting á All Hallow's Evening," segir Kristinn. Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Mynd/KS Hann segir óvíst hvenær nákvæmlega hátíðin kom til Íslands. „En maður hefur fundið fyrir því á síðustu tveimur áratugum sérstaklega að krakkar séu að bera sig til við það að ganga í hús og halda Hrekkjavökupartí. Maður sér einnig að þetta er farið að einkenna skemmtanalífið á þessum degi, og barir, ekki síst þar sem er mikið um ferðamenn, eru farnir að halda þennan dag hátíðlegan." Dagurinn er fyrsti vetrardagur í keltnesku tímabili. „Það má marka þetta sem upphaf dekkri helming ársins og þetta er dagur sem er á mörkum tveggja heima, heima þeirra lifandi og látinna, okkar mannfólksins og álfheima. Fólk taldi að sálir þeirra sem höfðu látist á árinu, og álfar, væru jafnvel á ferli. Til að halda þessum vættum góðum þá voru þeim gefnar matargjafir. Þetta er að einhverju leyti rætur þess siðar að ganga í hús og biðja um sælgæti," segir Kristinn. Hann segir að Írar og Skotar hefðu verið að skera út næpur og setja kerti í þær, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker sem er miklu stærra sem lukt. „Í Bandaríkjunum þróaðist þetta yfir í það að vera kannski barnahátíð, en þó held ég að kjarni hennar hafi að einhverju leyti haldist sem er ákveðin óttablandin virðing fyrir hinu yfirnáttúrlega," segir Kristinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Hrekkjavaka Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Hrekkjavaka gengur formlega í garð í dag, þó að margir hafi orðið varir við Hrekkjavökupartí um nýliðna helgi. Flestir tengja Hrekkjavöku við Bandaríkin, en siðurinn er mun eldri og barst til Bandaríkjanna með Írum og Skotum sem fluttu þangað á 19. öld. „Þetta er fyrst og fremst hátíð sem á rætur sínar að rekja til keltneskra þjóða, sem voru víðast hvar í Norður-Evrópu til dæmis í Frakklandi og Bretlandi og í Skotlandi og á Írlandi. Þetta á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá því á fyrstu öld fyrir Krist og hét þá Samhaim,“ segir Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Nafnið Halloween kemur frá því að þegar kirkjan yfirtekur þennan sið, þá verður þetta að Allraheilagramessu. Þetta er stytting á All Hallow's Evening," segir Kristinn. Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Mynd/KS Hann segir óvíst hvenær nákvæmlega hátíðin kom til Íslands. „En maður hefur fundið fyrir því á síðustu tveimur áratugum sérstaklega að krakkar séu að bera sig til við það að ganga í hús og halda Hrekkjavökupartí. Maður sér einnig að þetta er farið að einkenna skemmtanalífið á þessum degi, og barir, ekki síst þar sem er mikið um ferðamenn, eru farnir að halda þennan dag hátíðlegan." Dagurinn er fyrsti vetrardagur í keltnesku tímabili. „Það má marka þetta sem upphaf dekkri helming ársins og þetta er dagur sem er á mörkum tveggja heima, heima þeirra lifandi og látinna, okkar mannfólksins og álfheima. Fólk taldi að sálir þeirra sem höfðu látist á árinu, og álfar, væru jafnvel á ferli. Til að halda þessum vættum góðum þá voru þeim gefnar matargjafir. Þetta er að einhverju leyti rætur þess siðar að ganga í hús og biðja um sælgæti," segir Kristinn. Hann segir að Írar og Skotar hefðu verið að skera út næpur og setja kerti í þær, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker sem er miklu stærra sem lukt. „Í Bandaríkjunum þróaðist þetta yfir í það að vera kannski barnahátíð, en þó held ég að kjarni hennar hafi að einhverju leyti haldist sem er ákveðin óttablandin virðing fyrir hinu yfirnáttúrlega," segir Kristinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hrekkjavaka Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira