Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. október 2016 07:00 Hafnargarður frá 1928, sem kom i ljós við framkvæmdir við nýtt verslunarhús nærri Reykjavíkurhöfn, er geymdur í Örfirisey. vísir/gva „Við erum að klára málið, það er ekki í neinum vandræðum,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um lyktir ágreinings um kostnað vegna varðveislu gamals hafnargarðs á framkvæmdasvæði ofan við höfnina í Reykjavík. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 þann 20. ágúst í sumar barst Minjastofnun 600 milljóna króna reikningur frá lóðarhafanum, Reykjavik Development, vegna ýmiss kostnaðar af hafnargarðinum sem var skyndifriðaður af Minjastofnun í fyrra eftir að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði afskipti af málinu. Minjastofnun hafnaði því að borga reikninginn. „Ástæður þess er fjölþættar. Það er einfaldlega lögbundið sem framkvæmdaaðilinn þarf að gera og við höfnuðum ýmsum liðum á þeirri forsendu. En þetta mál er að leysast í góðri samvinnu og er ekkert vandmál lengur,“ segir forstöðumaðurinn sem kveður „boltann“ vera hjá framkvæmdaaðilanum. „En við erum að vinna að lausn á varðveislu garðanna í sameiningu.“Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar .vísir/anton brinkSteinarnir eru enn í geymslu á lóð hafnaryfirvalda í Örfirisey og liggja þar númeraðir og tilbúnir fyrir frekari notkun. „En þeir fara að koma í húsin og á lóðina. Þessu verður að hluta til komið fyrir í kjallaranum og svo er starfsfólk hér að vinna með starfsfólki framkvæmdaaðila að lausn málsins,“ segir Kristín. Aðspurð hvort Minjastofnun þurfi örugglega ekki að bera kostnað vegna málsins segir Kristín ekki svo vera. „Ekki nema kostnað vegna starfsfólksins,“ tekur hún þó fram. Byggingin sem rís á lóðinni mun hýsa verslanir og þjónustustarfsemi. Meðal annars verslun H&M.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Við erum að klára málið, það er ekki í neinum vandræðum,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, um lyktir ágreinings um kostnað vegna varðveislu gamals hafnargarðs á framkvæmdasvæði ofan við höfnina í Reykjavík. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 þann 20. ágúst í sumar barst Minjastofnun 600 milljóna króna reikningur frá lóðarhafanum, Reykjavik Development, vegna ýmiss kostnaðar af hafnargarðinum sem var skyndifriðaður af Minjastofnun í fyrra eftir að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði afskipti af málinu. Minjastofnun hafnaði því að borga reikninginn. „Ástæður þess er fjölþættar. Það er einfaldlega lögbundið sem framkvæmdaaðilinn þarf að gera og við höfnuðum ýmsum liðum á þeirri forsendu. En þetta mál er að leysast í góðri samvinnu og er ekkert vandmál lengur,“ segir forstöðumaðurinn sem kveður „boltann“ vera hjá framkvæmdaaðilanum. „En við erum að vinna að lausn á varðveislu garðanna í sameiningu.“Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar .vísir/anton brinkSteinarnir eru enn í geymslu á lóð hafnaryfirvalda í Örfirisey og liggja þar númeraðir og tilbúnir fyrir frekari notkun. „En þeir fara að koma í húsin og á lóðina. Þessu verður að hluta til komið fyrir í kjallaranum og svo er starfsfólk hér að vinna með starfsfólki framkvæmdaaðila að lausn málsins,“ segir Kristín. Aðspurð hvort Minjastofnun þurfi örugglega ekki að bera kostnað vegna málsins segir Kristín ekki svo vera. „Ekki nema kostnað vegna starfsfólksins,“ tekur hún þó fram. Byggingin sem rís á lóðinni mun hýsa verslanir og þjónustustarfsemi. Meðal annars verslun H&M.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira