Alda Hrönn á fullum launum á meðan rannsókn stendur yfir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2016 13:58 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Pjetur Laun Öldu Hrannar Jóhannsdóttur aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru óskert þrátt fyrir að hún sé nú í ótímabundnu leyfi frá störfum vegna rannsóknar Lúðvíks Bergvinssonar setts héraðssaksóknara á meintum brotum Öldu Hrannar í starfi. Þetta kemur fram í skriflegu svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar við fyrirspurn Vísis. Þar segir að þetta sé „í samræmi við framkvæmd um almenna ríkisstarfsmenn í viðlíka stöðu og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar.“ Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Alda Hrönn hefði stigið til hliðar sem aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar setts héraðssaksóknara. Alda Hrönn hefur stöðu sakbornings í málinu sem snýst um ásakanir á hendur henni vegna LÖKE-málsins svokallaða. Er Alda Hrönn sökuð um að hafa misbeitt valdi sínu við rannsókn á því máli.Kærðu Öldu Hrönn meðal annars fyrir rangar sakargiftir Tveir sakborningar í LÖKE-málinu, fyrrverandi starfsmaður NOVA og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, kærðu Öldu Hrönn fyrir rangar sakargiftir og meint brot hennar í starfi þegar málið var til rannsóknar en Alda Hrönn gegndi þá stöðu yfirlögfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum sem fór með rannsókn málsins. Í Hæstarétti var Gunnar sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara en honum var hins vegar ekki gerð refsing.Vísir fjallaði ítarlega um kærur tvímenninganna en nánar má lesa um þær hér.Ekki embættismaður heldur almennur ríkisstarfsmaður Í svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar kemur fram að fjarvera Öldu Hrannar frá störfum markist af rannsókn setts héraðssaksóknara og að öðrum starfsmönnum hjá LRH hafi verið falin þau verkefni sem um ræðir eftir því sem tök eru á. Þá segir jafnframt í svarinu varðandi stöðu Öldu Hrannar hjá lögreglunni: „Vert er að nefna að hjá lögregluembættum landsins starfa bæði almennir ríkisstarfsmenn og embættismenn. Starfsmaðurinn sem fyrirspurnin snýr að er almennur ríkisstarfsmaður. Ef embættismanni er hins vegar veitt lausn um stundarsakir, þá er lagaheimild í starfsmannalögum ríkisins að víkja viðkomandi frá störfum tímabundið á hálfum launum.“Formaður Landssambands lögreglumanna sagði um mismunun að ræða Árið 2014 gagnrýndi Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna það að Gísli Freyr Valdórsson skyldi halda fullum launum þar til dómsmáli gegn honum vegna lekamálsins svokallaða myndi ljúka. Gísli Freyr var aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra en hann játaði að hafa lekið minnisblaði um nafngreindan hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr var dæmdur vegna málsins og þá sagði Hanna Birna af sér ráðherraembætti.Í umfjöllun Fréttablaðsins um launamál Gísla Freys sagði Snorri vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi. „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ sagði Snorri á sínum tíma í viðtali við Fréttablaðið. Tengdar fréttir Bogi settur til að leysa vanhæfisvandann Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið settur ríkissaksóknari í máli um kæru fyrrverandi sakborninga í LÖKE-málinu á hendur Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17. ágúst 2016 10:57 Alda Hrönn stígur til hliðar vegna ásakana um að hafa misbeitt valdi sínu Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður er settur héraðssaksóknari í máli sem varðar ásakanir á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðllögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún er sökuð um að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á LÖKE-málinu svokallaða. 17. október 2016 17:20 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Laun Öldu Hrannar Jóhannsdóttur aðallögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru óskert þrátt fyrir að hún sé nú í ótímabundnu leyfi frá störfum vegna rannsóknar Lúðvíks Bergvinssonar setts héraðssaksóknara á meintum brotum Öldu Hrannar í starfi. Þetta kemur fram í skriflegu svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar við fyrirspurn Vísis. Þar segir að þetta sé „í samræmi við framkvæmd um almenna ríkisstarfsmenn í viðlíka stöðu og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar.“ Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Alda Hrönn hefði stigið til hliðar sem aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar setts héraðssaksóknara. Alda Hrönn hefur stöðu sakbornings í málinu sem snýst um ásakanir á hendur henni vegna LÖKE-málsins svokallaða. Er Alda Hrönn sökuð um að hafa misbeitt valdi sínu við rannsókn á því máli.Kærðu Öldu Hrönn meðal annars fyrir rangar sakargiftir Tveir sakborningar í LÖKE-málinu, fyrrverandi starfsmaður NOVA og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, kærðu Öldu Hrönn fyrir rangar sakargiftir og meint brot hennar í starfi þegar málið var til rannsóknar en Alda Hrönn gegndi þá stöðu yfirlögfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum sem fór með rannsókn málsins. Í Hæstarétti var Gunnar sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara en honum var hins vegar ekki gerð refsing.Vísir fjallaði ítarlega um kærur tvímenninganna en nánar má lesa um þær hér.Ekki embættismaður heldur almennur ríkisstarfsmaður Í svari upplýsingafulltrúa lögreglunnar kemur fram að fjarvera Öldu Hrannar frá störfum markist af rannsókn setts héraðssaksóknara og að öðrum starfsmönnum hjá LRH hafi verið falin þau verkefni sem um ræðir eftir því sem tök eru á. Þá segir jafnframt í svarinu varðandi stöðu Öldu Hrannar hjá lögreglunni: „Vert er að nefna að hjá lögregluembættum landsins starfa bæði almennir ríkisstarfsmenn og embættismenn. Starfsmaðurinn sem fyrirspurnin snýr að er almennur ríkisstarfsmaður. Ef embættismanni er hins vegar veitt lausn um stundarsakir, þá er lagaheimild í starfsmannalögum ríkisins að víkja viðkomandi frá störfum tímabundið á hálfum launum.“Formaður Landssambands lögreglumanna sagði um mismunun að ræða Árið 2014 gagnrýndi Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna það að Gísli Freyr Valdórsson skyldi halda fullum launum þar til dómsmáli gegn honum vegna lekamálsins svokallaða myndi ljúka. Gísli Freyr var aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra en hann játaði að hafa lekið minnisblaði um nafngreindan hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr var dæmdur vegna málsins og þá sagði Hanna Birna af sér ráðherraembætti.Í umfjöllun Fréttablaðsins um launamál Gísla Freys sagði Snorri vandann fólginn í kaflanum um embættismenn í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar sé mælt fyrir um hálf grunnlaun þegar mál varði til dæmis lögreglumenn og aðra sem sérstaklega eru skilgreindir sem embættismenn. Hins vegar sé ekkert slíkt ákvæði í lögunum um aðra starfsmenn ríkisins. Þeir haldi því fullum launum þar til endanleg ákvörðun er tekin um brottvísun úr starfi. „Hér er alveg klárlega um hreina mismunun að ræða gagnvart starfsmönnum hins opinbera og má í raun og veru segja að „embættismaðurinn“ hafi að hluta til verið fundinn sekur um refsivert athæfi þrátt fyrir að endanleg niðurstaða dómstóla liggi ekki fyrir um sekt eða sýknu í máli viðkomandi. Það er byrjað að refsa viðkomandi fjárhagslega strax í upphafi máls og á þeim tíma sem hann má í raun síst við því þar sem svona málum fylgir jafnan umtalsverður kostnaður strax á fyrstu dögum þeirra,“ sagði Snorri á sínum tíma í viðtali við Fréttablaðið.
Tengdar fréttir Bogi settur til að leysa vanhæfisvandann Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið settur ríkissaksóknari í máli um kæru fyrrverandi sakborninga í LÖKE-málinu á hendur Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17. ágúst 2016 10:57 Alda Hrönn stígur til hliðar vegna ásakana um að hafa misbeitt valdi sínu Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður er settur héraðssaksóknari í máli sem varðar ásakanir á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðllögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún er sökuð um að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á LÖKE-málinu svokallaða. 17. október 2016 17:20 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Bogi settur til að leysa vanhæfisvandann Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið settur ríkissaksóknari í máli um kæru fyrrverandi sakborninga í LÖKE-málinu á hendur Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17. ágúst 2016 10:57
Alda Hrönn stígur til hliðar vegna ásakana um að hafa misbeitt valdi sínu Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður er settur héraðssaksóknari í máli sem varðar ásakanir á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, aðllögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún er sökuð um að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn á LÖKE-málinu svokallaða. 17. október 2016 17:20