Með heiminn í eyrunum Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. september 2016 11:15 Hlaðvarpið (e. Podcast) er einn vinsælasti miðillinn í dag. Hlaðvarpið er eins og útvarp sem má hlusta á hvenær sem er og er ekki endilega háð neinni sérstakri dagskrá eða staðsetningu í útsendingu. Hér á landi eru ansi mörg hlaðvörp í boði en stundum skarast útvarp og hlaðvarp í skilgreiningu og eðli. Fréttablaðið tekur hér saman nokkur helstu hlaðvörpin og ræðir við nokkra af stærstu aðdáendum þeirra.Halldór Marteinsson - FílalagFyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvernig má nálgast hlaðvörp er líklega auðveldast að nálgast þau á vefsíðu þeirra – en flest hlaðvörp eru með sérstaka vefsíðu sem er hægt að finna með að leita af titli hlaðvarpsins í Google. Því má svo hlaða niður þaðan eða streyma þeim beint af síðunni. Íslensk hlaðvörp má finna á Vísi, Alvarpinu, Kjarnanum og Sarpinum til að mynda. Fílalag Tónlistar hlaðvarp þar sem þeir félagar Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lög – í hverjum þætti er eitt lag tekið fyrir og það krufið til mergjar og jafnvel enn dýpra. Poppmenning er í stóru hlutverki í þáttunum og hún rædd út frá sjónarhorninu sem lagið sem er til umræðu hverju sinni býður upp á. „Bergur Ebbi og Snorri Helga taka eitt lag fyrir í hverjum þætti. Þeir greina menningarleg, samfélagsleg og söguleg áhrif í bland við þetta einlæga, innra með okkur sem fær okkur til að tengja og fíla. Geggjuð tónlist og frábær húmor, eðalblanda,“ segir Halldór Marteinsson aðdáandi hlaðvarpsins.Berglind PétursdóttirEnglaryk Dröfn Ösp Snorradóttir og Hanna Eiríksdóttir fara yfir allt það helsta í slúður-og dægurmenningu hverju sinni og ræða það í þaula. Hvern er Rihanna að deita, afhverju er Kim Kardashian á einhjóli og er Adele byrjuð með Jan-Michael Vincent? eða hvað það nú er sem krakkarnir eru alltaf að tala um – þær vita það alveg pottþétt. Berglind Pétursdóttir internetsérfræðingur hlustar mikið á Englaryk „Vinir mínir eru alltaf að þykjast vera svo gáfaðir að þeir nenna ekki að ræða við mig um hvað rassinn á Kim Kardashian er að gera hverju sinni. Þá er mjög gott að eiga Dröfn og Hönnu að.“Í ljósi sögunnar Vera Illugadóttir ræðir mál líðandi stundar út frá sagnfræðilegum vinkli af einstakri kunnáttu og innsæi. Gyða Lóa Ólafsdóttir kynningarstjóri RIFF og hlustar reglulega á Í ljósi sögunnar. „Í ljósi sögunnar er bæði fræðandi og skemmtilegt. Efnistökin eru forvitnilegt og gaman hvernig þau tengjast oft málum líðandi stundar og veita manni dýpri skilning á hinum ýmsu atburðum. Vera er frábær og með ótrúlega þægilega og góða rödd. Eini ókosturinn við Í ljósi sögunnar er sá að þátturinn er ekki nógu oft á dagskrá sem veldur mér oft miklum ama í uppvaskinu og almennri tiltekt heima. Þannig ef það er drasl heima hjá mér þá er að Veru að kenna.“Pendúllinn Fjölmiðlafólkið og spekúlantarnir Snærós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson ræða pólitík líðandi stundar og reyna að ná tökum á þeirri ótemju sem stjórnmálin hér á landi eru um þessar mundi eða bara um allar mundir. Sigurður Orri Kristjánsson gítarleikari í hljómsveitinni Alþýðulagabandalagið er mikill aðdáandi Pendúlsins. „Ég hlusta á Pendúlinn því það er hressandi að heyra unga blaðamenn tala um alvöru stjórnmál sem eru ekki bara „málefni ungs fólks““ Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
Hlaðvarpið (e. Podcast) er einn vinsælasti miðillinn í dag. Hlaðvarpið er eins og útvarp sem má hlusta á hvenær sem er og er ekki endilega háð neinni sérstakri dagskrá eða staðsetningu í útsendingu. Hér á landi eru ansi mörg hlaðvörp í boði en stundum skarast útvarp og hlaðvarp í skilgreiningu og eðli. Fréttablaðið tekur hér saman nokkur helstu hlaðvörpin og ræðir við nokkra af stærstu aðdáendum þeirra.Halldór Marteinsson - FílalagFyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvernig má nálgast hlaðvörp er líklega auðveldast að nálgast þau á vefsíðu þeirra – en flest hlaðvörp eru með sérstaka vefsíðu sem er hægt að finna með að leita af titli hlaðvarpsins í Google. Því má svo hlaða niður þaðan eða streyma þeim beint af síðunni. Íslensk hlaðvörp má finna á Vísi, Alvarpinu, Kjarnanum og Sarpinum til að mynda. Fílalag Tónlistar hlaðvarp þar sem þeir félagar Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lög – í hverjum þætti er eitt lag tekið fyrir og það krufið til mergjar og jafnvel enn dýpra. Poppmenning er í stóru hlutverki í þáttunum og hún rædd út frá sjónarhorninu sem lagið sem er til umræðu hverju sinni býður upp á. „Bergur Ebbi og Snorri Helga taka eitt lag fyrir í hverjum þætti. Þeir greina menningarleg, samfélagsleg og söguleg áhrif í bland við þetta einlæga, innra með okkur sem fær okkur til að tengja og fíla. Geggjuð tónlist og frábær húmor, eðalblanda,“ segir Halldór Marteinsson aðdáandi hlaðvarpsins.Berglind PétursdóttirEnglaryk Dröfn Ösp Snorradóttir og Hanna Eiríksdóttir fara yfir allt það helsta í slúður-og dægurmenningu hverju sinni og ræða það í þaula. Hvern er Rihanna að deita, afhverju er Kim Kardashian á einhjóli og er Adele byrjuð með Jan-Michael Vincent? eða hvað það nú er sem krakkarnir eru alltaf að tala um – þær vita það alveg pottþétt. Berglind Pétursdóttir internetsérfræðingur hlustar mikið á Englaryk „Vinir mínir eru alltaf að þykjast vera svo gáfaðir að þeir nenna ekki að ræða við mig um hvað rassinn á Kim Kardashian er að gera hverju sinni. Þá er mjög gott að eiga Dröfn og Hönnu að.“Í ljósi sögunnar Vera Illugadóttir ræðir mál líðandi stundar út frá sagnfræðilegum vinkli af einstakri kunnáttu og innsæi. Gyða Lóa Ólafsdóttir kynningarstjóri RIFF og hlustar reglulega á Í ljósi sögunnar. „Í ljósi sögunnar er bæði fræðandi og skemmtilegt. Efnistökin eru forvitnilegt og gaman hvernig þau tengjast oft málum líðandi stundar og veita manni dýpri skilning á hinum ýmsu atburðum. Vera er frábær og með ótrúlega þægilega og góða rödd. Eini ókosturinn við Í ljósi sögunnar er sá að þátturinn er ekki nógu oft á dagskrá sem veldur mér oft miklum ama í uppvaskinu og almennri tiltekt heima. Þannig ef það er drasl heima hjá mér þá er að Veru að kenna.“Pendúllinn Fjölmiðlafólkið og spekúlantarnir Snærós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson ræða pólitík líðandi stundar og reyna að ná tökum á þeirri ótemju sem stjórnmálin hér á landi eru um þessar mundi eða bara um allar mundir. Sigurður Orri Kristjánsson gítarleikari í hljómsveitinni Alþýðulagabandalagið er mikill aðdáandi Pendúlsins. „Ég hlusta á Pendúlinn því það er hressandi að heyra unga blaðamenn tala um alvöru stjórnmál sem eru ekki bara „málefni ungs fólks““
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira