Styrktartónleikar handa Stefáni Karli: "Sýnir hversu elskaður hann er“ Sara McMahon skrifar 30. september 2016 10:00 Tónleikar til styrktar leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni og fjölskyldu hans fara fram á mánudag. Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Vísir/Valli Þetta er mikið áfall fyrir Stefán Karl og hans fjölskyldu og á margan hátt líka „ökónómískt“ áfall, þess vegna langaði okkur að leggja þeim lið. Og það var eins og við manninn mælt, það vildu allir vera með og við vorum enga stund að fylla dagskrána fyrir kvöldið," segir Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, um styrktartónleika sem fram fara í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Allur ágóði tónleikanna rennur til leikarans Stefáns Karls Stefánssonar og fjölskyldu hans, en Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Áætlað er að Stefán Karl fari í flókna aðgerð á þriðjudag þar sem læknar munu reyna að fjarlægja meinið. Dagskrá kvöldsins er glæsileg og á meðal þeirra er munu koma fram eru Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson, Selma Björnsdóttir, Salka Sól, Úlfur Úlfur og Edda Björgvinsdóttir, sem flest hafa starfað með Stefáni Karli.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta sýnir bara hversu elskaður hann er. Þetta er allt fólk sem hefur starfað með honum eða þekkir hann. Laddi er hans mikla fyrirmynd í leiklistinni og hann langaði mikið til að gleðja Stebba og leggja sitt af mörkum. Það var nokkur eftirspurn að heyra mig syngja en því miður var búið að fylla alla dagskrána þegar sú ósk barst inn á borð, sem er mikið högg fyrir mig persónulega," segir Ari. Að hans sögn hefur sala á miðum farið vel af stað og líklegt er að uppselt verði á viðburðinn. "Ég veit ekki hvort Stebbi mæti á tónleikana því hann fer í aðgerðina á þriðjudagsmorgni, en Steina, kona hans, ætlar að reyna að mæta. Ég vil bara fá hann í vinnu aftur sem allra fyrst. Það viljum við öll," segir leikhússtjórinn að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og hægt er að kaupa miða á heimasíðu Þjóðleikhússins. Þeim er vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á söfnunarreikninginn 0301-26-1909 og kennitala 710269-2709. Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Sjá meira
Þetta er mikið áfall fyrir Stefán Karl og hans fjölskyldu og á margan hátt líka „ökónómískt“ áfall, þess vegna langaði okkur að leggja þeim lið. Og það var eins og við manninn mælt, það vildu allir vera með og við vorum enga stund að fylla dagskrána fyrir kvöldið," segir Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, um styrktartónleika sem fram fara í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Allur ágóði tónleikanna rennur til leikarans Stefáns Karls Stefánssonar og fjölskyldu hans, en Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Áætlað er að Stefán Karl fari í flókna aðgerð á þriðjudag þar sem læknar munu reyna að fjarlægja meinið. Dagskrá kvöldsins er glæsileg og á meðal þeirra er munu koma fram eru Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson, Selma Björnsdóttir, Salka Sól, Úlfur Úlfur og Edda Björgvinsdóttir, sem flest hafa starfað með Stefáni Karli.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta sýnir bara hversu elskaður hann er. Þetta er allt fólk sem hefur starfað með honum eða þekkir hann. Laddi er hans mikla fyrirmynd í leiklistinni og hann langaði mikið til að gleðja Stebba og leggja sitt af mörkum. Það var nokkur eftirspurn að heyra mig syngja en því miður var búið að fylla alla dagskrána þegar sú ósk barst inn á borð, sem er mikið högg fyrir mig persónulega," segir Ari. Að hans sögn hefur sala á miðum farið vel af stað og líklegt er að uppselt verði á viðburðinn. "Ég veit ekki hvort Stebbi mæti á tónleikana því hann fer í aðgerðina á þriðjudagsmorgni, en Steina, kona hans, ætlar að reyna að mæta. Ég vil bara fá hann í vinnu aftur sem allra fyrst. Það viljum við öll," segir leikhússtjórinn að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og hægt er að kaupa miða á heimasíðu Þjóðleikhússins. Þeim er vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á söfnunarreikninginn 0301-26-1909 og kennitala 710269-2709.
Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Sjá meira
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52