Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2016 23:16 Davíð Oddssson og Árni Páll Árnason árið 2008. Vísir/Stefán Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Davíð Oddsson hafa „blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi“ þegar hann kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. Árni Páll segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni í tilefni af fréttum kvöldsins um vitnisburð Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra í Seðlabankanum, sem hann gaf í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 og greint er frá nú. Árni Páll var þingmaður á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett og Davíð seðlabankastjóri. „Allir í herberginu – mikill fjöldi gesta og fullsetið meðal nefndarmanna – voru slegnir yfir atburðum dagsins. Aðeins einn maður virtist algerlega laus við að skilja þá vá sem að steðjaði og dóseraði með fullkomlega óviðeigandi bröndurum um eigið ágæti og feril: „Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég mæti á fund í þingnefnd, hafandi verið þingmaður og ráðherra í 14 ár, hahahaha!“ og kór fylgdarsveina og flokksbræðra hló hinum taugaveiklaða meðvirknishlátri sem alltaf fylgdi bröndurum Davíðs á gullaldarárum hans,“ rifjar Árni Páll upp. „Svo kom að umfjöllun um efnisatriði málsins. Þá óð á súðum hjá seðlabankastjóranum og við fengum að heyra hversu gríðarlega traust veð hann hefði tekið fyrir láninu til Kaupþings fyrr um daginn „ekki bara í einhverjum bréfum heldur er allur bankinn að veði, allur bankinn, sko!“ Nú getur vel verið að Davíð hafi alltaf vitað að þessir fjármunir myndu tapast. Og kannski upplýsti hann Geir H. Haarde um það – við höfum í sjálfu sér bara orð Sturlu Pálssonar fyrir því á þessu stigi, eins og ég skil fréttir kvöldsins. En Davíð leyndi þá alla vega Alþingi þeirri vitneskju og blekkti þing og þjóð þegar mest á reyndi,“ segir Árni Páll.Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Árni Páll sagður hafa átt sæti í ríkisstjórn á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett. Það er ekki rétt. Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Davíð Oddsson hafa „blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi“ þegar hann kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. Árni Páll segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni í tilefni af fréttum kvöldsins um vitnisburð Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra í Seðlabankanum, sem hann gaf í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 og greint er frá nú. Árni Páll var þingmaður á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett og Davíð seðlabankastjóri. „Allir í herberginu – mikill fjöldi gesta og fullsetið meðal nefndarmanna – voru slegnir yfir atburðum dagsins. Aðeins einn maður virtist algerlega laus við að skilja þá vá sem að steðjaði og dóseraði með fullkomlega óviðeigandi bröndurum um eigið ágæti og feril: „Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég mæti á fund í þingnefnd, hafandi verið þingmaður og ráðherra í 14 ár, hahahaha!“ og kór fylgdarsveina og flokksbræðra hló hinum taugaveiklaða meðvirknishlátri sem alltaf fylgdi bröndurum Davíðs á gullaldarárum hans,“ rifjar Árni Páll upp. „Svo kom að umfjöllun um efnisatriði málsins. Þá óð á súðum hjá seðlabankastjóranum og við fengum að heyra hversu gríðarlega traust veð hann hefði tekið fyrir láninu til Kaupþings fyrr um daginn „ekki bara í einhverjum bréfum heldur er allur bankinn að veði, allur bankinn, sko!“ Nú getur vel verið að Davíð hafi alltaf vitað að þessir fjármunir myndu tapast. Og kannski upplýsti hann Geir H. Haarde um það – við höfum í sjálfu sér bara orð Sturlu Pálssonar fyrir því á þessu stigi, eins og ég skil fréttir kvöldsins. En Davíð leyndi þá alla vega Alþingi þeirri vitneskju og blekkti þing og þjóð þegar mest á reyndi,“ segir Árni Páll.Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Árni Páll sagður hafa átt sæti í ríkisstjórn á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett. Það er ekki rétt.
Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04