Viðskipti innlent

Þetta er norska ferjan sem gæti bylt samgöngum á sjó

Kristján Már Unnarsson skrifar

Fyrsta stóra rafmagnsferja heims hefur nú siglt áfallalaust í Noregi í hálft ár. Hönnun nýs Herjólfs miðar við að Vestmannaeyjaferjan geti orðið rafdrifin.

Ferjan Ampere siglir á leið þvert yfir utanverðan Sognfjörðinn milli tveggja ferjuhafna. Hún lítur að flestu leyti út eins og aðrar nýlegar ferjur á norsku fjörðunum. Hún telst þó vera bylting í samgöngum á sjó.

Til að gera hana helmingi léttari en hefðbundnar ferjur var hún smíðuð úr áli, sem minnkar orkunotkun hennar um helming. Stóri munurinn er hins vegar sá að hún er eingöngu knúin með raforku. Það heyrist ekkert vélarhljóð frá henni, hún er hljóðlát. Og það eru heldur engir strompar enda enginn dísilreykur.

Siglingin yfir fjörðinn tekur um tuttugu mínútur en þegar hún kemur að landi er hún tengd við stórt hleðslutæki áfast bryggjunni. Biðtíminn í hvorri höfn, 10 mínútur, nýtist svo til að hlaða rafhlöðurnar.

Einu vandkvæðin í tilraunasiglingum fyrstu vikurnar voru að hleðslutæki í annarri höfninni bilaði en síðasta hálfa árið hefur rafmagnsferjan gengið áfallalaust. Hún er um 80 metra löng og afkastar á við aðrar ferjur, tekur 120 fólksbíla og 350 farþega.

Hönnun nýs Herjólfs gerir ráð fyrir að hann geti orðið rafknúinn. vísir/stefán

Og nú er farið að huga að því að íslensk ferja verði knúin innlendri orku. Við hönnun nýs Herjólfs er gert ráð fyrir að hún verði svokölluð hybrid-ferja eða tvinnferja, þannig að hún verði knúin raforku. Dísilvélar um borð munu þó framleiða raforkuna. 

Formaður stýrihóps um Herjólf, Friðfinnur Skaftason, segir hugmyndina að í framtíðinni verði hægt að setja stærri rafhlöður í skipið og koma hleðslutækjum fyrir í ferjuhöfnunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.