Ástandið sé óbærilegt fyrir íbúa og rútubílstjóra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2016 20:00 Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu. Í takt við fjölgun ferðamanna hér á landi hefur rútuumferð í miðbænum aukist. Ferðamönnum er skutlað eða þeir sóttir á hótel á svæðinu. Íbúar í miðbænum er margir hverjir þreyttir á ástandinu. Að undanförnu hafa rútubílstjórar fundið fyrir mikilli óánægju og í hópnum Rútu- og hópbifreiða áhugamenn á Facebook hefur skapast umræða um málið en einn bílstjórinn lýsti því að hann hefði orðið fyrir aðkasti á dögunum af hálfu nágranna fyrir utan hótel Skugga á Hverfisgötu. „Við álítum það að ástandið eins og það er sé óbærilegt fyrir íbúanna og það er auðvitað líka óbærilegt fyrir bílstjóranna að þurfa að starfa við þessi skilyrði,“ segir Hjálmar og bætir við að á næstu dögum og vikum verði rætt við alla helstu hagsmunaaðila með það í huga að bæta ástandið en stofnaður hefur verið starfshópur um akstur með ferðamenn í miðborginni. Hjálmar segir borgina fá mikið af kvörtunum vegna málsins. „Og það er auðvitað óbærilegt. Þetta er táknmynd þess að ferðaþjónustan eins og hún er að þróast sé að ýta íbúum burt út úr borginni,“ segir Hjálmar. Óskar Jens Stefánsson, formaður félags rútubílstjóra, talar um leiðindaástand. Hann segir að bílstjórum finnist mörgum hverjum leiðinlegt að lenda í reiðum nágrönnum. Bílstjórar segist ekki skilja hvernig leyfi fáist fyrir nýjum hótelum án þess að hægt sé að ferma eða afferma rútubíla. „Við höfum engin önnur úrræði en að fara að þessum nýju stöðum. Það eru leiðinlegar uppákomur þegar fólk kemur og skammast í okkur með hávaða og látum. Við reynum að afsaka þetta við útlendingana eins og við getum,“ segir Óskar Jens. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu. Í takt við fjölgun ferðamanna hér á landi hefur rútuumferð í miðbænum aukist. Ferðamönnum er skutlað eða þeir sóttir á hótel á svæðinu. Íbúar í miðbænum er margir hverjir þreyttir á ástandinu. Að undanförnu hafa rútubílstjórar fundið fyrir mikilli óánægju og í hópnum Rútu- og hópbifreiða áhugamenn á Facebook hefur skapast umræða um málið en einn bílstjórinn lýsti því að hann hefði orðið fyrir aðkasti á dögunum af hálfu nágranna fyrir utan hótel Skugga á Hverfisgötu. „Við álítum það að ástandið eins og það er sé óbærilegt fyrir íbúanna og það er auðvitað líka óbærilegt fyrir bílstjóranna að þurfa að starfa við þessi skilyrði,“ segir Hjálmar og bætir við að á næstu dögum og vikum verði rætt við alla helstu hagsmunaaðila með það í huga að bæta ástandið en stofnaður hefur verið starfshópur um akstur með ferðamenn í miðborginni. Hjálmar segir borgina fá mikið af kvörtunum vegna málsins. „Og það er auðvitað óbærilegt. Þetta er táknmynd þess að ferðaþjónustan eins og hún er að þróast sé að ýta íbúum burt út úr borginni,“ segir Hjálmar. Óskar Jens Stefánsson, formaður félags rútubílstjóra, talar um leiðindaástand. Hann segir að bílstjórum finnist mörgum hverjum leiðinlegt að lenda í reiðum nágrönnum. Bílstjórar segist ekki skilja hvernig leyfi fáist fyrir nýjum hótelum án þess að hægt sé að ferma eða afferma rútubíla. „Við höfum engin önnur úrræði en að fara að þessum nýju stöðum. Það eru leiðinlegar uppákomur þegar fólk kemur og skammast í okkur með hávaða og látum. Við reynum að afsaka þetta við útlendingana eins og við getum,“ segir Óskar Jens.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira