Innlent

Lögreglan vill koma þessum slípirokkum í réttar hendur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eigendur slípirokkana geta vitjað þeirra á skrifstofutíma á lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði.
Eigendur slípirokkana geta vitjað þeirra á skrifstofutíma á lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði. Vísir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda þessara slípirokka, sem voru haldlagðir við húsleitir í umdæminu í síðustu viku.

Lagt var hald á töluvert af verkfærum í þessum húsleitum, en þær voru framkvæmdar í framhaldi af handtöku tveggja manna í nýbyggingu í Garðabæ.

Grunur leikur á að mennirnir, annar á fertugsaldri en hinn um tvítugt, hafi farið í nýbygginguna til að stela fleiri verkfærum. Þar voru þeir hins vegar gripnir glóðvolgir, en mennirnir reyndu að fela sig fyrir lögreglunni þegar hún kom á vettvang. Í fórum þeirra fundust enn fremur ætluð fíkniefni.

Verkfærin, sem nú eru í vörslu lögreglu, eru úr innbrotum í nokkrar nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu frá því í sumar og fram á haust.

Ágætlega hefur gengið að koma þeim aftur í réttar hendur, en eigendur slípirokkana geta vitjað þeirra á skrifstofutíma á lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.