Innlent

Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða

Samúel Karl Ólason skrifar
Arna Ýr Jónsdóttir.
Arna Ýr Jónsdóttir.

Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir ætlar ekki að taka þátt í keppninni Miss Grand International í Las Vegas. Hún segir nú að ekki hafi verið um misskilning að ræða heldur hafi henni verið skipað að grenna sig þar sem hún væri of feit.

Starfsfólk keppninnar færði henni þau skilaboð á föstudaginn, en í gær fundaði hún með eigenda keppninnar. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Arna að um misskilning á milli eigenda og starfsfólks hefði verið að ræða. Nú segir hún það ekki vera rétt heldur hafi henni verið skipað að segja það.

Sjá einnig: Misskilningur í Las Vegas: Arna Ýr ætlar að keppa

„Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því,“ skrifaði Arna á Facebook í morgun.

Þar segist hún ætla að standa uppi fyrir sjálfri sér, öllum konum og íslensku þjóðinni.

„Ég ætla ekki að láta segja mér að ég hafi of mikla fitu utan á mér til þess að vera flott upp á sviði. Ég er hætt. Ég ætla ekki upp á svið í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International.“

Arna segist nú vera farin af hótelinu og að hún hafi skilið eftir skilaboð til eigandans. Í því sagði Arna að ef hann ætlaði að halda alþjóðlega fegurðarsamkeppni þyrfti hann að geta séð alþjóðlega fegurð.

„P.s. Hælarnir lagðir á hilluna!“


Tengdar fréttir

Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin

Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning fékk skilaboð frá eigenda fegurðarsamkeppni sem hún tekur þátt í í Las Vegas að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Ef eigendur keppninnar taka skilaboðin ekki til baka ætlar hún að hætta við að taka þátt í keppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.