Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2016 22:41 Björn Ingi gerir ráð fyrir verulegum breytingum á fjölmiðlamarkaði á næstunni. Björn Ingi Hrafnsson, einn helsti eigandi Pressunnar ehf ásamt Arnari Ægissyni, boðar frekari tíðindi af vettvangi fjölmiðla á næstunni. Pressan hefur yfirtekið rekstur ÍNN eins og Vísir greindi frá í morgun. Björn Ingi tjáir sig um það á Facebooksíðu sinni nú í kvöld og segir að fjölmiðlaævintýri þeirra Arnars haldi áfram að vinda uppá sig, nú með samstarfi við goðsögnina í bransanum, sjálfan Ingva Hrafn Jónsson, sem haldið hefur út sinni eigin metnaðarfullu sjónvarpsstöð undanfarin ár af miklum dugnaði, eins og Björn Ingi orðar það. Hann boðar áframhaldandi uppbyggingu á ÍNN, Ingvi Hrafn verði eftir sem áður með sitt Hrafnaþing á dagskrá og þá greinir Björn Ingi frá því að Eyjuþáttur hans sjálfs, sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2, verði á dagskrá ÍNN. Bryddað verður uppá margvíslegum nýjungum og fastir dagskrárliðir halda áfram. „Mér finnst heiður að því að Ingvi Hrafn hafi átt frumkvæði að því að leita eftir samstarfi við okkur og vonandi mun ÍNN dafna um ókomin ár. Ég hef áður sagt að starfsskilyrði íslenskra fjölmiðla eru með þeim hætti að litlir aðilar verða að snúa bökum saman og þetta er angi af þeirri þróun. Ég á von á því að frekari tíðindi verði í þeim efnum á næstunni,“ tjáir Björn Ingi vinum sínum á Facebook. Tengdar fréttir Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, einn helsti eigandi Pressunnar ehf ásamt Arnari Ægissyni, boðar frekari tíðindi af vettvangi fjölmiðla á næstunni. Pressan hefur yfirtekið rekstur ÍNN eins og Vísir greindi frá í morgun. Björn Ingi tjáir sig um það á Facebooksíðu sinni nú í kvöld og segir að fjölmiðlaævintýri þeirra Arnars haldi áfram að vinda uppá sig, nú með samstarfi við goðsögnina í bransanum, sjálfan Ingva Hrafn Jónsson, sem haldið hefur út sinni eigin metnaðarfullu sjónvarpsstöð undanfarin ár af miklum dugnaði, eins og Björn Ingi orðar það. Hann boðar áframhaldandi uppbyggingu á ÍNN, Ingvi Hrafn verði eftir sem áður með sitt Hrafnaþing á dagskrá og þá greinir Björn Ingi frá því að Eyjuþáttur hans sjálfs, sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2, verði á dagskrá ÍNN. Bryddað verður uppá margvíslegum nýjungum og fastir dagskrárliðir halda áfram. „Mér finnst heiður að því að Ingvi Hrafn hafi átt frumkvæði að því að leita eftir samstarfi við okkur og vonandi mun ÍNN dafna um ókomin ár. Ég hef áður sagt að starfsskilyrði íslenskra fjölmiðla eru með þeim hætti að litlir aðilar verða að snúa bökum saman og þetta er angi af þeirri þróun. Ég á von á því að frekari tíðindi verði í þeim efnum á næstunni,“ tjáir Björn Ingi vinum sínum á Facebook.
Tengdar fréttir Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira