Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 3. október 2016 10:00 Deepa Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. Mynd/Justine Ellul Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. „Við veitum framúrskarandi kvikmyndaleikstjórum heiðursverðlaun á hverju ári á RIFF og höfum gert í tíu ár. Við bjóðum þeim til landsins og sýnum myndir þeirra auk þess sem þeir tala við áhorfendur,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, spurð út í heiðursverðlaun hátíðarinnar en Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. „Þetta verður hátíðleg stund, sem fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Eitt af meginmarkmiðum hátíðarinnar er að varpa ljósi á nýja og framsækna kvikmyndalist, en við viljum einnig gera eldri verkum og höfundum þeirra skil. Það er mikilvægt að þekkja hina umfangsmiklu og fjölbreyttu sögu kvikmyndalistarinnar líka,“ segir Hrönn. Mehta er stödd hér á landi sem heiðursgestur en hún er meðal virtustu kvikmyndagerðarkvenna okkar tíma. Og hefur áralanga reynslu í bransanum. „Hún er í fremstu röð og mjög spennt fyrir að skoða landið með hugsanlega tökustaði í huga,“ segir Hrönn. Mehta fundaði með kynsystrum sínum hér á landi á afmælisfundi WIFT-samtakanna um helgina en þau voru einmitt stofnuð á RIFF fyrir 10 árum. Í dag mun hún halda meistaraspjall í Norræna húsinu klukkan 13.00, þar sem hún ætlar að ræða kvikmyndaleikstjórn og aðferðir sínar í kvikmyndagerð.Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda RIFF„Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að koma,“ segir Hrönn og bætir við að þrjár kvikmyndir eftir Mehta verði sýndar á hátíðinni í ár en það eru Góðu strákarnir, Miðnæturbörnin og Birtingarmynd ofbeldis. Sú síðastnefnda var Evrópufrumsýnd á RIFF í gærkvöldi, en hún var heimsfrumsýnd fyrir aðeins þremur vikum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli. Myndin fjallar á nýstárlegan hátt um hina alræmdu hópnauðgun í Dehli árið 2012 og verður hún sýnd nokkrum sinnum á hátíðinni. „Einnig verða veitt önnur heiðursverðan á RIFF næstkomandi miðvikudag, en í ár hlýtur kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky heiðursverðlaun RIFF og verða þau afhent á miðvikudag af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum,“ segir Hrönn, ánægð með hátíðina í ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. október. RIFF Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. „Við veitum framúrskarandi kvikmyndaleikstjórum heiðursverðlaun á hverju ári á RIFF og höfum gert í tíu ár. Við bjóðum þeim til landsins og sýnum myndir þeirra auk þess sem þeir tala við áhorfendur,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, spurð út í heiðursverðlaun hátíðarinnar en Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. „Þetta verður hátíðleg stund, sem fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Eitt af meginmarkmiðum hátíðarinnar er að varpa ljósi á nýja og framsækna kvikmyndalist, en við viljum einnig gera eldri verkum og höfundum þeirra skil. Það er mikilvægt að þekkja hina umfangsmiklu og fjölbreyttu sögu kvikmyndalistarinnar líka,“ segir Hrönn. Mehta er stödd hér á landi sem heiðursgestur en hún er meðal virtustu kvikmyndagerðarkvenna okkar tíma. Og hefur áralanga reynslu í bransanum. „Hún er í fremstu röð og mjög spennt fyrir að skoða landið með hugsanlega tökustaði í huga,“ segir Hrönn. Mehta fundaði með kynsystrum sínum hér á landi á afmælisfundi WIFT-samtakanna um helgina en þau voru einmitt stofnuð á RIFF fyrir 10 árum. Í dag mun hún halda meistaraspjall í Norræna húsinu klukkan 13.00, þar sem hún ætlar að ræða kvikmyndaleikstjórn og aðferðir sínar í kvikmyndagerð.Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda RIFF„Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að koma,“ segir Hrönn og bætir við að þrjár kvikmyndir eftir Mehta verði sýndar á hátíðinni í ár en það eru Góðu strákarnir, Miðnæturbörnin og Birtingarmynd ofbeldis. Sú síðastnefnda var Evrópufrumsýnd á RIFF í gærkvöldi, en hún var heimsfrumsýnd fyrir aðeins þremur vikum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli. Myndin fjallar á nýstárlegan hátt um hina alræmdu hópnauðgun í Dehli árið 2012 og verður hún sýnd nokkrum sinnum á hátíðinni. „Einnig verða veitt önnur heiðursverðan á RIFF næstkomandi miðvikudag, en í ár hlýtur kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky heiðursverðlaun RIFF og verða þau afhent á miðvikudag af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum,“ segir Hrönn, ánægð með hátíðina í ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. október.
RIFF Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira