Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2016 16:10 Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þrátt fyrir að komið hafi til tals að láta Bjarta framtíð ganga inn í aðra flokka hafi það aldrei komið til greina. Þó svo að einhver líkindi séu með flokkunum sé á þeim stigs- og kúltúrmunur sem Björt framtíð hafi beinlínis verið stofnuð til að sporna við. Í ljósi þess hversu þéttskipað er á miðjunni í íslenskum stjórnmálum í dag var Óttarr spurður í Kosningaspjalli Vísis hvernig flokkur hans aðgreindi sig frá öðrum flokkum á sömu slóðum, svo sem Samfylkingunni. „Það er kannski auðvitað sá munur að við erum með okkar áherslur og Samfylkingin er með sínar,“ segir Óttarr. Síðarnefndi flokkurinn skilgreindi sig til að mynda sem sósíaldemókratískan jafnaðarmannaflokk en Björt framtíð liti frekar á sig sem frjálslynt stjórnmálaafl. Í því samhengi nefndi Óttarr að Björt framtíð væri opnari fyrir meiri blöndun í efnahagslífi og fjölbreyttari í rekstrarformi í hverskyns þjónustu - svo lengi þjónustan væri tryggð og með henni væri gott eftirlit.Vilja ganga lengra en Samfylking í umhverfismálum „Það er ekki beinlínis keppikefli fyrir okkur, þessi jafnaðarmennska, þetta er kannski meiri stigsmunur en að við séum algjörlega sitthvorum megin á endunum,“ segir Óttarr og nefnir umhverfismál sem dæmi um málaflokk þar sem Björt framtíð hefur viljað ganga lengra í andstöðu við stóriðjustefnu en Samfylkingin. Þá segir hann einnig að töluverður „kúltúrmunur“ sé á Bjartri framtíð og þeim flokkum sem eldri eru. Flokkurinn hafi verið stofnaður með það að leiðarljósi að vinna hluti í meiri sátt og af meiri auðmýkt en áður þekktist, til að mynda í Samfylkingunni - „sem er byggð upp í harðari stofnunarstrúktúr sem stjórnmálaflokkur en Björt framtíð,“ segir Óttarr. Aðspurður um hvort hafi komið til greina að sameina Bjarta framtíð öðrum flokkum á miðjunni segir Óttarr að það hafi vissulega komið til tals og verið rætt við grasrót flokksins. Það hafi þó aldrei verið í myndinni. „Við erum nýbúin að stofna flokkinn. Við gerðum það ekki til að sameinast öðrum flokkum. Við höfum alltaf getið gengið í aðra flokka og við eigum ekki fólk frekar en nokkur annar.“ Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þrátt fyrir að komið hafi til tals að láta Bjarta framtíð ganga inn í aðra flokka hafi það aldrei komið til greina. Þó svo að einhver líkindi séu með flokkunum sé á þeim stigs- og kúltúrmunur sem Björt framtíð hafi beinlínis verið stofnuð til að sporna við. Í ljósi þess hversu þéttskipað er á miðjunni í íslenskum stjórnmálum í dag var Óttarr spurður í Kosningaspjalli Vísis hvernig flokkur hans aðgreindi sig frá öðrum flokkum á sömu slóðum, svo sem Samfylkingunni. „Það er kannski auðvitað sá munur að við erum með okkar áherslur og Samfylkingin er með sínar,“ segir Óttarr. Síðarnefndi flokkurinn skilgreindi sig til að mynda sem sósíaldemókratískan jafnaðarmannaflokk en Björt framtíð liti frekar á sig sem frjálslynt stjórnmálaafl. Í því samhengi nefndi Óttarr að Björt framtíð væri opnari fyrir meiri blöndun í efnahagslífi og fjölbreyttari í rekstrarformi í hverskyns þjónustu - svo lengi þjónustan væri tryggð og með henni væri gott eftirlit.Vilja ganga lengra en Samfylking í umhverfismálum „Það er ekki beinlínis keppikefli fyrir okkur, þessi jafnaðarmennska, þetta er kannski meiri stigsmunur en að við séum algjörlega sitthvorum megin á endunum,“ segir Óttarr og nefnir umhverfismál sem dæmi um málaflokk þar sem Björt framtíð hefur viljað ganga lengra í andstöðu við stóriðjustefnu en Samfylkingin. Þá segir hann einnig að töluverður „kúltúrmunur“ sé á Bjartri framtíð og þeim flokkum sem eldri eru. Flokkurinn hafi verið stofnaður með það að leiðarljósi að vinna hluti í meiri sátt og af meiri auðmýkt en áður þekktist, til að mynda í Samfylkingunni - „sem er byggð upp í harðari stofnunarstrúktúr sem stjórnmálaflokkur en Björt framtíð,“ segir Óttarr. Aðspurður um hvort hafi komið til greina að sameina Bjarta framtíð öðrum flokkum á miðjunni segir Óttarr að það hafi vissulega komið til tals og verið rætt við grasrót flokksins. Það hafi þó aldrei verið í myndinni. „Við erum nýbúin að stofna flokkinn. Við gerðum það ekki til að sameinast öðrum flokkum. Við höfum alltaf getið gengið í aðra flokka og við eigum ekki fólk frekar en nokkur annar.“
Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25
Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?