Bjarni um Pírata: „Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 22:14 Í sjónvarpssal í kvöld. Vísir/Anton „Ég skal vera alveg heiðarlegur með það. Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur, meira hreyfing sem hefur hrist upp í hlutunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um Pírata í Leiðtogaumræðum á Rúv í kvöld. Hann sagði það mjög langsótt að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar myndu vinna saman að loknum kosningum. Við það lyfti Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata upp spjaldi sem á stóð #Panama, og beindi að myndavélunum en skömmu áður höfðu hún og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar skipst á brosi þegar Bjarni sagði Pírata varla vera stjórnmálaflokk. Leiðtogar Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs tókust á í sjónvarpsal Ríkissjónvarpsins Mikið var rætt um boðað samstarf Pírata, VG, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkannaOddný sagðist vona að það boðaði nýja hefð í íslenskum stjórnmálum á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins gerði góðlátlegt grín að því. „Það var plásið til mikils partýs af hálfu Pírata. Það var blásið í blöðrur, fjallið tók joðsótt. Það fæddist lítil mús sem flutti okkur ekki skýrslu um stefnu um hvernig ætti að byggja upp. Það sem eftir stendur er að helsta krafa þeirra um stutt kjörtímabil er fallin frá,“ sagði Sigurður.Óttar Proppé, Sigurður Ingi og Benedikt í kvöld.Vísir/AntonBirgitta sagði hins vegar að með þessu væri væri að bjóða á skýra valmöguleika fyrir kjósendur. „Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem flokkar bjóða upp á þetta með afgerandi hætti af flokkum sem eiga að möguleika á að komast í ríkisstjórn.“ Bjarni tók undir að það væri gott að nú stæðu kjósendur frammi fyrir skýrum valkostum en bætti við að lítið virðist hafa komist á hreint með það hvað þetta mögulega stjórnarsamstarf stjórnarandstöðuflokkanna stæði fyrir. „Við fáum ekkert, bara loft,“ sagði Bjarni. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar sagði hins vegar að leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu þjappað stjórnarandstöðuflokkunum saman. „Við höfum upplifað síðustu ár ótrúlegan óstöðugleika, uppákomur og vandræði. Við erum að kjósa núna að hausti vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafa gefist upp á sínu róli. Auðvitað er grunnur að þessu samtali stjórnarandstöðuflokkanna að reyna að koma á uppbyggilegri sjórnmálum. Þetta bjóðum við upp á.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fagnaði því að hér væri kominn fram skýr valmöguleiki fyrir kjósendur. „Við fórum yfir stóiru línurnar og það sem kemur úr þessu er vilji þessarar fjögurra flokka til að vinna saman. Við viljum leggja áhersliu á uppbyggingu innviða og breytt vinnubrögð. Hér hefur ekki verið hefð fyrir kosningabandalögum en ég fagna því að við tökum opnar umræður fyrir kosningar.“ Benedikt Jóhannson, formaður Viðreisnar, sem þáði ekki boð Pírata um að taka þátt í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf við Pírata, VG, Samfylkingu og Bjarta framtíð, sagði að allir þyrftu að geta unnið sem liðsheild, líkt og á knattspyrnuvellinum væri ekki bara hægt að sækja í eina átt. Því gæti Viðreisn ekki útilokað samstarf við neinn flokk. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
„Ég skal vera alveg heiðarlegur með það. Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur, meira hreyfing sem hefur hrist upp í hlutunum,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um Pírata í Leiðtogaumræðum á Rúv í kvöld. Hann sagði það mjög langsótt að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar myndu vinna saman að loknum kosningum. Við það lyfti Birgitta Jónsdóttir, fulltrúi Pírata upp spjaldi sem á stóð #Panama, og beindi að myndavélunum en skömmu áður höfðu hún og Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar skipst á brosi þegar Bjarni sagði Pírata varla vera stjórnmálaflokk. Leiðtogar Framsóknarflokksins, Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs tókust á í sjónvarpsal Ríkissjónvarpsins Mikið var rætt um boðað samstarf Pírata, VG, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.Sjá einnig: Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkannaOddný sagðist vona að það boðaði nýja hefð í íslenskum stjórnmálum á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins gerði góðlátlegt grín að því. „Það var plásið til mikils partýs af hálfu Pírata. Það var blásið í blöðrur, fjallið tók joðsótt. Það fæddist lítil mús sem flutti okkur ekki skýrslu um stefnu um hvernig ætti að byggja upp. Það sem eftir stendur er að helsta krafa þeirra um stutt kjörtímabil er fallin frá,“ sagði Sigurður.Óttar Proppé, Sigurður Ingi og Benedikt í kvöld.Vísir/AntonBirgitta sagði hins vegar að með þessu væri væri að bjóða á skýra valmöguleika fyrir kjósendur. „Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem flokkar bjóða upp á þetta með afgerandi hætti af flokkum sem eiga að möguleika á að komast í ríkisstjórn.“ Bjarni tók undir að það væri gott að nú stæðu kjósendur frammi fyrir skýrum valkostum en bætti við að lítið virðist hafa komist á hreint með það hvað þetta mögulega stjórnarsamstarf stjórnarandstöðuflokkanna stæði fyrir. „Við fáum ekkert, bara loft,“ sagði Bjarni. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar sagði hins vegar að leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu þjappað stjórnarandstöðuflokkunum saman. „Við höfum upplifað síðustu ár ótrúlegan óstöðugleika, uppákomur og vandræði. Við erum að kjósa núna að hausti vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir hafa gefist upp á sínu róli. Auðvitað er grunnur að þessu samtali stjórnarandstöðuflokkanna að reyna að koma á uppbyggilegri sjórnmálum. Þetta bjóðum við upp á.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fagnaði því að hér væri kominn fram skýr valmöguleiki fyrir kjósendur. „Við fórum yfir stóiru línurnar og það sem kemur úr þessu er vilji þessarar fjögurra flokka til að vinna saman. Við viljum leggja áhersliu á uppbyggingu innviða og breytt vinnubrögð. Hér hefur ekki verið hefð fyrir kosningabandalögum en ég fagna því að við tökum opnar umræður fyrir kosningar.“ Benedikt Jóhannson, formaður Viðreisnar, sem þáði ekki boð Pírata um að taka þátt í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf við Pírata, VG, Samfylkingu og Bjarta framtíð, sagði að allir þyrftu að geta unnið sem liðsheild, líkt og á knattspyrnuvellinum væri ekki bara hægt að sækja í eina átt. Því gæti Viðreisn ekki útilokað samstarf við neinn flokk.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
Katrín segir enga málefnalega samleið milli VG og ríkisstjórnarflokkanna Katrín var spurð í leiðtogaumræðum á RÚV hvort möguleiki væri í hennar huga að efna til samstarfs með þeim flokkum, fari kosningarnar svo að ekki gangi saman á vinstrivængnum. 28. október 2016 21:45