Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2016 15:44 Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ef ég vissi það þá myndi ég auðvitað laga það bara. Við erum auðvitað mjög áhyggjufull og værum vissulega glaðari ef að þróunin væri önnur og við værum að fara upp á við en vera ekki svona neðarlega hlutfallslega við aðra flokka. Það sem mér finnst vera alvarlegt ef við náum ekki brautargengi í þessum kosningum að rödd jafnaðarmanna heyrist ekki á Alþingi Íslendinga það væri mjög alvarlegt fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Oddný og bætti við: „Nú er það þannig að fyrir þessar kosningar að flestir flokkar eru með einhvern svona bút af okkar stefnu, svona bút úr jafnaðarmannastefnunni, en þeir eru bara með það fyrir kosningar. Við erum jafnaðarmenn allan ársins hring og því tel ég það mjög alvarlegt ef rödd okkar heyrist ekki sterk á Alþingi.“Draumur Samfylkingarinnar að búa til gott velferðarsamfélag Þá nefndi hún hin norrænu ríkin, sagði jafnaðarmenn hafa oftast verið í meirihluta þar og að þeim hefði tekist að skapa þar bestu velferðarsamfélög í heimi. „Okkar draumur er að við náum okkur upp úr þessari lægð og við getum tekið til við að búa til gott velferðarsamfélag,“ sagði Oddný. Aðspurð hvað hún myndi gera ef hún sjálf næði ekki inn á þing sagðist hún myndi taka á því þegar þar að kæmi en bætti síðan við að í viðtölum í aðdraganda kosninga færi mikill tími í að reyna að útskýra þetta fylgistap og minna í að tala stefnumálin. Oddný var þá spurð hvort að það væru ekki einmitt stefnumálin sem gætu útskýrt fylgistapið. „Við erum með bestu stefnu í heimi, ég hef enga trú á því,“ svaraði Oddný þá en viðtalið við hana í heild sinni má sjá í heild sinni bæði í spilaranum hér að neðan og efst í fréttinni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ef ég vissi það þá myndi ég auðvitað laga það bara. Við erum auðvitað mjög áhyggjufull og værum vissulega glaðari ef að þróunin væri önnur og við værum að fara upp á við en vera ekki svona neðarlega hlutfallslega við aðra flokka. Það sem mér finnst vera alvarlegt ef við náum ekki brautargengi í þessum kosningum að rödd jafnaðarmanna heyrist ekki á Alþingi Íslendinga það væri mjög alvarlegt fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Oddný og bætti við: „Nú er það þannig að fyrir þessar kosningar að flestir flokkar eru með einhvern svona bút af okkar stefnu, svona bút úr jafnaðarmannastefnunni, en þeir eru bara með það fyrir kosningar. Við erum jafnaðarmenn allan ársins hring og því tel ég það mjög alvarlegt ef rödd okkar heyrist ekki sterk á Alþingi.“Draumur Samfylkingarinnar að búa til gott velferðarsamfélag Þá nefndi hún hin norrænu ríkin, sagði jafnaðarmenn hafa oftast verið í meirihluta þar og að þeim hefði tekist að skapa þar bestu velferðarsamfélög í heimi. „Okkar draumur er að við náum okkur upp úr þessari lægð og við getum tekið til við að búa til gott velferðarsamfélag,“ sagði Oddný. Aðspurð hvað hún myndi gera ef hún sjálf næði ekki inn á þing sagðist hún myndi taka á því þegar þar að kæmi en bætti síðan við að í viðtölum í aðdraganda kosninga færi mikill tími í að reyna að útskýra þetta fylgistap og minna í að tala stefnumálin. Oddný var þá spurð hvort að það væru ekki einmitt stefnumálin sem gætu útskýrt fylgistapið. „Við erum með bestu stefnu í heimi, ég hef enga trú á því,“ svaraði Oddný þá en viðtalið við hana í heild sinni má sjá í heild sinni bæði í spilaranum hér að neðan og efst í fréttinni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26