Innlent

Tæknimönnum Háskólabíós sagt að streyma einungis ræðu Sigmundar Davíðs

Atli Ísleifsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar. Vísir/Ernir
Ekki komu upp nein vandræði varðandi beina útsendingu frá flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Tæknimönnum Háskólabíós hafi verið sagt af skipuleggjendum þingsins að streyma einungis ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins.

RÚV greindi fyrst frá þessu en fréttastofa hefur þetta einnig eftir tæknimönnum Háskólabíós þar sem flokksþingið fer fram. Segja þeir að þeir hafi fylgt fyrirmælum og að tæknimálin í tengslum við þingið hafi gengið mjög vel.

Lokað var á streymið á eftir ræðu Sigmundar Davíðs og því voru ræður Sigurðar Inga Jóhanssonar forsætisráðherra og annarra ráðherra flokksins.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs og tengiliður flokksins við fjölmiðla vegna flokksþingsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að það sé „mikið ólán“ að klippt hafi verið á Sigurð Inga. Þetta hafi ekki átt að fara svona.

Sagði hann að einhvern veginn hafi upplýsingar um að allir ráðherrar hafi átt að vera í útsendingunni ekki komist til skila til tæknimanna eða annarra sem sáu um útsendinguna. „Okkur þykir þetta mjög leitt,“ sagði Jóhannes Þór.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×