Lífið

Flokkur fólksins skorar á formenn annarra flokka í söng

Samúel Karl Ólason skrifar
Flokkur fólksins skorar á formenn annarra stjórnmálaflokka að syngja betur en formaður þeirra Inga Sæland. Inga tók lagið á kosningahátíð flokksins en hún er mikil söngkona og keppti á árum áður í X-Factor.

„Við í Flokki Fólksins höfum tekið eftir því hvernig gömlu flokkarnir eru komnir í keppni í um að mæra sem mest sína formenn. Höfum við hjá Flokki Fólksins ákveðið að skora á formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks, Framsókanarflokks, Samfylkingar, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Dögunar, Pírata, Húmanista, Þjóðfylkingar og Alþýðufylkingar að sýna nú í verki hversu frábærir formenn þeirra eru á öllum sviðum, og reyna að syngja betur en formaður okkar gerir í þessari upptöku frá kosningahátíð okkar,“ segir í tilkynningu frá Flokki fólksins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.