Starfsmenn WOW safna peningum fyrir Kristján og fjölskyldu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. október 2016 13:59 WOW air hefur einnig gefið fjölskyldunni flugmiða svo að þau geti ferðast saman. Myndvinnsla/Garðar Starfsmenn WOW air hafa hrint af stað söfnun til að safna gjaldeyri fyrir Kristján Björn Tryggvason og fjölskyldu hans. Kristján og Kristín, eiginkona hans, sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag. Kristján eða Kiddi eins og hann er kallaður, greindist með heilaæxli árið 2006. Hann hefur barist við sjúkdóminn í nærri tíu ár og farið í nokkrar lyfjameðferðir og í erfiða geislameðferð. Hjónin eiga saman þrjú börn og hefur ferlið reynst öllum erfitt. Kristján tók þá ákvörðun með lækni sínum og nánustu fjölskyldu í sumar að hann myndi ekki fara í fleiri meðferðir.Hugmyndin kom frá starfsfólkinu Saga Kidda og fjölskyldu hans vakti mikla athygli og greindi DV frá því í gær að WOW air hefði gefið fjölskyldunni flugmiða svo að þau gætu ferðast saman, en þau vilja skapa góðar minningar þá mánuði sem Kiddi á eftir. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir að hugmyndin hafi komið upp hjá starfsfólkinu sjálfu. „Við ákváðum að hefja svona smá söfnun hérna innanhúss fyrir þau. Henni lýkur á mánudag og hún stendur nú yfir. WOW gaf fjölskyldunni fimm flugmiða til að fara saman hvert sem þau vilja af okkar áfangastöðum. Svo vorum við starfsfólkið að spjalla saman og þá langaði okkur að safna fyrir gjaldeyri fyrir þau,“ segir Svanhvít í samtali við Vísi. „Okkur langaði að styðja við fjölskylduna. Hótel og uppihald kostar náttúrulega sitt.“Viðtalið við Kidda og Kristínu úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Erfiðast að horfa á maka sinn hverfa Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar, sem hefur ákveðið að hætta í meðferðum við heilakrabbameini finnst særandi þegar fólk talar um að þau séu hætt að berjast fyrir lífi hans. Þau standi frammi fyrir erfiðu vali sem þau óska engum að standa frammi fyrir. Meðferðirnar hafi verið átakanlegar og nú sé sjúkdómurinn á lokastigi. 5. október 2016 20:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Starfsmenn WOW air hafa hrint af stað söfnun til að safna gjaldeyri fyrir Kristján Björn Tryggvason og fjölskyldu hans. Kristján og Kristín, eiginkona hans, sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 á miðvikudag. Kristján eða Kiddi eins og hann er kallaður, greindist með heilaæxli árið 2006. Hann hefur barist við sjúkdóminn í nærri tíu ár og farið í nokkrar lyfjameðferðir og í erfiða geislameðferð. Hjónin eiga saman þrjú börn og hefur ferlið reynst öllum erfitt. Kristján tók þá ákvörðun með lækni sínum og nánustu fjölskyldu í sumar að hann myndi ekki fara í fleiri meðferðir.Hugmyndin kom frá starfsfólkinu Saga Kidda og fjölskyldu hans vakti mikla athygli og greindi DV frá því í gær að WOW air hefði gefið fjölskyldunni flugmiða svo að þau gætu ferðast saman, en þau vilja skapa góðar minningar þá mánuði sem Kiddi á eftir. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir að hugmyndin hafi komið upp hjá starfsfólkinu sjálfu. „Við ákváðum að hefja svona smá söfnun hérna innanhúss fyrir þau. Henni lýkur á mánudag og hún stendur nú yfir. WOW gaf fjölskyldunni fimm flugmiða til að fara saman hvert sem þau vilja af okkar áfangastöðum. Svo vorum við starfsfólkið að spjalla saman og þá langaði okkur að safna fyrir gjaldeyri fyrir þau,“ segir Svanhvít í samtali við Vísi. „Okkur langaði að styðja við fjölskylduna. Hótel og uppihald kostar náttúrulega sitt.“Viðtalið við Kidda og Kristínu úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Erfiðast að horfa á maka sinn hverfa Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar, sem hefur ákveðið að hætta í meðferðum við heilakrabbameini finnst særandi þegar fólk talar um að þau séu hætt að berjast fyrir lífi hans. Þau standi frammi fyrir erfiðu vali sem þau óska engum að standa frammi fyrir. Meðferðirnar hafi verið átakanlegar og nú sé sjúkdómurinn á lokastigi. 5. október 2016 20:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Erfiðast að horfa á maka sinn hverfa Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar, sem hefur ákveðið að hætta í meðferðum við heilakrabbameini finnst særandi þegar fólk talar um að þau séu hætt að berjast fyrir lífi hans. Þau standi frammi fyrir erfiðu vali sem þau óska engum að standa frammi fyrir. Meðferðirnar hafi verið átakanlegar og nú sé sjúkdómurinn á lokastigi. 5. október 2016 20:00