Árni Páll segir Davíð hafa blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2016 23:16 Davíð Oddssson og Árni Páll Árnason árið 2008. Vísir/Stefán Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Davíð Oddsson hafa „blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi“ þegar hann kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. Árni Páll segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni í tilefni af fréttum kvöldsins um vitnisburð Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra í Seðlabankanum, sem hann gaf í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 og greint er frá nú. Árni Páll var þingmaður á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett og Davíð seðlabankastjóri. „Allir í herberginu – mikill fjöldi gesta og fullsetið meðal nefndarmanna – voru slegnir yfir atburðum dagsins. Aðeins einn maður virtist algerlega laus við að skilja þá vá sem að steðjaði og dóseraði með fullkomlega óviðeigandi bröndurum um eigið ágæti og feril: „Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég mæti á fund í þingnefnd, hafandi verið þingmaður og ráðherra í 14 ár, hahahaha!“ og kór fylgdarsveina og flokksbræðra hló hinum taugaveiklaða meðvirknishlátri sem alltaf fylgdi bröndurum Davíðs á gullaldarárum hans,“ rifjar Árni Páll upp. „Svo kom að umfjöllun um efnisatriði málsins. Þá óð á súðum hjá seðlabankastjóranum og við fengum að heyra hversu gríðarlega traust veð hann hefði tekið fyrir láninu til Kaupþings fyrr um daginn „ekki bara í einhverjum bréfum heldur er allur bankinn að veði, allur bankinn, sko!“ Nú getur vel verið að Davíð hafi alltaf vitað að þessir fjármunir myndu tapast. Og kannski upplýsti hann Geir H. Haarde um það – við höfum í sjálfu sér bara orð Sturlu Pálssonar fyrir því á þessu stigi, eins og ég skil fréttir kvöldsins. En Davíð leyndi þá alla vega Alþingi þeirri vitneskju og blekkti þing og þjóð þegar mest á reyndi,“ segir Árni Páll.Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Árni Páll sagður hafa átt sæti í ríkisstjórn á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett. Það er ekki rétt. Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Davíð Oddsson hafa „blekkt þing og þjóð þegar mest á reyndi“ þegar hann kom fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis til að ræða neyðarlögin að kvöldi 6. október 2008. Árni Páll segir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni í tilefni af fréttum kvöldsins um vitnisburð Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra í Seðlabankanum, sem hann gaf í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2012 og greint er frá nú. Árni Páll var þingmaður á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett og Davíð seðlabankastjóri. „Allir í herberginu – mikill fjöldi gesta og fullsetið meðal nefndarmanna – voru slegnir yfir atburðum dagsins. Aðeins einn maður virtist algerlega laus við að skilja þá vá sem að steðjaði og dóseraði með fullkomlega óviðeigandi bröndurum um eigið ágæti og feril: „Þetta er nú í fyrsta sinn sem ég mæti á fund í þingnefnd, hafandi verið þingmaður og ráðherra í 14 ár, hahahaha!“ og kór fylgdarsveina og flokksbræðra hló hinum taugaveiklaða meðvirknishlátri sem alltaf fylgdi bröndurum Davíðs á gullaldarárum hans,“ rifjar Árni Páll upp. „Svo kom að umfjöllun um efnisatriði málsins. Þá óð á súðum hjá seðlabankastjóranum og við fengum að heyra hversu gríðarlega traust veð hann hefði tekið fyrir láninu til Kaupþings fyrr um daginn „ekki bara í einhverjum bréfum heldur er allur bankinn að veði, allur bankinn, sko!“ Nú getur vel verið að Davíð hafi alltaf vitað að þessir fjármunir myndu tapast. Og kannski upplýsti hann Geir H. Haarde um það – við höfum í sjálfu sér bara orð Sturlu Pálssonar fyrir því á þessu stigi, eins og ég skil fréttir kvöldsins. En Davíð leyndi þá alla vega Alþingi þeirri vitneskju og blekkti þing og þjóð þegar mest á reyndi,“ segir Árni Páll.Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var Árni Páll sagður hafa átt sæti í ríkisstjórn á þeim tíma sem neyðarlögin voru sett. Það er ekki rétt.
Tengdar fréttir Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32 Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Samtalið verður ekki birt með samþykki Geirs Geir H. Haarde segir að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta því að embættismenn hljóðriti samtöl við hann án hans vitundar. 19. október 2016 19:32
Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. 19. október 2016 18:30
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04