Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2015 19:45 Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. Hönnun nýs Herjólfs miðar við að Vestmannaeyjaferjan geti orðið rafdrifin. Ferjan Ampere siglir á leið þvert yfir utanverðan Sognfjörðinn milli tveggja ferjuhafna. Hún lítur að flestu leyti út eins og aðrar nýlegar ferjur á norsku fjörðunum. Hún telst þó vera bylting í samgöngum á sjó. Til að gera hana helmingi léttari en hefðbundnar ferjur var hún smíðuð úr áli, sem minnkar orkunotkun hennar um helming. Stóri munurinn er hins vegar sá að hún er eingöngu knúin með raforku. Það heyrist ekkert vélarhljóð frá henni, hún er hljóðlát. Og það eru heldur engir strompar enda enginn dísilreykur. Siglingin yfir fjörðinn tekur um tuttugu mínútur en þegar hún kemur að landi er hún tengd við stórt hleðslutæki áfast bryggjunni. Biðtíminn í hvorri höfn, 10 mínútur, nýtist svo til að hlaða rafhlöðurnar. Einu vandkvæðin í tilraunasiglingum fyrstu vikurnar voru að hleðslutæki í annarri höfninni bilaði en síðasta hálfa árið hefur rafmagnsferjan gengið áfallalaust. Hún er um 80 metra löng og afkastar á við aðrar ferjur, tekur 120 fólksbíla og 350 farþega.Hönnun nýs Herjólfs gerir ráð fyrir að hann geti orðið rafknúinn.vísir/stefánOg nú er farið að huga að því að íslensk ferja verði knúin innlendri orku. Við hönnun nýs Herjólfs er gert ráð fyrir að hún verði svokölluð hybrid-ferja eða tvinnferja, þannig að hún verði knúin raforku. Dísilvélar um borð munu þó framleiða raforkuna. Formaður stýrihóps um Herjólf, Friðfinnur Skaftason, segir hugmyndina að í framtíðinni verði hægt að setja stærri rafhlöður í skipið og koma hleðslutækjum fyrir í ferjuhöfnunum. Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. Hönnun nýs Herjólfs miðar við að Vestmannaeyjaferjan geti orðið rafdrifin. Ferjan Ampere siglir á leið þvert yfir utanverðan Sognfjörðinn milli tveggja ferjuhafna. Hún lítur að flestu leyti út eins og aðrar nýlegar ferjur á norsku fjörðunum. Hún telst þó vera bylting í samgöngum á sjó. Til að gera hana helmingi léttari en hefðbundnar ferjur var hún smíðuð úr áli, sem minnkar orkunotkun hennar um helming. Stóri munurinn er hins vegar sá að hún er eingöngu knúin með raforku. Það heyrist ekkert vélarhljóð frá henni, hún er hljóðlát. Og það eru heldur engir strompar enda enginn dísilreykur. Siglingin yfir fjörðinn tekur um tuttugu mínútur en þegar hún kemur að landi er hún tengd við stórt hleðslutæki áfast bryggjunni. Biðtíminn í hvorri höfn, 10 mínútur, nýtist svo til að hlaða rafhlöðurnar. Einu vandkvæðin í tilraunasiglingum fyrstu vikurnar voru að hleðslutæki í annarri höfninni bilaði en síðasta hálfa árið hefur rafmagnsferjan gengið áfallalaust. Hún er um 80 metra löng og afkastar á við aðrar ferjur, tekur 120 fólksbíla og 350 farþega.Hönnun nýs Herjólfs gerir ráð fyrir að hann geti orðið rafknúinn.vísir/stefánOg nú er farið að huga að því að íslensk ferja verði knúin innlendri orku. Við hönnun nýs Herjólfs er gert ráð fyrir að hún verði svokölluð hybrid-ferja eða tvinnferja, þannig að hún verði knúin raforku. Dísilvélar um borð munu þó framleiða raforkuna. Formaður stýrihóps um Herjólf, Friðfinnur Skaftason, segir hugmyndina að í framtíðinni verði hægt að setja stærri rafhlöður í skipið og koma hleðslutækjum fyrir í ferjuhöfnunum.
Tengdar fréttir Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Fyrsta rafknúna ferja heims siglir í Noregi Ekki boðið upp á kaffi og skonsur um borð til að spara rafmagn. 22. mars 2015 09:21
Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02