Innlent

Vésteinn Valgarðsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vésteinn Valgarðsson
Vésteinn Valgarðsson Mynd/Aðsend

Vésteinn Valgarðsson mun leiða lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Vésteinn er fæddur árið 1980 og hefur starfað sem stuðningsfulltrúi á endurhæfingargeðdeild Landspítalans á Kleppi síðan árið 2001. Hann er sagnfræðingur að mennt.

Í tilkynningu frá flokknum segir að Vésteinn hafi lengi verið virkur í félagsstörfum og stjórnmálum, meðal annars í Félaginu Ísland-Palestínu, Samtökum hernaðarandstæðinga og Vantrú. Auk þess er Vésteinn varaformaður Alþýðufylkingarinnar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.